Skrift - handbók kennara

Skrift Handbók kennara Guðbjörg Rut Þórisdóttir Sigurlaug Rún Brynleifsdóttir

Skrift – handbók kennara © Guðbjörg R. Þórisdóttir og Sigurlaug Rún Brynleifsdóttir ISBN 978-9979-0-2948-9 Verknúmer 40755 © teikningar Ragnheiður Ásta Valgeirsdóttir Ritstjórn: Elín Lilja Jónasdóttir Málfarslestur: Ingólfur Steinsson Hönnun og umbrot: Ester Magnúsdóttir Öll réttindi áskilin 1. útgáfa 2025 Miðstöð menntunar og skólaþjónustu, Kópavogi

Efnisyfirlit Listi yfir töflur og myndir..........................................................................................................5 Inngangur.................................................................................................................................. 6 Um efnið....................................................................................................................................7 Ítalíuskrift – hálftengd skrift...............................................................................................7 Áherslur, efnisþættir og markmið............................................................................................8 Áherslur og viðfangsefni á þrepi 1 .....................................................................................9 Áherslur og viðfangsefni á þrepi 2....................................................................................10 Áherslur og viðfangsefni á þrepi 3 og 4.............................................................................11 Gildi skriftar fyrir lestrar- og ritunarnám............................................................................... 12 Gildi skriftar fyrir lestrarnám............................................................................................ 12 Gildi skriftar fyrir ritunarnám...........................................................................................13 Góð færni í notkun lyklaborðs og ritun.............................................................................14 Efnisþættir í kennslu og mati á skrift.....................................................................................15 Vinnubrögð. ....................................................................................................................... 15 1. Rétt líkamsstaða við skrift.......................................................................................16 2. Rétt grip um skriffæri..............................................................................................16 3. Réttur halli á blaði................................................................................................... 17 4. Ástand skriffæra...................................................................................................... 17 5. Leiðréttingar............................................................................................................. 17 6. Slökunaræfingar....................................................................................................... 17 7. Uppsetning og frágangur.......................................................................................... 17 Læsileiki skriftar................................................................................................................18 1. Rétt formgerð skriftar...............................................................................................19 2. Réttur stafdráttur.....................................................................................................19 3. Hjálparlínur..............................................................................................................19 4. Broddur, depill og tvídepill......................................................................................19 5. Bil milli orða innan málgreinar (og bil milli bókstafa innan orða).........................19 6. Tengingar..................................................................................................................20 7. Greinarmerki: Spurningar- og upphrópunarmerki..................................................20 8-10. Hlutföll bókstafa.................................................................................................20 11. Ritun annarra greinarmerkja..................................................................................20

12. Hlutfall bókstafa – enginn stuðningur af hjálparlínum.........................................20 13. Samræmi í halla skriftar........................................................................................ 21 Skriftarfimi......................................................................................................................... 21 Skriftarkennslan...................................................................................................................... 22 Gildi krotæfinga og sporunar.......................................................................................22 Stafahús........................................................................................................................ 23 Stafdráttsyfirlit............................................................................................................. 23 Hugtök í skriftarnámi...................................................................................................23 Skriftarkennsla örvhentra............................................................................................23 Skriftarkennsla fjöltyngdra barna með annað ritmálsletur........................................24 Skriftarþjálfun heima...................................................................................................24 Kennsluáætlun – tillaga.....................................................................................................24 Markmið........................................................................................................................ 26 Innlögn .........................................................................................................................26 Þjálfun .........................................................................................................................26 Eftirfylgni...................................................................................................................... 26 Námsmat....................................................................................................................... 27 Námsmat í skrift......................................................................................................................28 Leiðsagnarnám. ................................................................................................................. 28 Heimildaskrá........................................................................................................................... 31

Listi yfir töflur og myndir Tafla 1. Hæfniviðmið úr aðalsnámskrá grunnskóla er varða skrift.........................................8 Tafla 2. Áherslur, efnisþættir og námsmarkmið í skrift..........................................................9 Tafla 3. Matsviðmið vegna vinnubragða í skrift....................................................................15 Tafla 4. Matsviðmið vegna læsileika skriftar........................................................................18 Tafla 5. Yfirlit yfir tengingar og undantekningar...................................................................21 Tafla 6. Lýsing á þróun skriftarfimi.......................................................................................25 Mynd 1. Ritunarreipið: Þræðir góðrar ritunarhæfni.............................................................12 Mynd 2. Æskilegt grip fyrir örv- og rétthenta.......................................................................16

6 Inngangur Margir kunna að spyrja sig að því hvort þörf sé á að kenna nemendum skrift nú þegar margvísleg og fjölbreytt stafræn tækni er aðeins í seilingarfjarlægð innan og utan skólastofunnar. Hefur þessi kunnátta eitthvert gildi í víðara samhengi náms og menntunar í dag þar sem hægt er að rita texta á lyklaborð eða jafnvel með talgervli? Er tíma nemenda vel varið í að læra að draga til stafs og nota drjúgan tíma í að þjálfa skrift þar til hún verður læsileg og nýtist til miðlunar? Samkvæmt nýjum rannsóknum eru bæði stutta og langa svarið jákvætt. Því þarf skriftarkennslan að fá gott svigrúm innan stundarskrár og leggja þarf alúð við hana svo öll börn öðlist góða færni til að geta skrifað og skapað. Fyrir nokkrum árum hélt Miðstöð menntunar og skólaþjónustu, þá Menntamálastofnun, rafrænar hringborðsumræður með kennurum víðs vegar að af landinu til að ræða stöðu og fyrirkomulag skriftarkennslu á tímum upplýsingatækni. Um þrjátíu áhugasamir kennarar mættu, unnið var í litlum hópum og niðurstöður teknar saman. Kennarar voru almennt sammála um gildi skriftarkunnáttu en mörgum fannst skorta heildstæðari nálgun eða ítarlegri leiðbeiningar í aðalnámskrá varðandi skriftarkennslu og kennslu í notkun lyklaborðs. Þeir bentu einnig á að skólar þeirra hefðu ekki sett sér skýra stefnu hvað þetta varðar og að dæmi væru um að tvenns konar og jafnvel þrenns konar skriftarnámsefni væri kennt sem kæmi í veg fyrir æskilega samfellu og stígandi í skriftarnámi nemenda. Eins virtist mat á skriftarfærni vera mjög handahófkennt og söknuðu kennarar þess að hafa ekki aðgang að betri leiðsögn vegna mats á skrift. Við gerð nýs námsefnis í skrift var lögð sérstök áhersla á að nýta þær upplýsingar sem fengust úr hringborðsumræðunum með kennurum og spegla þær í nýjum rannsóknum og aðferðafræði í skriftarkennslu. Vonandi mun efnið nýtast kennurum vel og leiða til heildstæðrar og markvissrar skriftarkennslu nemendum til hagsbóta.

