Skrýtinn dagur hjá Gunnari

Til kennara og foreldra! Bæði kennarar og foreldrar vita hversu stórt bil getur verið milli áhugasviðs og þroska 6–9 ára nemanda og textans sem hann er fær um að lesa. Smábókaflokkur Menntamálastofnunar er tilraun til að brúa þetta bil. Reynt er að höfða til ólíkra áhugasviða barnanna með texta sem er innihaldsríkur þrátt fyrir einfalda framsetningu. Bækurnar eru ríkulega myndskreyttar og lögð áhersla á að þær höfði bæði til tilfinninga og rökhugsunar og ekki síst til kímnigáfu lesenda. Smábókaflokknum fylgja ekki vinnubækur. Á vefsíðu Menntamálastofnunar eru kennsluhugmyndir eftir Ragnheiði Gestsdóttur sem gilda fyrir Smábækurnar. Þar eru sett fram dæmi um verkefni sem tengjast efni hverrar bókar fyrir sig. Verkefnin henta fyrir einstaklingsvinnu og hópvinnu, málfræði, ritun, myndvinnslu og munnlega tjáningu. Hér á eftir eru dæmi um verkefni með bókinni Skrýtinn dagur hjá Gunnari sem finna má á vefsíðunni. Umræður heima og í skólanum Óhöpp og slys. Hverjir hafa orðið fyrir óhöppum og slysum? Hvernig er hægt að komast hjá slíku? Veikindi . Hver er heima og lítur eftir okkur þegar við getum ekki farið í skólann? Hvað er hægt að gera þegar maður verður að liggja í rúminu? Fyrsta hjálp . Hvað á að gera ef einhver verður fyrir slysi? Hvað finnst ykkur um ráð Gunnars til að vita hvort pabbi væri dáinn? Kunnið þið aðrar leiðir? Hvað má gera og hvað má ekki gera ef einhver hefur slasast? Búa til bók Bókin okkar um slys og óhöpp. Frásagnir og teikningar. Símaskráin mín. Hvert barn gerir símaskrá með númerum bekkjarfélaga sinna, ættingja og nágranna. Neyðarnúmer fremst í skránni. Leikræn tjáning Þegar ég er veik/veikur heima. Á biðstofu læknisins. Sjúkrabíllin kemur.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=