31 30 Bls. 56–57: Tenging bókstafa kynnt, x-fjölskyldan Hugtök: miðlína, grunnlína, leggur, tengikrókur, skátenging, lárétt tenging. x-fjölskyldan: x, z, v, w. Bls. 56 Innlögn Tenging frá bókstafnum x er ólík öðrum tengingum að því leyti að hér er krókabrellan notuð. Nemendur lengja þá tengikrókinn upp í miðlínu, ljúka við að skrifa bókstafinn x og færa síðan blýantinn á upphafsstað næsta bókstafs. Áður var fjallað um krókabrellu í innlögn á tengingum í bókstafinn f sem er í l-fjölskyldunni. Hér má einnig kenna nemendum að sleppa krókabrellu og gera venjulegan tengikrók á x, ljúka við að skrifa bókstafinn x og hefja síðan tengingu við næsta bókstaf frá tengikróknum. Humlan Blær minnir nemendur á hvernig á að tengja í x og hvernig á að nota krókabrellu þegar tengt er frá x. Þegar kemur að sjálfsmatinu á næstu síðu er gott að segja nemendum að hafa þessa áminningu í huga við matið. Verkefni Nemendur æfa sig að tengja í og úr bókstafnum x. Bls. 57 Innlögn Kenna skal nemendum að tengja bæði í og úr z. Þar sem bókstafurinn z er ekki lengur í íslenska stafrófinu kemur hann sjaldan fyrir í rituðu máli á yngsta stigi og þar af leiðandi hafa nemendur ekki mörg tækifæri á að æfa tengingarnar í gegnum ritun. Það getur því verið gott að leggja fyrir aukaæfingar sem má finna á Skriftarvefnum. Það sama á við um bókstafinn w. Bókstafirnir v og w tengjast frá hægri legg, þaðan sem stafdráttur endar.Notuð er skátenging þegar tengt er í leggstafi en lárétt tenging þegar tengt er í bókstafi sem byrja við miðlínu. Humlan Blær minnir á hvernig tengt er í og úr z og hvernig tengt er úr v og w. Verkefni Nemendur æfa sig sérstaklega að tengja í og úr bókstöfunum z, v og w. Bls. 58–59: Algeng orð skrifuð með tengdri skrift Hugtök: yfirlína, miðlína, grunnlína, undirlína, leggur, undirleggur, yfirleggur, belgur, þverstrik, depill, broddur, tengikrókur, bogi, tengingar, skátenging, lárétt tenging. Bls. 58 Innlögn Það er gott að fara yfir það með nemendum að nú eigi þeir að æfa sig að skrifa algeng orð og því reyni á að muna eftir öllu því sem þeir hafa þegar lært í tengiskrift. Mikilvægt er að hvetja nemendur til að spyrja ef þeir eru í vafa því það getur verið erfitt að leiðrétta eftir á ef nemendur hafa tamið sér röng vinnubrögð. Humlan Blær minnir nemendur á hjálparlínurnar. Verkefni Nemendur skrifa algeng orð með tengiskrift. Gott er að hvetja nemendur til að lesa orðin áður en þeir skrifa þau og hljóða sig síðan í gegnum þau um leið og þeir skrifa. Bls. 59 Verkefni Nemendur skrifa algeng orð með tengiskrift. Gott er að hvetja nemendur til að lesa orðin áður en þeir skrifa þau og hljóða sig síðan í gegnum þau um leið og þeir skrifa. Meistaralína Sjá inngangskafla. Bls. 60–61: Reglan um engar tengingar úr hástaf Hugtök: yfirlína, miðlína, grunnlína, undirlína, leggur, undirleggur, yfirleggur, belgur, þverstrik, depill,broddur, tengikrókur, bogi, tengingar, hástafur, stór stafur. Bls. 60 Innlögn Kennari kynnir regluna um að það sé aldrei tengt úr hástaf og er það ástæðan fyrir því að hástafir eru ekki með tengikrók. Mjög gott er að ræða það við nemendur að hugtakið hástafur merkir það sama og stór stafur. Það sé mikilvægt að kunna bæði hugtökin því sumir noti hugtakið hástafur á meðan aðrir segja stór stafur. Í þessu námsefni eru hugtökin notuð á víxl og er það ekki síst gert í þeim tilgangi að kenna þau bæði. Á Skriftarvefnum eru æfingar í ritun hástafa. Ef til vill eru einhverjir nemendur sem þurfa á aukaþjálfun að halda og um að gera að staldra við hér til að taka nokkrar æfingar. Á þessari síðu eru tvær áminningar frá humlunni sem minnir nemendur annars vegar á að byrja stafdráttinn efst og hins vegar að aldrei sé tengt úr hástaf. Verkefni Nemendur spora og skrifa nöfn með tengiskrift og muna eftir að tengja ekki úr hástaf.
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=