Skrift - handbók kennara

18 Læsileiki skriftar Matsviðmið vegna læsileika skriftar eru eðli málsins samkvæmt fleiri þar sem hann er meginviðfangsefni skriftarnámsins. Í töflunni hér fyrir neðan má sjá þær áherslur, eða viðmið, sem liggja til grundvallar kennslu og mati á hverju þrepi fyrir sig. Viðmiðin endurspegla stígandi í færni þar sem flóknari atriði taka við af þeim einfaldari. Þau birtast einnig í þjálfunarefni nemenda í formi áminninga og svo eru þau einnig útfærð sem leiðsagnarmat fyrir kennara og sjálfsmat fyrir nemendur. Öll gögn varðandi leiðsagnar- og sjálfsmatið er að finna á Skriftarvefnum ásamt upplýsingum um notkun. Tafla 4. Matsviðmið vegna læsileika skriftar. Hér á eftir fara skýringar á inntaki viðmiðanna svo kennarar geti betur áttað sig á því hvað leggja þarf áherslu á í skriftarkennslu og skriftarnámi. Þessi viðmið eru einnig grunnurinn að mati á skrift en nánar er fjallað um mat á skrift síðar í handbókinni og á Skriftarvefnum. Þrep 1 1. - 2. bekkur Þrep 2 2. - 3. bekkur Þrep 3 3. - 4. bekkur Þrep 4 5. bekkur og eldri 1 Nemandinn notar þá formgerð skriftar sem honum hefur verið kennd. 2 Stafdráttur nemanda við ritun allra bókstafa/tölustafa er réttur. 3 Nemandi notar hjálparlínur rétt og af nákvæmni. 4 Nemandi setur brodd, depil og tvídepil á réttan stað yfir stöfum og broddur snýr rétt. 5 Nemandi hefur hæfilegt bil milli orða innan málsgreinar. 6 Nemandi tengir rétt milli bókstafa þar sem það á við. 7 Nemandi skrifar spurninga- og upphrópunarmerki rétt 8 Samræmi er í stærð bókstafa sem ná frá grunnlínu að miðlínu (a-á-c-e-é-i-í-m-n-o-ó-r-s-u-ú-v-w-æ-ö-z) þegar ekki er stuðst við hjálparlínur. 9 Undirleggir eru í hæfilegri lengd og samræmi í ritun undirleggja er gott (f-g-j-p-q-y-ý-þ) þegar ekki er stuðst við hjálparlínur. 10 Yfirleggir eru í réttri hæð og samræmi í ritun yfirleggja er gott (b-d-ð-f-k-l-þ) þegar ekki er stuðst við hjálparlínur. 11 Nemandi ritar helstu greinarmerki rétt s.s. punkta, kommur, upphrópunarmerki, spurningarmerki, tvípunkt og gæsalappir. 12 Samræmi í stærðarhlutfalli bókstafa er gott þegar ekki er stuðst við hjálparlínur. 13 Samræmi í halla skriftar er gott.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=