7 Um efnið Námsefnið skiptist í fjögur þrep og er gert ráð fyrir að skriftarkennsla fari fram þar til nemendur hafa öðlast læsilega rithönd og skrift þeirra orðin fyrirhafnarlaus og fullkomlega sjálfvirk. Hvenær það gerist ræðst meðal annars af gæðum kennslu og tækifærum nemenda til þjálfunar. Skörun er á milli fyrstu þriggja þrepanna þar sem ungir nemendur eru misfljótir að ná tökum á undirstöðuatriðum skriftar en fjórða þrepið teygir sig upp á miðstigið. Við útgáfu nýs námsefnis í skrift er lög áhersla á að efnið sé sem heildstæðast og að kennarar hafi greiðan aðgang að handbók um kennslufræði skriftar, kennsluleiðbeiningum, matsviðmiðum, matsleiðum, nægu þjálfunarefni og öðrum nauðsynlegum verkfærum. Þessi gögn, ásamt fleirum, verða aðgengileg á Skriftarvefnum en þar hafa kennarar einnig aðgang að Skriftís letrinu sem þeir geta notað til að útbúa viðbótarverkefni ef þörf krefur. Þar sem vefir bjóða upp á mikinn sveigjanleika við útgáfu á efni eru kennarar hvattir til að hafa samband ef verkfæri vantar eða ef þeir fá góðar hugmyndir varðandi skriftarkennslu sem gætu gagnast fleirum. Ítalíuskrift – hálftengd skrift Það hefur ekki tekist að sýna fram á með rannsóknum að ein skriftargerð hafi yfirburði umfram aðra. Því er ekki farin sú leið að kynna til sögunnar nýja formgerð skriftar heldur byggja ofan á þá kunnáttu og þekkingu sem þegar er fyrir hendi innan grunnskólans. Áfram verður lögð áhersla á að kenna nemendum tengda skrift en hún hefur ýmislegt sér til ágætis umfram skrift sem er ótengd eða prentuð. Ítalíuskriftin, eins og hún er útfærð hér, fer í raun bil beggja og er hálftengd skrift, lipur skrift sem þolir töluverðan skriftarhraða án þess að tapa læsileika sínum. Hægt er að þróa mjög áferðarfallega rithönd út frá henni sé áhugi nemenda fyrir hendi og tækifæri til þjálfunar mörg. Ein rök fyrir því að kenna tengda skrift eru þau að bókstafir sem eru mjög útlitslíkir í prentskrift, t.d. p-d-b, eru nokkuð ólíkir í tengdri skrift og því ruglast nemendur síður á þeim við ritun. Önnur rök eru þau að bil á milli orða í tengdri skrift eru miklu skýrari en bil milli prentaðra orða þar sem bilið, bæði milli bókstafa og orða, getur verið of mikið. Fjöldi rannsókna styðja kennslu tengdrar skriftar í tilviki nemenda sem glíma við erfiðleika á málsviði og nemendum, sem glíma við áttunarvanda, finnst tengd skrift auðveldari og fljótlegri. Hún virðist einnig leiða til betra vöðvaminnis og ýtir því frekar undir rétta stafsetningu orða sem getur verið gagnlegt fyrir nemendur með lestrarvanda. Loks virðist tengd skrift bjóða upp á betra flæði og hraða við ritun þar sem ónauðsynlegt er að lyfta blýanti í sífellu eins og gert er við ritun með prentaðri skrift (Semeraro o.fl., 2019). Í nýju skriftarefni hefst þjálfun tengdrar skriftar á 2. þrepi (2.-3. bekkur) þegar grunnformum við stafdrátt er náð en líklegt er að hjá flestum verði það við upphaf 2. bekkjar. Með því að hefja slíka þjálfun snemma er líklegra að nemendur festist síður í ótengdri skrift og tileinki sér þá tengdu. Tengd skrift er fyrir augum nemenda í þjálfunarefni strax á 1. þrepi svo þeir venjist því að sjá hana frá upphafi.

8 Áherslur, efnisþættir og markmið Í aðalnámskrá er lögð áhersla á að nemendur læri skrift sem hluta af heildstæðu móðurmálsnámi enda er beiting hennar grunnforsenda þess að nemendur séu færir um að skrá hugsanir sínar á blað, að rita texta. Rannsóknir hafa sýnt að þrátt fyrir tilkomu stafrænnar tækni og miðla hefur hún enn mikið gildi fyrir læsisnám á fyrstu stigum sem og hagnýtt gildi í leik og starfi þegar fram í sækir. Efnisþættir skriftarkennslu eru í megindráttum þrír: Vinnubrögð: Góð vinnubrögð eru nauðsynleg til að tryggja að skrift verði læsileg, að nemandi geti komið sér upp góðri skriftarfimi og að heildaryfirbragð ritverks verði gott svo merking texta komist til skila. Læsileiki: Skrift er læsileg þegar t.d. gott samræmi er í mótun bókstafsforma, bil á milli bókstafa og milli orða innan málsgreina er hæfilegt og stafir sitja á línum. Læsileg skrift hefur ekki áhrif á lestrarhraða viðtakanda og fellur að almennum og viðteknum viðmiðum um góða handskrift. Skriftarfimi: Skriftarfimi lýsir sér í fyrirhafnarlausum, sjálfvirkum og nákvæmum stafdrætti sem gerir textasmiði fært að tjá hugsanir sínar á áreynslulausan hátt þar sem hann tekur ekki orku frá flóknari þáttum ritunarferlisins. Í töflu 1 má sjá ákvæði aðalnámskrár varðandi skrift (Menntamálaráðuneyti, 2024) en í töflu 2 má sjá hvernig þau eru útfærð í þrepin fjögur og hvernig þau skarast. Skörunin kemur til af því að nemendur ná ekki allir sömu færni á sama tíma en árangur getur meðal annars verið háður gæðum kennslu, tækifærum til þjálfunar og einstaklingsbundnum þroska nemanda. Því getur verið æskilegra að skipta efninu upp í þrep fremur en árganga þar sem það býður upp á meiri sveigjanleika fyrir nemendur. Gert er ráð fyrir að allir nemendur nái markmiðum fjórða þreps á grunnskólagöngu sinni. Tafla 1. Hæfniviðmið úr aðalsnámskrá grunnskóla er varða skrift og frágang. Í töflu 2 má sjá tvö til þrjú meginmarkmið sem leggja grunninn að áherslum í þessu námsefni og mati á skriftarfærni nemenda en þau byggja á áðurnefndum efnisþáttum skriftarkennslu. Þessi markmið geta nýst vel við gerð heildstæðrar skólanámskrár í skrift. Þau eru útfærð nánar í ítarlegri matsviðmiðum sem kennarar geta notað til að meta stöðu, framfarir og árangur nemenda, einkanlega hvað læsileika skriftar varðar. Við lok 4. bekkjar getur nemandi Við lok 7. bekkjar getur nemandi Við lok 10. bekkjar getur nemandi ▶dregið rétt til stafs og skrifað skýrt og læsilega og á lyklaborð, ▶miðlað texta í gegnum sjálfvirka og læsilega skrift og fyrirhafnarlausan innslátt á lyklaborð; gengið frá texta samkvæmt fyrirmælum, ▶vald á ólíkum leiðum til að miðla rituðu máli og valið þá leið sem hentar tilgangi og lesendum.

