25 Tafla 6. Dæmi um kennsluáætlun á 1. þrepi. Kennsluáætlun í skrift – bókstafurinn Íí Þrep 1 (1.-2. bekkur) Markmið Að nemandi: ▶dragi rétt til stafs. ▶setji brodd á réttan stað yfir stöfum og broddur snúi rétt. Minnisatriði í námsefni: Mundu eftir broddi. Verkfæri Markmið gerð sýnileg nemendum í kennslurýminu. Innlögn Innlögn fer fram fjórum sinnum og nemendur æfa sig eftir hverja innlögn: 1. Farið yfir markmiðin, bókstafurinn sýndur í stafahúsi og stafdráttur kenndur og útskýrður á töflu eftir þörfum. 2. Nemendur minntir á markmið og lögð áhersla á staðsetningu brodds og að hann snúi rétt. Tengja markmið við sjálfsmat nemenda á hægri síðu, fyrri opnu. 3. Rifja upp stafdrátt og hljóðgreining æfð; í hvaða orðum, af þeim sem kennarinn nefnir, heyra nemendur hljóð bókstafsins. Muna nemendur eftir fleiri orðum sem hafa bókstafinn? 4. Rifja upp hvað felst í meistaralínu: Í meistaralínu eiga nemendur að leggja sig sérstaklega fram um að muna eftir því sem þeir hafa lært í skrift og nota þá þekkingu til að skrifa vandaða og fallega stafi. Upprifjun: Það er góð regla að hefja hverja kennslustund á því að rifja upp það sem gert var í síðasta tíma. Þetta er til að mynda hægt að gera í upphafi innlagnar. Verkfæri Stafahús með bókstafnum. Línur á töflu (smart-tafla, skjávarpi) þannig að sýna megi réttan stafdrátt miðað við hjálparlínur. Orðaforði Hástafur, lágstafur, yfirlína, grunnlína, miðlína, broddstafur og broddur. Þjálfun Þjálfun fer fram í þjálfunartímum þar sem gefnar eru 15 mínútur til skriftarþjálfunar. Innlögn rúmast innan tímarammans. Þjálfunartímar eru daglega á stundatöflu nemenda. Verkfæri Hafa teygjuæfingar og slökunaræfingar tiltækar ef á þarf að halda fyrir úthaldslitla nemendur. Eftirfylgni Kennari gengur um stofuna og leiðbeinir nemendum eftir þörfum um vinnubrögð og stafdrátt. Kennari leitast við að veita nemendum jákvæða endurgjöf á það sem vel er gert og leiðrétta strax villur eða röng vinnubrögð. Verkfæri Stílabók og skriffæri til að skrá hjá sér jafnóðum minnisatriði tengd kennslunni og námsmati, t.d. ef einhverjir þurfa meiri stuðning við stafdrátt eða nánari leiðsögn varðandi vinnubrögð. Námsmat Sjálfsmat nemenda í skriftarbókum. Matslisti kennara; vinnubrögð Veggspjald/matslisti – byggður á yfirliti yfir góð vinnubrögð í skrift.
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=