19 18 Þjálfunaræfing Nemendur draga línur í gegnum völundarhúsin og eiga að reyna að forðast að snerta veggi þeirra með blýantinum. Bls. 21 Verkefni Nemendur æfa sig að skrifa algeng orð en markmið verkefnisins er að þjálfa bæði skrift og stafsetningu. Meistaralína Sjá inngangskafla. Bls. 22–25: x-fjölskyldan Hugtök: miðlína, grunnlína, skástrik, leggur, tengikrókur. Bls. 22 Innlögn Stafdrættir bókstafanna í x-fjölskyldunni sýndir á töflu. Byrja skal á stafdrætti x og þarf að muna eftir að gera tengikrókinn sem verður notaður síðar þegar tengiskriftin verður kennd og æfð, þetta á líka við um z sem skal skrifa með tengikrók. Þegar stafdráttur bókstafsins z er æfður þarf einnig að benda nemendum á að þegar skástrikið frá hægri til vinstri er dregið á það að enda beint fyrir neðan upphafspunkt bókstafsins. Bókstafurinn á því að passa inn í rétthyrning og í raun er hægt að skrifa alla bókstafi x-fjölskyldunnar inn í rétthyrning. Að lokum eru stafdrættir v og w rifjaðir upp en þá er gott að benda nemendum á að w er eins og v sé skrifað tvisvar í röð. Stafir x-fjölskyldunnar eru x, z, v, w. Hugmyndir að leiðum í innlögn: • Stórir útklipptir bókstafir lagðir hver ofan á annan til að sýna hvað er líkt með bókstöfunum innan þessarar stafafjölskyldu. • Skrifa stafina ofan í hvern annan á tússtöflu, flettitöflu eða krítartöflu með mismunandi litum. Þannig sjá nemendur vel hvað er líkt með bókstöfunum innan viðkomandi stafafjölskyldu. Humlan Blær minnir nemendur á grunnlínu og miðlínu. Þegar kemur að sjálfsmatinu á næstu síðu er gott að segja nemendum að hafa þessa áminningu í huga við matið. Verkefni Nemendur æfa sig að skrifa bókstafina x, z, v og w, einn bókstaf í hverja línu. Þjálfunaræfing Nemendur eiga að æfa sig að spora ofan í og teikna grunnformin. Bls. 23 Þjálfunaræfing Nemendur eiga að leysa krossgátu með því að skrifa orð við myndir. Lausnarorð sem er hægt að lesa lóðrétt niður er skrift. Nemendur eiga að skrifa lausnarorðið á línu til hliðar við krossgátuna. Myndir í krossgátunni: vasi, kex, skór, fiðrildi, fluga, tjald. Verkefni Nemendur halda áfram að skrifa bókstafina í x-fjölskyldunni. Tveir bókstafir æfðir í hverri línu. Þjálfunaræfing Nemendur eiga að leysa krossgátu með því að skrifa orð við myndir. Lausnarorð sem er hægt að lesa lóðrétt niður er skrift. Nemendur eiga að skrifa lausnarorðið á línu til hliðar við krossgátuna. Myndir í krossgátunni: vasi, kex, skór, fiðrildi, fluga, tjald. Sjálfsmat Í verkefninu að framan eiga nemendur að hafa áminninguna frá Blæ á fyrri síðu í huga þegar þeir meta frammistöðu sína í lok verkefnis. Nemendur eiga að gera kross fyrir neðan broskarlinn sem passar best við þeirra mat. Bls. 24 Verkefni Nemendur æfa sig að skrifa orð með bókstöfum x-fjölskyldunnar. Hér er gott að benda nemendum á að í x-fjölskyldunni eru aðeins samhljóðar en það er ekki hægt að búa til orð með því að nota einungis samhljóða. Þess vegna þarf x-fjölskyldan aðstoð frá öðrum fjölskyldum til að búa til orð. Hér er aftur tilvalið tækifæri til að rifja upp sérhljóð og samhljóð. Á blaðsíðu 14 er fjallað um frændsemi sérhljóðanna og getur verið gott að rifja það upp. Þegar rætt er um samhljóða er hægt að kenna nemendum að samhljóðar eru ekki nógu sterkir til að segja nafnið sitt sjálfir og þess vegna fá þeir sérhljóðana til að hjálpa sér, dæmi: bé, gé, ká, ell o.s.frv. Sérhljóðarnir eru hins vegar mjög sterkir og þess vegna geta þeir sagt nafnið sitt alveg sjálfir. Þjálfunaræfing Nemendur æfa skriftarhreyfingar og grunnform skriftar með því að spora ofan í línur. Bls. 25 Verkefni Nemendur æfa sig að skrifa stutt orð sem öll innihalda að minnsta kosti einn bókstaf úr x-fjölskyldunni. Meistaralína Sjá inngangskafla.
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=