9 Tafla 2. Áherslur, efnisþættir og námsmarkmið í skrift. Áherslur og viðfangsefni á þrepi 1 Í Skrift 1a og Skrift 1b er stuðst við sömu röð í kennslu bókstafa og í Lestrarlandinu sem Miðstöð menntunar og skólaþjónustu gefur út. Lögð er áhersla á að skriftarkennsla og þjálfun sé ríkur þáttur í stafainnlögn og fái þar mikið svigrúm. Flestir nemendur geta auðveldlega lært að þekkja útlit og hljóð tveggja bókstafa á viku þannig að þeir geti lesið þá og notað í einföld orð en öðru máli gegnir um það að skrifa stafina. Til þess þurfa nemendur meiri leiðsögn, þjálfun, upprifjun og eftirfylgni. Stafainnlögn ætti ekki að teljast lokið fyrr en nemendur þekkja útlit allra bókstafa, hljóð þeirra og geta dregið þá rétt til stafs á sjálfvirkan og nákvæman hátt. Þá eru þeir komnir með forsendur til að geta umskráð (lesið) og skráð (ritað) á árangursríkan hátt. Á meðan allir nemendur hafa hag af því að þjálfa skrift og ritun til jafns við lestur kann þessi nálgun að vera sérlega mikilvæg fyrir nemendur þar sem grunur leikur á að lestrarvandi sé til staðar. Þessir nemendur eiga oft í töluverðum erfiðleikum með að ná tökum á tengslum bókstafstákna við hljóð og þar af leiðandi hljóðtengingu og hljóðgreiningu. Í skriftarefninu eru viðbótarverkefni sem styrkja hljóðkerfis- og Efnisþættir Þrep 1 1. - 2. bekkur Þrep 2 2. - 3. bekkur Þrep 3 3. - 4. bekkur Þrep 4 5. bekkur og eldri Ítalíuskrift Ótengd skrift Þjálfun tengdrar skriftar hefst Þjálfun tengdrar skriftar Þjálfun tengdrar skriftar Markmið: Að nemandi Vinnubrögð læri góð vinnubrögð við skriflega vinnu. temji sér góð vinnubrögð við alla skriflega vinnu. Læsileiki ▶dragi rétt til stafs og læri að nýta sér þau atriði sem liggja til grundvallar læsilegri skrift. ▶beiti réttum stafdrætti, tileinki sér réttar tengingar við ritun tengdrar skriftar og nýti sér önnur atriði sem liggja til grundvallar læsilegri skrift svo merking texta komist til skila. ▶nýti sér öll atriði sem liggja til grundvallar þess að þróa með sér persónulega og læsilega rithönd þannig að merking texta komist til skila. Skriftarfimi ▶öðlist öryggi við réttan stafdrátt þar sem hann er grunnurinn að sjálfvirkri og fyrirhafnarlausri skrift. ▶geti ritað alla bók- og tölustafi á sjálfvirkan og fyrirhafnarlausan hátt og öðlist þannig skriftarhraða sem nýtist til miðlunar í gegnum ritun. ▶búi yfir góðri skriftarfimi sem nýtist til miðlunar í gegnum ritun og tekur ekki orku frá öðrum mikilvægum þáttum hennar.

10 hljóðavitund nemenda sem er góð viðbót fyrir þá sem þurfa að efla þessa grunnfærni. Með því að auka þátt þjálfunar, fjölga viðfangsefnum í skriftarkennslunni og tengja þau betur við lestrarnám byrjenda, tekst vonandi að treysta vel undirstöður bæði lesturs og ritunar fyrir langflesta nemendur. Í upphafi er lögð áhersla á að nemendur vinni eingöngu með ritun orða sem innihalda bókstafi sem búið er að leggja inn hverju sinni og rifji stafdrátt þeirra jafnt og þétt upp í gegnum ritun einfaldra, algengra orða þar sem ritháttur og framburður fara vel saman. Á síðari stigum skriftarnámsins fá nemendur kynningu á flóknari orðum þar sem misræmi á milli ritháttar og framburðar er meira og einnig er unnið með einfaldar réttritunarreglur samhliða skriftarþjálfuninni. Gert er ráð fyrir því að kennsla og þjálfun í ritun tölustafa sé hluti af viðfangsefni nemenda á fyrsta þrepinu. Þjálfunarefni fyrir ritun tölustafa er gefið út í sérstöku hefti þar sem ritun ýmiss konar stærðfræðitákna fær einnig svigrúm en slík þjálfun getur reynst sumum nemendum nauðsynleg. Það er ekkert sem kemur í veg fyrir það að ritun tölustafa og merkja fái rými innan stærðfræðikennslunnar enda e.t.v. hægt að tengja slíka vinnu með merkingarbærari hætti við viðfangsefni hennar en íslenskunnar. Skólar sem fylgja annarri röð við innlögn á bókstöfum geta sótt skriftarbækurnar á rafrænu formi á Skriftarvefinn eða við leit í námsefni á mms.is, heimasíðu Miðstöðvar menntunar og skólaþjónustu. Hægt er að hlaða rafbókum niður sem pdf skjali og prenta út. Þeir eru því ekki bundnir af því að fylgja stafainnlögninni sem stuðst er við í Lestrarlandinu. Áherslur og viðfangsefni á þrepi 2 Eins og sjá má í töflu 2 hér að framan eru megináherslurnar á þrepi tvö þær að nemendur beiti réttum stafdrætti og tileinki sér réttar tengingar við ritun hálftengdrar ítalíuskriftar. Þetta tvennt leggur grunninn að skriftarfimi en bæði stafdráttur og tengingar þurfa að vera nákvæmar, sjálfvirkar og öruggar til að nemandi geti smám saman, með góðri þjálfun, öðlast þann skriftarhraða sem nýtist honum við miðlun eigin texta. Í Skrift 2a er lögð áhersla á að rifja upp stafdrátt allra bókstafa í gegnum stafafjölskyldur. Bókstafirnir eru flokkaðir í fjölskyldurnar út frá sameiginlegu grunnformi og eru þær alls fimm. Eftir upprifjun á grunnformum eru tengingarnar lagaðar inn. Skriftarkennarar þurfa að gefa sér góðan tíma við innlögn þeirra og nýta sér stigskiptan stuðning (ég geri – við gerum – þið gerið) í vinnu með nemendum. Gert er ráð fyrir að nemendaefnið, Skrift 2a og 2b, innihaldi næg tækifæri til þjálfunar en kennarar ættu þó að vera undir það búnir að þurfa að þjálfa betur einstakar tengingar með hluta nemendahópsins. Þeir gætu því þurft að útbúa aukaæfingar en þar getur Skriftarsmiðjan komið að góðum notum. Með henni er hægt að útbúa fleiri verkefni sem hægt er að aðlaga að þörfum hvers nemanda þar til hann hefur náð góðum tökum á stafdrætti og tengingum.

