Skrift 2a - kennsluleiðbeiningar

23 22 næsta bókstafs og þar sem nemendur hafa nú þegar lært hvar á að byrja á öllum bókstöfunum þá halda þeir áfram að nýta sér þá þekkingu í skriftinni. Reglan um að byrja á réttum stað ríkir enn þó að tengingum sé bætt við. Þegar nemendur æfa sig að tengja broddstafi eins og ú og á skal kenna þeim að gera broddana eftir á þannig að þeir ljúka við að gera tengingarnar í næstu bókstafi og klára æfinguna eða orðið áður en þeir skrifa broddana. Humlan Blær minnir nemendur á hvernig á að nota krókinn til að tengja í næsta bókstaf. Þegar kemur að sjálfsmatinu á næstu síðu er gott að segja nemendum að hafa þessa áminningu í huga við matið. Verkefni Nemendur æfa sig að skrifa og tengja bókstafina a, á, u og ú. ​ Þjálfunaræfing Nemendur eiga að spora í útlínur gullfiska og teikna mynstur á þá. Bls. 33 Þjálfunaræfing Nemendur æfa skriftarhreyfingar og grunnform skriftar með því að spora ofan í línur. Verkefni Nemendur æfa sig að skrifa og tengja bókstafina d, u, og a. Sjálfsmat Humlan Blær spyr nemendur hvernig þeim hafi gengið að tengja og þeir merkja við þá málsgrein sem lýsir því best hvernig það gekk. Bls. 34 Innlögn Kenna þarf nemendum sérstaklega að aldrei sé tengt úr undirlegg. Á þessari síðu eru bókstafir a-fjölskyldunnar sem eru með undirlegg æfðir: g, y, ý, q. Þó að ekki sé tengt úr þessum bókstöfum er tengt í þá og því mikilvægt að æfa þær tengingar. Humlan Blær minnir nemendur á að það á ekki að tengja úr bókstöfum sem eru með undirlegg. Verkefni Nemendur æfa sig að skrifa g, q, y og ý ásamt því að æfa tengingar í framangreinda stafi. Bls. 35 Þjálfunaræfing Nemendur eiga að finna algeng orð í orðasúpunni. Orðin sem leitað er eftir: byrja, hafði, segir, til, líkt, fleiri, mega. Verkefni Nemendur æfa sig að skrifa orð sem eru búin til með bókstöfum a-fjölskyldunnar með tengiskrift. Sjálfsmat Humlan Blær spyr nemendur hvernig hafi gengið að tengja og þeir merkja við þá málsgrein sem lýsir því best hvernig það gekk. Bls. 36 Humlan Blær minnir nemendur á að halda rétt á blýantinum. Verkefni Nemendur æfa sig að skrifa og tengja orð og orðleysur úr bókstöfum a-fjölskyldunnar. Bls. 37 Verkefni Nemendur æfa sig að skrifa og tengja bókstafi a-fjölskyldunnar í orð og orðleysur. Meistaralína Sjá inngangskafla. Bls. 38–43: Tenging bókstafa kynnt, b-fjölskyldan Hugtök: yfirlína, miðlína, grunnlína, undirlína, leggur, yfirleggur, undirleggur, tengikrókur, bogi, belgur, skátenging. b-fjölskyldan: b, p, þ, h, n, m, k, r Bls. 38 Innlögn Þegar tengt er úr b, p og þ er tengt úr belgnum og blýanturinn dreginn til baka eftir neðsta hluta belgsins þar sem stafnum er lokað og þaðan er búin til skátenging yfir í næsta bókstaf. Tengingar úr h, n, m, k eru frekar einfaldar þar sem tengt er úr tengikrók eins og æft hefur verið áður með bókstöfum úr öðrum stafafjölskyldum. Humlan Blær minnir nemendur á hvernig er tengt úr belg á bókstöfunum b, p og þ. Þegar kemur að sjálfsmatinu á næstu síðu er gott að segja nemendum að hafa þessa áminningu í huga við matið. Verkefni Nemendur æfa sig að tengja úr og í bókstafina b, p, þ, h, n og m. Bls. 39 Verkefni Nemendur æfa sig að tengja úr og í bókstafina h, n, m og k. Þjálfunaræfing Nemendur eiga að leysa krossgátu með því að skrifa orð við myndir. Þegar búið er að leysa krossgátuna er hægt að lesa lausnarorðið krókur lóðrétt niður úr krossgátunni. Nemendur eiga að skrifa lausnarorðið á línu fyrir neðan krossgátuna. Myndir í krossgátunni: akkeri, gríma, rós, skæri, snuð, þyrla.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=