9 Tafla 2. Áherslur, efnisþættir og námsmarkmið í skrift. Áherslur og viðfangsefni á þrepi 1 Í Skrift 1a og Skrift 1b er stuðst við sömu röð í kennslu bókstafa og í Lestrarlandinu sem Miðstöð menntunar og skólaþjónustu gefur út. Lögð er áhersla á að skriftarkennsla og þjálfun sé ríkur þáttur í stafainnlögn og fái þar mikið svigrúm. Flestir nemendur geta auðveldlega lært að þekkja útlit og hljóð tveggja bókstafa á viku þannig að þeir geti lesið þá og notað í einföld orð en öðru máli gegnir um það að skrifa stafina. Til þess þurfa nemendur meiri leiðsögn, þjálfun, upprifjun og eftirfylgni. Stafainnlögn ætti ekki að teljast lokið fyrr en nemendur þekkja útlit allra bókstafa, hljóð þeirra og geta dregið þá rétt til stafs á sjálfvirkan og nákvæman hátt. Þá eru þeir komnir með forsendur til að geta umskráð (lesið) og skráð (ritað) á árangursríkan hátt. Á meðan allir nemendur hafa hag af því að þjálfa skrift og ritun til jafns við lestur kann þessi nálgun að vera sérlega mikilvæg fyrir nemendur þar sem grunur leikur á að lestrarvandi sé til staðar. Þessir nemendur eiga oft í töluverðum erfiðleikum með að ná tökum á tengslum bókstafstákna við hljóð og þar af leiðandi hljóðtengingu og hljóðgreiningu. Í skriftarefninu eru viðbótarverkefni sem styrkja hljóðkerfis- og Efnisþættir Þrep 1 1. - 2. bekkur Þrep 2 2. - 3. bekkur Þrep 3 3. - 4. bekkur Þrep 4 5. bekkur og eldri Ítalíuskrift Ótengd skrift Þjálfun tengdrar skriftar hefst Þjálfun tengdrar skriftar Þjálfun tengdrar skriftar Markmið: Að nemandi Vinnubrögð læri góð vinnubrögð við skriflega vinnu. temji sér góð vinnubrögð við alla skriflega vinnu. Læsileiki ▶dragi rétt til stafs og læri að nýta sér þau atriði sem liggja til grundvallar læsilegri skrift. ▶beiti réttum stafdrætti, tileinki sér réttar tengingar við ritun tengdrar skriftar og nýti sér önnur atriði sem liggja til grundvallar læsilegri skrift svo merking texta komist til skila. ▶nýti sér öll atriði sem liggja til grundvallar þess að þróa með sér persónulega og læsilega rithönd þannig að merking texta komist til skila. Skriftarfimi ▶öðlist öryggi við réttan stafdrátt þar sem hann er grunnurinn að sjálfvirkri og fyrirhafnarlausri skrift. ▶geti ritað alla bók- og tölustafi á sjálfvirkan og fyrirhafnarlausan hátt og öðlist þannig skriftarhraða sem nýtist til miðlunar í gegnum ritun. ▶búi yfir góðri skriftarfimi sem nýtist til miðlunar í gegnum ritun og tekur ekki orku frá öðrum mikilvægum þáttum hennar.
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=