11 Samhliða kennslu og þjálfun í skrift er tækifærið notað hér til að samþætta skrift og stafsetningu með því að kynna fyrir nemendum einfaldar réttritunarreglur í gegnum ritun orða í merkingarbærum texta. Þetta á einkum við um orð þar sem framburður og ritháttur fara ekki saman. Valin hafa verið orð sem eru mjög algeng í málinu og mikilvægt að nemendur fái tilsögn og þjálfun í að skrifa þau rétt eins snemma og kostur er. Ekki er ætlast til þess að nemendur leggi stafsetningarreglurnar á minnið heldur er tilgangurinn sá að vekja athygli þeirra á réttum rithætti og koma í veg fyrir að þeir festist í röngum sem getur tekið tíma að vinda ofan af. Stafsetningarreglurnar sem um ræðir eru: ◾ Að byrja á hástaf á eftir punkti, spurningarmerki og upphrópunarmerki. ◾ Ritun spurnarorða sem byrja á hv- þar sem kv- heyrist í framburði. ◾ Ritun algengra orða sem innihalda y-ý-ey. ◾ Töluorð og raðtölur. Áherslur og viðfangsefni á þrepi 3 og 4 Gert er ráð fyrir að nemendur hafi öðlast öryggi við réttan stafdrátt og búið sé að leggja góðan grunn að hálftengdri ítalíuskrift þegar þeir hafa lokið við Skrift 1 og 2. Í Skrift 3 eru tengingar rifjaðar upp og hlutfall bókstafa þjálfað með fækkun hjálparlína og minna línubili með áherslu á að formgerð skriftar haldi sér. Eins og í Skrift 2 eru einföld réttritunaratriði þjálfuð samhliða skriftinni og boðið upp á ritunarverkefni þar sem lögð er áhersla á læsilega skrift, réttritun og rétta greinarmerkjanotkun. Loks er lögð áhersla á að kynna fyrir nemendum æfingar þar sem skriftarfimin er í forgrunni en hún, ásamt læsileika skriftar, er meginviðfangsefnið í Skrift 4.

12 Gildi skriftar fyrir lestrar- og ritunarnám Lestur og ritun eru hvort sín hliðin á ritmálspeningnum og gagnvirk tengsl eru á milli lestrar- og ritunarhæfni nemenda. Við ritun á texta reiðir textasmiður sig á margs konar kunnáttu og hæfni eins og líst er svo skilmerkilega með ritunarreipinu (Sedita, 2023) og er skriftin talin einn af grunnþáttum góðrar ritunarhæfni. Mynd 1. Ritunarreipið: Þræðir góðrar ritunarhæfni. Án góðrar og sjálfvirkrar skriftarkunnáttu er erfitt að skrá nokkuð niður og þrátt fyrir að hægt sé að leysa hana að einhverju leyti af hólmi með notkun lyklaborðs eða talgervils sýna eldri og nýrri rannsóknir að hún er einkar gagnleg í lestrarkennslu byrjenda eins og áður hefur verið komið inn á. Gildi skriftar fyrir lestrarnám James og Engelhardt sýndu (2012) fram á að börn sem handskrifa virkja sömu svæði í heila og eru virk við lestur og ritun. Það átti ekki við um börn sem voru látin skrifa á lyklaborð og því virðist leiðin að nákvæmri bókstafsþekkingu vera greiðari í gegnum skrift en með notkun lyklaborðs. Berninger (2012) sýndi fram á að ritun bókstafa með skriffæri styrkti skynjun nemenda á formi þeirra sem hefur jákvæð áhrif bæði á lestur og stafsetningu. Þannig er stafdrátturinn mikilvæg færni sem hjálpar til við skynjun á © C. J. Sedita 2019 – þýtt með leyfi höfundar

13 ólíkum bókstafsformum (Kiefer o.fl., 2015; Vinci-Booher og James, 2020) og greiðir fyrir myndun tengsla á milli bókstafs, hljóðs og orða. Mayer og fleiri (2020) komust að hinu sama að því viðbættu að skriftarþjálfun bætti einnig rýmisgreind nemenda. Niðurstöður yfirlitsrannsóknar Rays og samstarfsfólks hennar (2022) leiddu í ljós að áhersla á skriftarfimi (sjálfvirkni) gæti t.d. haft áhrif á grunnfærni í lestri eins og endurþekkingu bókstafsheita/hljóða og það að setja saman texta. Rúsínan í pylsuendanum er svo sú að börn sem hafa náð góðum tökum á umskráningu og skrift eru fljótari að ná tökum á lyklaborði en önnur. Þessar niðurstöður sýna fram á gildi skriftarkennslu fyrir lestrarnám en gefa okkur einnig vísbendingar um það að skynsamlegt getur verið að bíða með þjálfun í notkun lyklaborðs þar til börn hafa náð góðum tökum á skrift (Stevenson og Just, 2012). Einnig má hafa í huga að það er tilgangslítið að kenna börnum á lyklaborð fyrr en þau hafa raunverulega þörf fyrir kunnáttuna og geta beitt henni á merkingarbær viðfangsefni í námi. Gildi skriftar fyrir ritunarnám Ritun er nokkuð flóknari aðgerð en lestur þar sem það er meira krefjandi að fara frá málhljóði yfir í rittákn (ritun) en frá rittákni í málhljóð (lestur). Við lestur eru margar sjónrænar vísbendingar til staðar sem lesarinn getur nýtt sér við umskráninguna (s.s. lengd orðs, samhengi, fyrsta og síðasta hljóð orðsins og jafnvel mynd) en við ritun getur nemandinn einungis nýtt sér hljóðræna mynd orðs til að stafsetja það og skrá niður. Í stuttu máli sagt er auðveldara að bera kennsl á orð en að muna frá upphafi til enda hvernig það er skrifað. Við þekkjum það svo flest að við lesum miklu meira en við skrifum og því fáum við snemma miklu meiri þjálfun í að lesa orð en skrifa þau (Winkes, 2014). Þetta ýtir undir mikilvægi þess að þjálfa lestur og ritun jöfnum höndum við upphaf lestrarnáms. Eins og áður hefur verið vikið að hefur góð skriftarkennsla og þjálfun mikið vægi við upphaf lestrarnáms en áhrifin vara þó lengur en fyrstu árin í grunnskóla. Það er mikilvægt að nemendur fái tækifæri til að ná góðum tökum á læsilegri skrift og verða skriftarfimir, jafnvel þó að á miðstig grunnskólans sé komið. Markmiðið er alltaf það að skriftin verði læsileg og sjálfvirk þannig að hún nýtist til miðlunar. Ef hún er hins vegar fyrirhafnarmikil og þarf mikið svigrúm í vinnsluminni nemandans getur hún reynst dragbítur á mótun texta í huganum þar sem flæðið í hugsun og texta rofnar. Erfiðleikar við skrift geta einnig leitt til þess að nemandinn er ekki fær um að nálgast textagerðina á skipulegan hátt (Limpo og Alves, 2018). Hæg og fyrirhafnarmikil skrift, sem reynir á líkama og vinnsluminni, slök skriftarkennsla og skortur á hvatningu í umhverfi getur því breytt textagerð í erfiða, fyrirhafnarmikla og jafnvel sársaukafulla aðgerð og jafnframt leitt til neikvæðs viðhorfs til ritunar og tiltrúar nemanda á eigin ritunargetu (Santangelo og Graham, 2016; Alves o.fl., 2019). Ólæsilegur texti getur svo haft áhrif á viðhorf kennara til gæða og úrvinnslu hugmynda í texta sem og almennrar ritfærni nemanda þar sem merking textans kemst ekki almennilega til skila (Graham o.fl., 2011). Það er því ekki að ástæðulausu að skriftin er einn af lykilþráðum góðrar ritunarhæfni sem enn þarf að huga vel að í íslenskukennslu, sérstaklega á yngsta og miðstigi.

