Skrift - handbók kennara

11 Samhliða kennslu og þjálfun í skrift er tækifærið notað hér til að samþætta skrift og stafsetningu með því að kynna fyrir nemendum einfaldar réttritunarreglur í gegnum ritun orða í merkingarbærum texta. Þetta á einkum við um orð þar sem framburður og ritháttur fara ekki saman. Valin hafa verið orð sem eru mjög algeng í málinu og mikilvægt að nemendur fái tilsögn og þjálfun í að skrifa þau rétt eins snemma og kostur er. Ekki er ætlast til þess að nemendur leggi stafsetningarreglurnar á minnið heldur er tilgangurinn sá að vekja athygli þeirra á réttum rithætti og koma í veg fyrir að þeir festist í röngum sem getur tekið tíma að vinda ofan af. Stafsetningarreglurnar sem um ræðir eru: ◾ Að byrja á hástaf á eftir punkti, spurningarmerki og upphrópunarmerki. ◾ Ritun spurnarorða sem byrja á hv- þar sem kv- heyrist í framburði. ◾ Ritun algengra orða sem innihalda y-ý-ey. ◾ Töluorð og raðtölur. Áherslur og viðfangsefni á þrepi 3 og 4 Gert er ráð fyrir að nemendur hafi öðlast öryggi við réttan stafdrátt og búið sé að leggja góðan grunn að hálftengdri ítalíuskrift þegar þeir hafa lokið við Skrift 1 og 2. Í Skrift 3 eru tengingar rifjaðar upp og hlutfall bókstafa þjálfað með fækkun hjálparlína og minna línubili með áherslu á að formgerð skriftar haldi sér. Eins og í Skrift 2 eru einföld réttritunaratriði þjálfuð samhliða skriftinni og boðið upp á ritunarverkefni þar sem lögð er áhersla á læsilega skrift, réttritun og rétta greinarmerkjanotkun. Loks er lögð áhersla á að kynna fyrir nemendum æfingar þar sem skriftarfimin er í forgrunni en hún, ásamt læsileika skriftar, er meginviðfangsefnið í Skrift 4.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=