Skrift 2a - kennsluleiðbeiningar

21 20 Bls. 26–31: Stafafjölskyldur æfðar saman án tenginga. Hugtök: yfirlína, miðlína, grunnlína, undirlína, leggur, yfirleggur, undirleggur, belgur, bogi, tengikrókur, þverstrik, depill,​broddur, stór stafur, hástafur, punktur. Bls. 26 Á næstu tveimur síðum æfa nemendur sig að skrifa ýmis algeng orð sem eru á meðal 400 fyrstu orðanna í 1000 orða lista MMS á Læsisvefnum. Humlan Blær minnir nemendur á að hafa hæfilegt bil á milli bókstafa innan orða. Þegar kemur að sjálfsmatinu á næstu síðu er gott að segja nemendum að hafa þessa áminningu í huga við matið. Verkefni Nemendur æfa sig að skrifa algeng orð, eitt orð í hverja línu. Bls. 27 Verkefni Nemendur æfa sig að skrifa algeng orð. Í hverjum dálki er eitt orð og eiga nemendur að skrifa hvert orð á línurnar fyrir neðan. Sjálfsmat Í verkefninu að framan eiga nemendur að hafa áminninguna frá humlunni á fyrri síðu í huga þegar þeir meta frammistöðu sína í lok verkefnis. Nemendur eiga að merkja við þá málsgrein sem lýsir því best hvernig þeim gekk að ná markmiðinu. Bls. 28 Innlögn Á næstu fjórum síðum eiga nemendur að skrifa málsgreinar og er tilgangur verkefnanna að kenna og æfa stafsetningu samhliða skriftarþjálfun. Hér skal kennari leggja áherslu á að kenna eða rifja upp regluna um að málsgrein byrjar á stórum staf og endar á punkti. Það er gott að orða við nemendur að stundum er hugtakið hástafur notað og stundum hugtakið stór stafur. Humlan Blær minnir nemendur á að hafa hæfilegt bil á milli orða í málsgrein. Þegar kemur að sjálfsmatinu á næstu síðu er gott að segja nemendum að hafa þessa áminningu í huga við matið. Verkefni Nemendur skrifa málsgrein eftir forskrift. Ætlast er til að nemendur spori fyrst ofan í forskriftina og skrifi svo. Þjálfunaræfing Í verkefninu eru tvær eins myndir af mús nema að á aðra myndina vantar atriði sem eru á hinni myndinni. Nemendur eiga að finna hvað vantar og merkja við á myndinni. Það sem vantar á myndina til hægri er: litur í auga, eitt veiðihár, topp, eitt gat í osti, eina tá og línu sem aðgreinir framlöpp. Bls. 29 Þjálfunaræfing Nemendur æfa skriftarhreyfingar og grunnform skriftar með því að spora ofan í línur. Verkefni Nemendur skrifa málsgreinar eftir forskrift sem er á vinstri síðu opnunnar. Sjálfsmat Nemendur meta vinnu sína með því að svara spurningum í gátlista. Nemendur meta hvort þeir skrifuðu stóran staf í upphafi málsgreina og hvort þeir gerðu punkt í lok málsgreinar. Bls. 30 Innlögn Humlan Blær minnir nemendur á að hafa hæfilegt bil á milli orða í málsgrein. Þegar kemur að sjálfsmatinu á næstu síðu er gott að segja nemendum að hafa þessa áminningu í huga við matið. Verkefni Nemendur skrifa málsgreinar eftir forskrift. Ætlast er til að nemendur spori fyrst ofan í forskriftina og skrifi svo. Bls. 31 Humlan Blær minnir nemendur á að muna eftir reglunni um stóran staf og punkt. Verkefni Nemendur velja sér málsgreinar til að skrifa eftir forskrift. Forskriftin er án hjálparlína en nemendur hafa hjálparlínur til að styðjast við þegar þeir skrifa. Það er því mikilvægt að fylgja því vel eftir í þessari æfingu að nemendur noti hjálparlínurnar rétt. Meistaralína Sjá inngangskafla. Bls. 32–37: Tenging bókstafa kynnt, a-fjölskyldan Hugtök: yfirlína, miðlína, grunnlína, undirlína, leggur, yfirleggur, undirleggur, belgur, broddur, skátenging. a-fjölskyldan: a, á, d, g, q, u, ú, y, ý Bls. 32 Innlögn Þeir bókstafir a-fjölskyldunnar sem eru tengdir í aðra stafi tengjast öðrum með skátengingu frá tengikróki. Byrjað er að æfa tengingar bókstafanna sem eru með tengikrók og eru þar af leiðandi tengdir í aðra stafi. Þegar tengt er í næsta staf er haldið áfram úr tengikrók á upphafsstað næsta bókstafs. Leggja skal áherslu á að í tengiskrift eru tengingar notaðar til að fara á byrjunarreit

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=