14 Áhrif góðrar skriftarfærni gætir enn víðar. Þegar hefur verið fjallað um gildi hennar fyrir nám í lestri og ritun en áhrif hennar virðast jafnframt ná til aukinnar færni í stafsetningu. Nemendur sem búa yfir aldurssvarandi skriftarfærni eru líklegri til að ljúka skriflegum verkefnum sem þeim hefur verið sett fyrir og magn og gæði texta eru einnig meiri (Graham, 2010). Rannsóknir Grahams sýna svo jafnframt að skriftarfimi nemenda heldur áfram að aukast að minnsta kosti upp í 9. bekk og jafnvel lengur. Nýlegar rannsóknir á nemendum, sem hafa haft aðgang að stafrænni tækni frá upphafi formlegrar skólagöngu, leiða í ljós að þeir lærðu námsefnið betur og með árangursríkari hætti með því að glósa með skriffæri fremur en á tölvu. Ástæðan fyrir þessu er líklega sú að tímafrekara er að handskrifa glósur og til að geta haldið í við kennarann þurfa nemendur að ígrunda og draga efnið saman áður en þeir glósa, eitthvað sem fingrafimir nemendur gera ekki við glósutöku á lyklaborð (Mueller og Oppenheimer, 2014). Eins og þessar rannsóknir sýna fram á er skriftarkennslan mikilvægur þáttur í skólagöngu barna og eflir margs konar færni sem nýtist þeim í námi. Góð færni í notkun lyklaborðs og ritun Eins og fram kemur í ritunarreipinu eru blýanturinn og lyklaborðið leiðir til að miðla texta og í raun eru áhrif góðrar skriftarfimi á ritun texta þau sömu og áhrif góðrar færni í notkun lyklaborðs þegar nemendur hafa náð góðum tökum á lestri. Í aðalnámskrá grunnskóla eru hæfniviðmið sem kveða á um færni nemenda að geta beitt réttri fingrasetningu á lyklaborð (Menntamálaráðuneytið, 2013; 2024). Þetta er mikilvæg færni sem skólar ættu að leggja áherslu á að kenna og þjálfa þar sem þáttur ritunar verður sífellt stærri í námi eftir því sem nemendur eldast og færast upp á efri skólastig. Kennsla og þjálfun í notkun lyklaborðs þarf því að fá svigrúm í stundatöflu, alveg eins og skriftin, og þá gætu fagurfræðilegar áherslur í skriftarkennslu þurft að víkja en áherslan á læsileika og fimi skriftar þurft að vera í forgrunni.

15 Efnisþættir í kennslu og mati á skrift Góð leið til að fjalla um eðli og inntak efnisþátta í skriftarkennslu er að skoða hvaða atriði liggja til grundvallar mati á þáttunum. Í þessum kafla verður fjallað ítarlegar um hvern þátt fyrir sig út frá matsviðmiðum sem ætti að gefa kennurum skýra mynd af því sem taka þarf fyrir í kennslu og þjálfun nemenda í skrift. Eins og áður segir eru efnisþættir kennslunnar vinnubrögð, læsileiki skriftar og skriftarfimi. Vinnubrögð Góð vinnubrögð eru nauðsynleg til að tryggja að skrift verði læsileg, að nemandi geti komið sér upp góðri skriftarfimi og að heildaryfirbragð ritverks verði gott svo merking texta komist til skila. Til dæmis skiptir líkamsstaða og rétt grip sköpum fyrir skriftarfimina og val á skriffæri og notkun á strokleðri sömuleiðis fyrir læsileika skriftarinnar. Þar sem erfitt er að meta stöðu vinnubragða hjá nemendum við formlegt mat er gert ráð fyrir að lögð sé áhersla á að góð vinnubrögð séu viðhöfð við alla skriflega vinnu, í öllum námsgreinum. Í töflu 3 má sjá yfirlit yfir viðmið sem falla undir góð vinnubrögð við skrift. Gert er ráð fyrir því að þau séu þau sömu fyrir öll þrep en kröfur þurfa að vera í samræmi við aldur og þroska nemenda hverju sinni. Eins og áður segir er ekki gert ráð fyrir því að vinnubrögð séu nauðsynlega hluti af námsmati í skrift heldur að nemendur séu sífellt minntir á nýta sér góð vinnubrögð þegar skrifað er. Tafla 3. Matsviðmið vegna vinnubragða í skrift. Þrep 1-4 1 Líkamsstaða nemanda við skrift er góð. 2 Grip nemanda á skriffæri er rétt. 3 Nemandi styður við blaðið/bókina og halli blaðs/bókar er þægilegur. 4 Skriffæri nemanda er í góðu ástandi. 5 Nemandi notar strokleður við leiðréttingar. 6 Nemandi nýtir sér slökunaræfingar eftir þörfum. 7 Uppsetning og frágangur er í samræmi við fyrirmæli kennara/námskrá skóla.

