21 Í tilviki örvhentra nemenda er gert ráð fyrir að blaðið halli 30-45° til hægri en 20-45° til vinstri í tilviki rétthentra Positioning the paper correctly for handwriting, (án dags.). Þetta er þó ekki algilt og mikilvægt að finna skriftarstöðu sem er þægileg, þreytir ekki og leiðir til samræmds halla skriftar. Skriftarfimi Nemandi sem getur dregið fyrirhafnarlaust, rétt og nákvæmlega til stafs, telst búa yfir góðri skriftarfimi. Grunnurinn að henni birtist í viðmiðum sem falla undir bæði vinnubrögð og læsileika; huga þarf vel að því að gefa nemendum gott svigrúm til að tileinka sér færnina sem birtist í þeim. Á þrepum 3 og 4 er gert ráð fyrir því að nemandi öðlist smám saman aukinn skriftarhraða þar sem öryggi við stafdrátt ætti að vera komið og á þrepi 4 er gert ráð fyrir að skriftin sé orðin nægilega sjálfvirk og nákvæm þannig að hún taki ekki orku frá öðrum mikilvægum þáttum ritunar. Taflan endurspeglar því ekki eiginleg viðmið heldur er lýsing á þeirri stígandi sem þarf að eiga sér stað frá upphafi og þar til skriftin er orðin læsileg og sjálfvirk. Tafla 5. Lýsing á þróun skriftarfimi. Á Íslandi hefur ekki skapast hefð fyrir því að meta skriftarfimi nemenda og áherslan verið fremur á að meta heildaryfirbragð og læsileika skriftarinnar. Það er heldur ekki alveg ljóst hvers konar upplýsingum það skilar að meta skriftarhraða nemenda þar sem það er alla jafna auðvelt fyrir kennara að fylgjast með því hvort skortur á skriftarfimi komi niður á ritverki nemenda (læsileiki og magn texta) og hindri nemendur í að leysa skrifleg verkefni. Í tilviki nemenda sem eiga í skriftarvanda getur þó verið gagnlegt að meta skriftarfimi þeirra fyrir og eftir íhlutun til að kanna árangur af henni. Á Skriftarvefnum má finna nokkrar aðferðir til að meta framför í skriftarfimi nemenda. Þar er ekki stuðst við viðmið sem byggja á samanburði við frammistöðu jafnaldra heldur eru niðurstöður fyrri og seinni mælingar bornar saman til að kanna framför hjá nemanda. Þrep 1 1. - 2. bekkur Þrep 2 og 3 2. - 4. bekkur Þrep 4 5. bekkur og eldri Markmið: Að nemandi ▶öðlist öryggi við réttan stafdrátt þar sem hann er grunnurinn að sjálfvirkri og fyrirhafnarlausri skrift. ▶geti ritað alla bók- og tölustafi á sjálfvirkan og fyrirhafnarlausan hátt og öðlist þannig skriftarhraða sem nýtist til miðlunar í gegnum ritun. ▶búi yfir góðri skriftarfimi sem nýtist til miðlunar í gegnum ritun og tekur ekki orku frá öðrum mikilvægum þáttum hennar.
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=