32 Bls. 61 Verkefni Nemendur spora og skrifa tengiskrift eftir forskrift og í neðstu línuna eiga þeir að skrifa nafnið sitt með tengiskrift. Meistaralína Sjá inngangskafla. Bls. 62-63: Skriftarþjálfun Hugtök: yfirlína, miðlína, grunnlína, undirlína, leggur, undirleggur, yfirleggur, belgur, þverstrik, depill,broddur, tengikrókur, bogi, tengingar, hástafur, stór stafur. Bls. 62 Þjálfunaræfing Nemendur eiga að teikna mynd í rúður eftir fyrirmynd. Humlan Blær minnir nemendur á að tengja rétt. Verkefni Nemendur skrifa málsgreinar eftir forskrift. Fyrst skal spora ofan í forskriftina og síðan að skrifa eins í línuna fyrir neðan. Bls. 63 Verkefni Nemendur skrifa málsgreinar eftir forskrift. Fyrst skal spora ofan í forskriftina og síðan að skrifa eins í línuna fyrir neðan. Meistaralína Sjá inngangskafla. Blaðsíða 64: Til kennara Á þessari síðu eru upplýsingar til kennara um helstu áherslur í nemendabók ásamt upplýsingum um sjálfsmat og meistaralínu sem mikilvægt er að kynna vel fyrir nemendum.
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=