16 1. Rétt líkamsstaða við skrift Við skriftarþjálfun þarf að huga vel að líkamsstöðu nemanda og að vel fari um hann. Borð og stóll eiga að vera í þeirri hæð að nemandinn geti haft iljar á gólfi og geti hvílt olnbogana á borðplötunni án þess sveigja sé á baki eða hálsi. Í skriftarþjálfun er ekki hægt að bjóða nemendum upp á val á vinnuaðstöðu þar sem rétt líkamsstaða styður við hreyfanleika handarinnar og kemur í veg fyrir að nemandinn þreytist. 2. Rétt grip um skriffæri Börn byrja snemma að handleika ýmiss konar verkfæri sem þau nota til að tjá sig á blað eða annan efnivið og þar er lagður grunnur að því gripi um skriffæri sem þau nota sér síðar meir. Oft getur verið erfitt að hafa stjórn á því hvernig ung börn beita litum eða skriffærum en þó þarf að huga snemma að því að þau tileinki sér rétt grip. Rangt grip getur valdið því að þau þreytist og hafi þess vegna lítið úthald til að teikna og, síðar meir, að skrifa. Það getur því verið mikilvægt að huga að því að barn temji sér gott grip á seinni hluta leikskólagöngunnar. Með góðu gripi næst hámarks hreyfigeta fingra og úlnliðs, það dregur úr líkum á þreytu sem getur valdið óþægilegum skrifkrampa og veitir jafnframt bestu stjórnina á skriffærinu. Grip er aðeins vandamál ef það hefur áhrif á læsileika, skriftarhraða eða ef það veldur þreytu og óþægindum. Mynd 2. Æskilegt grip fyrir örv- og rétthenta. Ýmiss konar hjálpartæki geta leiðrétt og hjálpað nemendum að ná tökum á góðu gripi þannig að þeir þreytist ekki og að þrýstingur á skriftarflötinn verði hvorki of mikill né of lítill. Hægri handar grip. Vinstri handar grip. Hér er gripið örlítið ofar á skriffærinu.

17 3. Réttur halli á blaði Réttur halli á blaði hjálpar nemandanum að fylgjast með því sem hann skrifar og auðveldar skriftarhendinni að hreyfast þvert yfir blaðið. Halli blaðs á að vera sá sami og á skriftarhendinni en lausa höndin á að styðja við blaðið. Þannig á blaðið að halla aðeins til vinstri hjá rétthentum en til hægri hjá örvhentum. 4. Ástand skriffæra Vanda þarf valið á skriffærum sem notuð eru í skriftarkennslunni og hafa þarf í huga að sams konar skriffæri henta ekki endilega fyrir alla byrjendur í skrift. Huga þarf að lengd, lögun, þyngd og ummáli blýants og svo verður blýið að vera nógu mjúkt til að afraksturinn af vinnunni sjáist greinilega og vel. Nota þarf nógu langan blýant þannig að hann liggi vel yfir handargrófina og þrístrendir blýantar henta vel til að kenna gott grip því þannig snertir einn fingur hverja hlið blýantsins og gripið kemur nokkuð af sjálfu sér. Skriffæri nemenda þurfa ávallt að vera í góðu ástandi þannig að þau trufli ekki læsileika skriftar, flæði hennar né hafi áhrif á úthald nemandans. 5. Leiðréttingar Kröfur um leiðréttingar þurfa að taka mið af aldri nemenda og því hversu langt þeir eru á veg komnir í skriftarnámi sínu. Hjá ungum nemendum, sem eru rétt að ná tökum á stafdrætti, getur verið gott að láta þá einungis stroka út ef stafaformin eru ekki rétt eða ef bókstafirnir eru ekki rétt staðsettir með hliðsjón af hjálparlínum. Þetta kemur í veg fyrir að verkefnið verði ósnyrtilegt og ólæsilegt. Hjá eldri nemendum er hægt að gera meiri kröfur um leiðréttingar en þol nemenda fyrir þeim getur verið mismikið. Þar sem kennari þekkir nemendur sína best er það hans að meta hversu langt hann getur gengið í kröfum um leiðréttingar svo nemandi gefist ekki upp eða missi áhugann á viðfangsefninu. Gott og vandað strokleður er svo nauðsynlegt fyrir nemendur á öllum aldri. 6. Slökunaræfingar Þar sem skriftarþjálfun getur reynt bæði á líkama og sál getur verið gott að kenna nemendum einfaldar slökunaræfingar sem þeir geta gripið til ef þeir verða líkamlega þreyttir eða úthaldið er farið að minnka. Hafa þarf þó í huga að þjálfunarlotur mega aldrei vera svo langar að nemendur þurfi að grípa oft til slíkra æfinga. 7. Uppsetning og frágangur Góð uppsetning og snyrtilegur frágangur ýta undir læsileika texta og eru virðingarvottur við lesendur textans. Kröfur um hvort tveggja þurfa að taka mið af áherslum í skriftarkennslunni hverju sinni og þegar nægilegri færni er náð við stafdrátt geta kennarar farið að leggja meiri áherslu á þessi atriði. Það getur skipt nemendur verulegu máli að innan skólans séu samræmdar kröfur um skil á skriflegum verkefnum, hvort heldur sem þau eru handskrifuð eða unnin í ritvinnsluforriti. Skýrar og samræmdar kröfur leiða til betri nýtingar á tíma nemenda og aukins svigrúms til að sinna öðrum þáttum í námi.

18 Læsileiki skriftar Matsviðmið vegna læsileika skriftar eru eðli málsins samkvæmt fleiri þar sem hann er meginviðfangsefni skriftarnámsins. Í töflunni hér fyrir neðan má sjá þær áherslur, eða viðmið, sem liggja til grundvallar kennslu og mati á hverju þrepi fyrir sig. Viðmiðin endurspegla stígandi í færni þar sem flóknari atriði taka við af þeim einfaldari. Þau birtast einnig í þjálfunarefni nemenda í formi áminninga og svo eru þau einnig útfærð sem leiðsagnarmat fyrir kennara og sjálfsmat fyrir nemendur. Öll gögn varðandi leiðsagnar- og sjálfsmatið er að finna á Skriftarvefnum ásamt upplýsingum um notkun. Tafla 4. Matsviðmið vegna læsileika skriftar. Hér á eftir fara skýringar á inntaki viðmiðanna svo kennarar geti betur áttað sig á því hvað leggja þarf áherslu á í skriftarkennslu og skriftarnámi. Þessi viðmið eru einnig grunnurinn að mati á skrift en nánar er fjallað um mat á skrift síðar í handbókinni og á Skriftarvefnum. Þrep 1 1. - 2. bekkur Þrep 2 2. - 3. bekkur Þrep 3 3. - 4. bekkur Þrep 4 5. bekkur og eldri 1 Nemandinn notar þá formgerð skriftar sem honum hefur verið kennd. 2 Stafdráttur nemanda við ritun allra bókstafa/tölustafa er réttur. 3 Nemandi notar hjálparlínur rétt og af nákvæmni. 4 Nemandi setur brodd, depil og tvídepil á réttan stað yfir stöfum og broddur snýr rétt. 5 Nemandi hefur hæfilegt bil milli orða innan málsgreinar. 6 Nemandi tengir rétt milli bókstafa þar sem það á við. 7 Nemandi skrifar spurninga- og upphrópunarmerki rétt 8 Samræmi er í stærð bókstafa sem ná frá grunnlínu að miðlínu (a-á-c-e-é-i-í-m-n-o-ó-r-s-u-ú-v-w-æ-ö-z) þegar ekki er stuðst við hjálparlínur. 9 Undirleggir eru í hæfilegri lengd og samræmi í ritun undirleggja er gott (f-g-j-p-q-y-ý-þ) þegar ekki er stuðst við hjálparlínur. 10 Yfirleggir eru í réttri hæð og samræmi í ritun yfirleggja er gott (b-d-ð-f-k-l-þ) þegar ekki er stuðst við hjálparlínur. 11 Nemandi ritar helstu greinarmerki rétt s.s. punkta, kommur, upphrópunarmerki, spurningarmerki, tvípunkt og gæsalappir. 12 Samræmi í stærðarhlutfalli bókstafa er gott þegar ekki er stuðst við hjálparlínur. 13 Samræmi í halla skriftar er gott.

