29 28 Bls. 50 Innlögn Tenging úr bókstöfunum o, ó, ö er kennd þannig að nemendur loka belgnum eins og venjulega og tengja í næsta bókstaf ýmist með skátengingu eða láréttri tengingu. Notuð er skátenging þegar tengt er í leggstafi en lárétt tenging þegar tengt er í bókstafi sem byrja við miðlínu. Minna skal nemendur á að broddar og deplar eru gerðir eftir á. Mikilvægt er að kenna nemendum að það er aldrei tengt úr ð. Humlan Blær minnir nemendur á hvernig skal tengja úr bókstöfunum o, ó og ö. Þegar kemur að sjálfsmatinu á næstu síðu er gott að segja nemendum að hafa þessa áminningu í huga við matið. Verkefni Nemendur æfa tengingar úr og í bókstafina o, ó og ö. Humlan Blær minnir nemendur á að það er ekki tengt úr ð í aðra bókstafi. Verkefni Nemendur æfa tengingar úr og í bókstafina o, ö og ð eftir því sem við á. Bls. 51 Innlögn Hér er nemendum kennt hvernig á að tengja úr e, é og æ en þessir bókstafir eiga það sameiginlegt að þeir tengjast öðrum stöfum með skátengingu úr neðri hluta litla belgsins. Þegar nemendur loka belgnum draga þeir blýantinn til baka eftir neðri hluta belgsins og tengja frá honum yfir í næsta bókstaf á eftir. Broddur á bókstafnum é er gerður eftir að tengingar orðsins sem verið er að skrifa hafa verið kláraðar. Humlan Blær minnir nemendur á að tengt er frá belgnum þegar tengt er úr bókstöfunum e, é og æ. Verkefni Nemendur æfa sig að tengja frá og í bókstafina e, é og æ. Sjálfsmat Humlan Blær spyr nemendur hvernig hafi gengið að tengja og þeir eiga að merkja við þá málsgrein sem lýsir því best hvernig það gekk. Bls. 52 Innlögn Nemendum kennt að þegar tengt er úr bókstafnum s þá er blýanturinn dreginn til baka eftir neðri boga bókstafarins og þaðan er dregin mjúk lína á upphafsstað næsta bókstafs. Það getur verið vandasamt að draga línu aftur til baka eftir neðri boganum þannig að það sé snyrtilegt og fallegt, því getur verið gott að æfa þetta sérstaklega. Á Skriftarvefnum á mms.is eru aukaæfingar þar sem tengingar í og úr bókstafnum s eru æfðar sérstaklega. Tengt er frá bókstafnum c með skátenginu. Tengt er í c eins og í e, é, æ. Humlan Blær minnir nemendur á að tengt er frá neðri boganum á bókstafnum s. Þegar kemur að sjálfsmatinu á næstu síðu er gott að segja nemendum að hafa þessa áminningu í huga við matið. Verkefni Nemendur æfa sig að tengja stafi o-fjölskyldunnar. Bls. 53 Þjálfunaræfing Nemendur eiga að finna orð sem eru falin í orðasúpunni. Orðin eru: hægt, þeim, yfir, varð, fara, koma. Verkefni Nemendur æfa sig að tengja orð sem hafa bókstafinn ð. Sjálfsmat Í verkefninu að framan eiga nemendur að hafa áminninguna frá humlunni á fyrri síðu í huga þegar þeir meta frammistöðu sína í lok verkefnis. Nemendur eiga að draga strik undir fallegustu tengingarnar í verkefninu að framan. Síðan telja þeir hvað þeir merktu við margar fallegar tengingar og skrá niðurstöður sínar. Bls. 54 Innlögn Þar sem nemendur eru nú búnir að æfa sig að skrifa og tengja bæði þ og ð þá er gott að gefa rými hér til að kenna eða rifja upp regluna um þ og ð. Ekkert orð byrjar á ð og ekkert orð endar á þ. Gott er að tengja regluna við orðið það og hafa orðið og regluna sýnilegt í kennslustofunni. Humlan Blær minnir nemendur á að muna eftir hjálparlínunum. Blær minnir nemendur einnig á regluna um ð og þ: ekkert orð byrjar á ð og ekkert orð endar á þ. Verkefni Nemendur skrifa orð sem byrja á þ, eru með ð í miðju orði og orð sem enda á ð. Gott er að hvetja nemendur til að lesa orðin áður en þeir skrifa þau og hljóða sig síðan í gegnum orðið jafnóðum og þeir skrifa þau. Bls. 55 Verkefni Nemendur velja sér orð til að skrifa. Á fyrstu línuna á að skrifa orð sem byrja á þ og í seinni línuna á að skrifa orð sem enda á ð. Í þessu verkefni gæti verið hjálp í því fyrir einhverja nemendur ef kennari myndi skrifa dæmi um orð á töfluna. Meistaralína Sjá inngangskafla.
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=