Smásagnarsmáræði

8 - Smásagnasmáræði annað: Tómatur breytist í tómatsósu! Ógeðslega fyndið, sér- staklega af því að leikskólabörn ELSKA tómatsósu! Hér er annar brandari sem leikur sér að viðtakandanum og platar hann: Hvað sagði Tarzan þegar hann sá fílana koma gangandi yfir hæð- ina? Hann sagði: „Þarna koma fílarnir gangandi yfir hæðina.“ En hvað sagði Tarzan þegar hann sá fílana koma gangandi yfir hæðina með sólgleraugu? Hann sagði … (Sko, svarið er aft- ast í bókinni.) Hvert er þessi brandaraumfjöllun að leiða okkur? Hún leiðir okkur að því að sama, hvað sem hver segir þá fílum við öll sögur í einhverju formi. Sum okkar horfa mikið á kvik- myndir, aðrir leggjast í bækur eða fara í leikhús og enn aðrir elska að kunna og segja marga brandara. Alls staðar er verið að segja sögur. Á ósköp venjulegum skóladegi heyrir þú ótal sögur frá vinum þínum („Veistu hvað kom fyrir Siggu í íþróttatíma?“) og þú segir sjálf(ur) ótal sögur („Veistu hvað mamma gerði þegar ég kom heim úr skólanum í gær?“). Allar slíkar frásagnir hafa sama grunninnihald og

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=