19 1. Rétt formgerð skriftar Til þess að skrift verði læsileg þarf formgerð hennar að halda sér. Stöðugleiki hvað hana varðar skiptir máli fyrir flæði og fimi við skrift þar sem hún byggir á skýrt mótuðum grunnformum sem hafa sterkt innbyrðis samræmi. Gott samræmi í stafagerð er forsenda læsileika og mikilvægt að nemendur þrói ekki handahófskenndan stafdrátt og form sem þeir lærðu mjög ungir, annaðhvort heima eða í leikskóla. 2. Réttur stafdráttur Eins og áður hefur komið fram hefur skriftarnám töluverða þýðingu fyrir börn sem eru að ná tökum á lestri. Rannsóknir sýna að öryggi við stafdrátt, eða það að kunna að draga stafinn alveg rétt, skiptir miklu máli. Börn með undirliggjandi lestrarvanda eiga oft erfitt með að festa í minni bókstafstákn og viðeigandi hljóð. Hjá þessum börnum getur góð og vönduð skriftarkennsla skipt sköpum þar sem hvert barn fær tíma til að þjálfa bókstafsformin þar til fullkominni sjálfvirkni er náð. Þess vegna er það mikilvægt að lögð sé áhersla á að hver stafur sé alltaf dreginn með sama hætti og að tækifæri til þjálfunar séu næg. Í ítalskri skrift er lögð áhersla á að stafdráttur hefjist alltaf uppi (með örfáum undantekningum) sem m.a. er forsenda þess að hægt sé að tengja hana og ná þannig fram aukinni fimi við skrift. 3. Hjálparlínur Hjálparlínur eru nauðsynlegar til að kenna rétt hlutföll bókstafanna s.s. hæð þeirra, muninn á hástöfum og lágstöfum og lengd undirleggja og yfirleggja út frá grunnlínu. Túlkun á þessu matsviðmiði er ekki alltaf sú sama þar sem eðli og fjöldi hjálparlína breytist eftir því sem skriftarnáminu vindur fram. Þegar metið er samkvæmt þessu viðmiði þurfa kennarar að hafa þær kröfur í huga sem þeir gera hverju sinni út frá matsverkefninu (fjórar hjálparlínur eða ein?) og veita umsögn í samræmi við þær. 4. Broddur, depill og tvídepill Það er löng hefð fyrir því að tala um að setja punkt, tvípunkt eða kommu yfir viðeigandi stafi en punktar og kommur eru í raun og veru greinarmerki sem hafa þann tilgang að stýra lestri svo merking texta komist rétt til skila. Því er réttara að tala um brodd, depil og tvídepil (ö) en þessi merki hafa áhrif á hljóð bókstafanna og mikilvægt að nemandinn læri strax að staðsetja þau rétt. 5. Bil milli orða innan málgreinar (og bil milli bókstafa innan orða) Í Skrift 1a og Skrift 1b eru nemendur studdir með hjálparpunktum sem aðstoða þá við að staðsetja upphaf orða og málsgreina rétt enda ekki farnir að tengja skrift sína ennþá. Á þrepi tvö er punktunum fækkað og þá þarf að minna nemendur á að hafa hæfilegt bil á milli bókstafa innan orða. Einn kostur tengdrar skriftar er þó sá að bil bókstafa innan orða kemur meira af sjálfu en þegar ótengd skrift eða prentskrift er notuð. Það er því ekkert viðmið á þrepi tvö sem snýr að hæfilegu bili milli bókstafa innan orða en vera má að í einhverjum tilvikum sé nauðsynlegt að minna nemendur á að huga að þessu.

20 6. Tengingar Tengd skrift hefur ýmsa kosti umfram prentaða skrift og hafa margar þjóðir farið þá leið að kenna hana frá upphafi skólagöngu. Í þessu námsefni er lögð rík áhersla á að nemendur nái góðum tökum á grunnatriðum rétts stafdrátts en fari að tengja strax á þrepi 2. Allur undirbúningur í 1. bekk, eða á þrepi 1, þarf að miða að því að nemendur öðlist fullt öryggi við réttan stafdrátt og geti notað orku sína til að læra að tengja á þrepi 2. Í Skrift 2 er lögð áhersla á að hver tenging sé þjálfuð mjög vel enda mikilvægt að taka af allan vafa um það hvernig tengt er í og úr öllum bókstöfum. Ítarlegt yfirlit um tengingar er að finna í kennsluleiðbeiningunum fyrir þrep 2. Innlögn þarf að vera mjög góð, endurtekin og tækifæri til þjálfunar mörg. Hafi nemendur þörf fyrir að þjálfa einstaka tengingar betur geta kennarar nýtt sér Skriftarsmiðjuna sem er á Skriftarvefnum (og á námsgagnavef MMS) til að útbúa verkefni. 7. Greinarmerki: Spurningar- og upphrópunarmerki Nemendur hafa snemma þörf fyrir að nota spurningar- og upphrópunarmerki í frjálsri ritun og því eru þetta fyrstu greinarmerkin sem lögð er áhersla á að kenna þeim. Eins og í tilviki punkts í lok málsgreinar þarf að kenna nemendum að á eftir spurningarmerki eða upphrópunarmerki kemur stór stafur. 8-10. Hlutföll bókstafa Í viðmiðum 8-10 og 12 (sjá töflu 4) birtist ákveðin stígandi varðandi stærðarhlutfall bókstafa. Í skriftarþjálfuninni er gert ráð fyrir stigminnkandi stuðningi þar sem hjálparlínum er fækkað í þjálfun og námsmati eftir því sem nemandinn verður færari að skrifa. Með aukinni þjálfun má gera ráð fyrir að heildaryfirbragð skriftarinnar verði sífellt jafnara eftir því sem nemendur ná betri tökum á innbyrðis stærðarhlutfalli skriftarinnar. Fyrir vikið verður hún áferðarfallegri og læsilegri. 11. Ritun annarra greinarmerkja Í 3. og 4. bekk eru margir nemendur farnir að spreyta sig á ritun samtala í frjálsri ritun og sumir farnir að reyna sig við greinarmerkjasetningu beinnar ræðu sem er kennd á þrepi 3. Þar er einnig gert ráð fyrir að nemendum sé kennt að skrifa kommur og nota þær, t.d. í einfaldri upptalningu. 12. Hlutfall bókstafa – enginn stuðningur af hjálparlínum Í námsefninu er smám saman dregið úr notkun hjálparlína eftir því sem nemendur verða færari í skrift. Á þrepi 4 er gert ráð fyrir því að innbyrðis hlutfall bókstafanna verði orðið nokkuð gott og að nemendur geti skrifað læsilega skrift án hjálparlína. 13. Samræmi í halla skriftar Samræmdur halli á skrift eykur til muna læsileika og áferðarfegurð skriftarinnar. Æskilegur skriftarhalli er sá sami hjá rétthentum og örvhentum og gert ráð fyrir að ítölsk skrift halli til hægri. Bæði líkamsstaða og halli á bók eða blaði hefur áhrif á halla skriftar og því þarf að huga að þessu þegar ná á fram réttum halla á skrift.

