27 26 Verkefni Nemendur halda áfram að æfa tengingar úr og í bókstafina i, í og l en auk þess æfa þeir krókabrelluna með því að tengja úr framangreindum bókstöfum í f. Sjálfsmat Í verkefninu að framan eiga nemendur að hafa áminninguna frá humlunni á fyrri síðu í huga þegar þeir meta frammistöðu sína í lok verkefnis. Nemendur eiga að draga strik undir fallegustu tengingarnar í verkefninu að framan. Síðan telja þeir hvað þeir merktu við margar fallegar tengingar og skrá niðurstöður sínar. Bls. 46 Innlögn Á þessari síðu æfa nemendur sig að tengja úr t og f en þá er þverstrikið notað til að tengja í næsta bókstaf á eftir með því að lengja þverstrikið. Þessi tenging nefnist lárétt tenging úr þverstriki. Humlan Blær minnir nemendur á hvernig á að nota þverstrikin til að tengja úr f og t. Þegar kemur að sjálfsmatinu á næstu síðu er gott að segja nemendum að hafa þessa áminningu í huga við matið. Verkefni Nemendur skrifa orð og orðleysur og æfa sérstaklega lárétta tengingu úr þverstriki í bókstafi sem ná upp í miðlínu. Innlögn Nemendum kennt að tengja í t eins og tengt er í i og l. Krókabrellan er ekki notuð þegar tengt er í t þar sem t er lægra og ekki með boga að ofan eins og f. Því er ekki um jafn flókna aðgerð að ræða eins og ef tengt er í upphafsstað bókstafarins f. Humlan Blær segir nemendum að æfa sig að tengja í t. Þegar það er gert er haldið áfram úr tengikrók á upphafsstað bókstafsins t. Verkefni Nemendur æfa áfram tengingar sem þeir hafa áður lært auk þess að æfa tengingar í t. Bls. 47 Innlögn Kenna þarf nemendum að aðeins er tengt úr t og f þegar tengt er í bókstafi sem ná að miðlínu. Það er því ekki tengt úr t og f í bókstafi sem eru með yfirlegg vinstra megin eins og þ, b, l, h, k. Humlan Blær minnir nemendur á að það er ekki tengt úr t og f í bókstafinn l. Verkefni Nemendur æfa áfram tengingar sem þeir hafa áður lært auk þess að æfa sig í að sleppa því að tengja frá t og f í bókstafinn l. Sjálfsmat Humlan Blær spyr nemendur hvernig þeim hafi gengið að tengja og þeir eiga að merkja við þá málsgrein sem lýsir því best hvernig það gekk. Bls. 48 Innlögn Hér er gott að rifja upp regluna sem gilti um bókstafina g, y, ý og q, að það sé aldrei tengt úr undirlegg. Bókstafurinn j sem tilheyrir l-fjölskyldunni er með undirlegg og því er aldrei tengt úr honum. Humlan Blær minnir nemendur á að staðsetja depla og brodda rétt. Þegar kemur að sjálfsmatinu á næstu síðu er gott að segja nemendum að hafa þessa áminningu í huga við matið. Verkefni Nemendur æfa sig að tengja í og úr bókstöfum l-fjölskyldunnar. Bls. 49 Innlögn Þegar tvö t eða tvö f standa saman þá má kenna nemendum að gera þverstrikið í gegnum báða bókstafina eftir á. Þessa tengingu má líka nota þegar f og t er tengt saman. Þó skal hafa í huga að á meðan nemendur eru enn á því stigi að hljóða sig í gegnum orðin jafnóðum og þeir skrifa er frekar mælt með að klára hvern bókstaf fyrir sig. Humlan Blær minnir nemendur á hvernig á að tengja í gegnum tvö f eða tvö t með einu þverstriki. Verkefni Nemendur æfa sig að tengja saman tvö t og tvö f og að tengja úr tvöföldu t eða f í aðra bókstafi l-fjölskyldunnar. Meistaralína Sjá inngangskafla. Bls. 50–55: Tenging bókstafa kynnt, o-fjölskyldan Hugtök: yfirlína, miðlína, grunnlína, broddur, deplar,belgur, bogi, þverstrik, skátenging, lárétt tenging. o-fjölskyldan: o, ó, ö, ð, e, é, æ, c, s
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=