25 24 Sjálfsmat Humlan Blær spyr nemendur hvernig þeim hafi gengið að tengja og þeir eiga að merkja við þá málsgrein sem lýsir því best hvernig það gekk. Bls. 40 Innlögn Gott er að rifja upp með nemendum að í b-fjölskyldunni eru aðeins samhljóðar og að það sé ekki hægt að búa til orð með því að nota einungis samhljóða. Þess vegna þarf b-fjölskyldan aðstoð frá öðrum fjölskyldum til að búa til orð. Hér er gott að rifja upp að sumir sérhljóðar eiga tvíbura og frændur og að sérhljóðarnir eru það sterkir að þeir geta hjálpað samhljóðunum að segja nafnið sitt. Sjá nánar í kynningum á b-fjölskyldu og x-fjölskyldu á blaðsíðum 13 og 18. Humlan Blær minnir nemendur á að nota hjálparlínurnar. Þegar kemur að sjálfsmatinu á næstu síðu er gott að segja nemendum að hafa þessa áminningu í huga við matið. Verkefni Nemendur æfa sig að skrifa orð með tengdri skrift. Bls. 41 Þjálfunaræfing Nemendur lita felumynd eftir leiðbeiningum. Nota á eftirfarandi liti fyrir hvern bókstaf: b – ljósblár, p – blár, þ – ljósgrænn, h – dökkgrænn, n – gulur, m – appelsínugulur, k – fjólublár, r – bleikur. Innlögn Kenna þarf nemendum að bókstafurinn r er ekki tengdur í aðra bókstafi. Humlan Blær minnir nemendur á að það á ekki að tengja frá r. Verkefni Nemendur æfa sig að skrifa og tengja eftir því sem við á. Sjálfsmat Í verkefninu að framan eiga nemendur að hafa áminninguna frá humlunni á fyrri síðu í huga þegar þeir meta frammistöðu sína í lok verkefnis. Nemendur eiga að draga strik undir fallegustu bókstafina í verkefninu að framan. Síðan telja þeir hvað þeir merktu við marga fallega stafi og skrá niðurstöður sínar. Bls. 42 Humlan Blær minnir nemendur á grunnlínu og miðlínu. Þegar kemur að sjálfsmatinu á næstu síðu er gott að segja nemendum að hafa þessa áminningu í huga við matið. Verkefni Nemendur æfa sig að skrifa og tengja orð. Gott er að hvetja nemendur til að lesa orðin áður en þeir skrifa þau og hljóða sig síðan í gegnum orðin á meðan þeir skrifa. Þetta er gott að sýna nemendum á töflu, gera síðan með þeim á töflunni og að lokum æfa nemendur sig í bókunum sínum. Bls. 43 Verkefni Nemendur æfa sig að skrifa og tengja orð. Meistaralína Sjá inngangskafla. Bls. 44–49: Tenging bókstafa kynnt, l-fjölskyldan Hugtök: yfirlína, miðlína, grunnlína, undirlína, leggur, yfirleggur, undirleggur, bogi, tengikrókur, broddur, depill, þverstrik, skátenging, lárétt tenging úr þverstriki. l-fjölskyldan: l, i, í , j, f og t. Bls. 44 Innlögn Eitt af grunnatriðunum í tengiskrift er að kenna nemendum að nota tengikróka til að halda áfram yfir í næsta bókstaf. Þetta er einfalt að æfa með fyrstu þremur stöfunum sem æfðir eru í l-fjölskyldunni. Bókstafirnir i, l og í eru allir með tengikróka sem haldið er áfram með í næsta bókstaf á eftir. Kenna þarf nemendum að gera depla og brodda eftir á, þannig að þegar búið er að ljúka við orðið sem verið er að æfa þá eru deplar og broddar settir á viðeigandi stað. Humlan Blær minnir nemendur á að nota krókinn til að tengja. Þegar kemur að sjálfsmatinu á næstu síðu er gott að segja nemendum að hafa þessa áminningu í huga við matið. Verkefni Nemendur eiga að æfa sig að tengja bókstafina i, í og l við hvern annan. Þjálfunaræfing Talnamynd af nashyrningi. Nemendur eiga að draga strik á milli tölustafanna 1–38 og geta síðan litað myndina. Bls. 45 Innlögn Kenna þarf sérstaklega tengingar í f en lagt er til að þær séu gerðar þannig að tengikrókur á næsta bókstaf á undan f er lengdur upp í miðlínu. Síðan er blýanti lyft frá blaði og byrjað á upphafsstað bókstafsins f. Þegar leggur stafsins er gerður ætti hann að hitta á enda króksins á bókstafnum fyrir framan sem var lengdur upp í miðlínu. Þannig myndast tenging sem er nefnd krókabrella. Í nemendaefni er þessi tegund tengingar nefnd krókabrella. Krókabrellan er notuð vegna þess að það getur verið flókið fyrir nemendur að draga tenginguna alveg á upphafsstað bókstafsins. Hins vegar er þetta eitt af þeim atriðum sem kennurum er ætlað að meta og skoða með sínum nemendum. Ef kennari treystir nemendum til að fara þá leið að draga tengikrók upp að upphafsstað f þannig að vel fari og tengingin verði áferðarfalleg þá er ekkert því til fyrirstöðu að kenna þá leið.
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=