16 1. Rétt líkamsstaða við skrift Við skriftarþjálfun þarf að huga vel að líkamsstöðu nemanda og að vel fari um hann. Borð og stóll eiga að vera í þeirri hæð að nemandinn geti haft iljar á gólfi og geti hvílt olnbogana á borðplötunni án þess sveigja sé á baki eða hálsi. Í skriftarþjálfun er ekki hægt að bjóða nemendum upp á val á vinnuaðstöðu þar sem rétt líkamsstaða styður við hreyfanleika handarinnar og kemur í veg fyrir að nemandinn þreytist. 2. Rétt grip um skriffæri Börn byrja snemma að handleika ýmiss konar verkfæri sem þau nota til að tjá sig á blað eða annan efnivið og þar er lagður grunnur að því gripi um skriffæri sem þau nota sér síðar meir. Oft getur verið erfitt að hafa stjórn á því hvernig ung börn beita litum eða skriffærum en þó þarf að huga snemma að því að þau tileinki sér rétt grip. Rangt grip getur valdið því að þau þreytist og hafi þess vegna lítið úthald til að teikna og, síðar meir, að skrifa. Það getur því verið mikilvægt að huga að því að barn temji sér gott grip á seinni hluta leikskólagöngunnar. Með góðu gripi næst hámarks hreyfigeta fingra og úlnliðs, það dregur úr líkum á þreytu sem getur valdið óþægilegum skrifkrampa og veitir jafnframt bestu stjórnina á skriffærinu. Grip er aðeins vandamál ef það hefur áhrif á læsileika, skriftarhraða eða ef það veldur þreytu og óþægindum. Mynd 2. Æskilegt grip fyrir örv- og rétthenta. Ýmiss konar hjálpartæki geta leiðrétt og hjálpað nemendum að ná tökum á góðu gripi þannig að þeir þreytist ekki og að þrýstingur á skriftarflötinn verði hvorki of mikill né of lítill. Hægri handar grip. Vinstri handar grip. Hér er gripið örlítið ofar á skriffærinu.
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=