12 Gildi skriftar fyrir lestrar- og ritunarnám Lestur og ritun eru hvort sín hliðin á ritmálspeningnum og gagnvirk tengsl eru á milli lestrar- og ritunarhæfni nemenda. Við ritun á texta reiðir textasmiður sig á margs konar kunnáttu og hæfni eins og líst er svo skilmerkilega með ritunarreipinu (Sedita, 2023) og er skriftin talin einn af grunnþáttum góðrar ritunarhæfni. Mynd 1. Ritunarreipið: Þræðir góðrar ritunarhæfni. Án góðrar og sjálfvirkrar skriftarkunnáttu er erfitt að skrá nokkuð niður og þrátt fyrir að hægt sé að leysa hana að einhverju leyti af hólmi með notkun lyklaborðs eða talgervils sýna eldri og nýrri rannsóknir að hún er einkar gagnleg í lestrarkennslu byrjenda eins og áður hefur verið komið inn á. Gildi skriftar fyrir lestrarnám James og Engelhardt sýndu (2012) fram á að börn sem handskrifa virkja sömu svæði í heila og eru virk við lestur og ritun. Það átti ekki við um börn sem voru látin skrifa á lyklaborð og því virðist leiðin að nákvæmri bókstafsþekkingu vera greiðari í gegnum skrift en með notkun lyklaborðs. Berninger (2012) sýndi fram á að ritun bókstafa með skriffæri styrkti skynjun nemenda á formi þeirra sem hefur jákvæð áhrif bæði á lestur og stafsetningu. Þannig er stafdrátturinn mikilvæg færni sem hjálpar til við skynjun á © C. J. Sedita 2019 – þýtt með leyfi höfundar
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=