Skrýtið kvöld hjá Gunnari

Til kennara og foreldra Smábókaflokkurinn er ætlaður börnum sem eru að ná tökum á lestri en þurfa þjálfun. Sögurnar eru fjölbreyttar og skiptast í þyngdarflokka. Reynt er að höfða til ólíkra áhugasviða með texta sem er innihaldsríkur þrátt fyrir einfalda framsetningu. Margvíslegt efni sem tengist smábókaflokknum má nálgast á vef Menntamálastofnunar (mms.is ): Lesum og skoðum orð – Smábækur . Gagnvirkur vefur þar sem velja má um 11 smá- bækur og 6 mismunandi leiðir til að fást við texta bókanna. Smábókaskápurinn . Gagnvirkar rafbækur úr smábókaflokknum. Börnin geta ýmist lesið textann eða hlustað og á hverri blaðsíðu eru spurningar og verkefni. Orðaleikir . Málfræðiverkefni úr vefjum sem fylgja nokkrum smábókum. Íslenska á yngsta stigi – veftorg . Yfirlit yfir efni sem tengist smábókunum, kennslu- hugmyndir, málfræðiyfirlit og verkefni til útprentunar. Umræður heima og í skólanum Að sofna á kvöldin, svefntími og venjur. Hvað gerir þú áður en þú ferð að sofa? Lestu? Les einhver fyrir þig? Hvernig finnst þér best að sofna? Viltu hafa ljósið slökkt eða kveikt? Hvenær ferðu að sofa? Draumar og svefn. Hvað dreymdi Gunnar? Manst þú eftir einhverju skemmtilegu/ hræðilegu sem þig hefur dreymt? Hefur þú sungið eða talað upp úr svefni? Gervitennurnar. Þekkir þú einhvern sem er með gervitennur eins og gamla konan? Hvers vegna ætli hún hafi misst sínar eigin tennur? Hvernig heldur þú að sé að vera með gervitennur? Orðaleikir Samheiti. Reyndu að finna orð sem merkja það sama og þessi orð: Sofa, syngja, vera, hissa, gusa, hávaði. Andheiti. Reyndu að finna orð sem hafa andstæða merkingu við þessi orð: Sofa, vakna, lokuð, gömul, hávaði, kvöld. Búa til bók – Myndvinnsla Draumabókin okkar. Hvert barnanna býr til mynd sem sýnir eitthvað sem það hefur dreymt og skrifar texta við myndina eða fær hjálp til þess. Myndirnar eru svo bundnar saman í eina bók. Teiknimyndasaga. Sagan hentar vel til að búa til myndasögu. Atburðarásin er hlutuð niður og hvert barn eða hópur fær atburð til að teikna. Texta og upphrópanir má setja í talblöðrur. Allir þurfa að koma sér saman um atriði eins og klæðaburð og litaval svo samhengi fáist í myndirnar. Myndirnar eru svo settar á vegg í rétta röð og/eða búin til bók.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=