21 Í tilviki örvhentra nemenda er gert ráð fyrir að blaðið halli 30-45° til hægri en 20-45° til vinstri í tilviki rétthentra Positioning the paper correctly for handwriting, (án dags.). Þetta er þó ekki algilt og mikilvægt að finna skriftarstöðu sem er þægileg, þreytir ekki og leiðir til samræmds halla skriftar. Skriftarfimi Nemandi sem getur dregið fyrirhafnarlaust, rétt og nákvæmlega til stafs, telst búa yfir góðri skriftarfimi. Grunnurinn að henni birtist í viðmiðum sem falla undir bæði vinnubrögð og læsileika; huga þarf vel að því að gefa nemendum gott svigrúm til að tileinka sér færnina sem birtist í þeim. Á þrepum 3 og 4 er gert ráð fyrir því að nemandi öðlist smám saman aukinn skriftarhraða þar sem öryggi við stafdrátt ætti að vera komið og á þrepi 4 er gert ráð fyrir að skriftin sé orðin nægilega sjálfvirk og nákvæm þannig að hún taki ekki orku frá öðrum mikilvægum þáttum ritunar. Taflan endurspeglar því ekki eiginleg viðmið heldur er lýsing á þeirri stígandi sem þarf að eiga sér stað frá upphafi og þar til skriftin er orðin læsileg og sjálfvirk. Tafla 5. Lýsing á þróun skriftarfimi. Á Íslandi hefur ekki skapast hefð fyrir því að meta skriftarfimi nemenda og áherslan verið fremur á að meta heildaryfirbragð og læsileika skriftarinnar. Það er heldur ekki alveg ljóst hvers konar upplýsingum það skilar að meta skriftarhraða nemenda þar sem það er alla jafna auðvelt fyrir kennara að fylgjast með því hvort skortur á skriftarfimi komi niður á ritverki nemenda (læsileiki og magn texta) og hindri nemendur í að leysa skrifleg verkefni. Í tilviki nemenda sem eiga í skriftarvanda getur þó verið gagnlegt að meta skriftarfimi þeirra fyrir og eftir íhlutun til að kanna árangur af henni. Á Skriftarvefnum má finna nokkrar aðferðir til að meta framför í skriftarfimi nemenda. Þar er ekki stuðst við viðmið sem byggja á samanburði við frammistöðu jafnaldra heldur eru niðurstöður fyrri og seinni mælingar bornar saman til að kanna framför hjá nemanda. Þrep 1 1. - 2. bekkur Þrep 2 og 3 2. - 4. bekkur Þrep 4 5. bekkur og eldri Markmið: Að nemandi ▶öðlist öryggi við réttan stafdrátt þar sem hann er grunnurinn að sjálfvirkri og fyrirhafnarlausri skrift. ▶geti ritað alla bók- og tölustafi á sjálfvirkan og fyrirhafnarlausan hátt og öðlist þannig skriftarhraða sem nýtist til miðlunar í gegnum ritun. ▶búi yfir góðri skriftarfimi sem nýtist til miðlunar í gegnum ritun og tekur ekki orku frá öðrum mikilvægum þáttum hennar.

22 Skriftarkennslan Góð skriftarfærni er einn af mörgum og mikilvægum þráðum góðrar ritunarhæfni og eins og áður hefur verið komið inn á er skriftarnám mikilvægur þáttur þegar verið er að kenna börnum undirstöðuatriði í lestri. Skriftarkennsla þarf því að fá verðskuldað svigrúm innan stundatöflu þar sem innlögn er vönduð, tækifærin til þjálfunar mörg og endurgjöf og stuðningur veittur í gegnum reglubundna eftirfylgni. Gildi krotæfinga og sporunar Í skriftarkennslu byrjenda getur verið gott að gera fjölbreyttar þjálfunaræfingar sem þjálfa grófhreyfingar, fínhreyfingar, skriftarhreyfingar og samhæfingu augna og handa. Þetta geta verið æfingar eins og að spora á borð, skrifa á töflu, spora í sand, leira, spora ofan í línur og ýmiss konar krotæfingar. Slíkar þjálfunaræfingar geta verið gagnlegar til að treysta undirstöður handstjórnar og líkamsbeitingar en samkvæmt Santangelo og Graham (2016) kemur þessi undirbúningur ekki í staðinn fyrir skriftarþjálfunina þar sem viðfangsefnið er t.d. réttur stafdráttur og tengingar. Krotæfingar hafa þann tilgang að þjálfa handstjórn og æfa þá vöðva sem notaðir eru þegar skrifað er. Í krotæfingum getur ýmist falist að krota frjálst, t.d. með því að teikna hár á tröllkarl, að fylgja mynstri og halda áfram með það eða æfa sig að gera krákustíga. Punktablöð, rúðustrikuð blöð og línustrikuð blöð er hægt að nota á fjölbreyttan hátt til að æfa handstjórn, t.d. með því að láta nemendur tengja á milli punkta, draga línur á milli horna á rúðum eða gera krákustíga á milli lína. Tilgangur sporunaræfinga er að þjálfa grunnformgerð skriftarinnar og auka öryggi við stafdrátt. Með því að láta nemendur spora grunnform bókstafa, stafafjölskyldna og tengingar fá þeir tækifæri til að átta sig á réttri aðgerðaröð og öðlast öryggi varðandi það hvernig rétt er að bera sig að. Sporunaræfingar leggja því grunninn að réttum stafdrætti og tengingum og eru því ekki síður mikilvægar en skriftaræfingarnar sjálfar. Í nemendaefninu og kennsluleiðbeiningum sem því fylgir er hugtakið þjálfunaræfingar notað yfir fjölbreyttar æfingar sem hafa það að markmiði að: ◾ þjálfa fínhreyfingar ◾ þjálfa handstjórn ◾ þjálfa skriftarhreyfingar ◾ þjálfa nákvæmni við stafdrátt ◾ æfa lestur og ritun algengra og einfaldra orða Þjálfunaræfingar eru ekki aðeins til þess fallnar að ná framangreindum markmiðum heldur er þeim einnig ætlað að vera skemmtilegt uppbrot frá beinni skriftarþjálfun.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=