1 ISBN 978-9979-0-2942-7 Verknúmer: 40752 @ Sigurlaug Rún Brynleifsdóttir @ teikningar Ragnheiður Ásta Valgeirsdóttir Ritstjóri: Elín Lilja Jónasdóttir Ráðgefandi læsisfræðingur: Guðbjörg Rut Þórisdóttir Yfirlestur og fagleg ráðgjöf: Freydís Helga Árnadóttir Málfarslestur: Ingólfur Steinsson 1. útgáfa 2025 Miðstöð menntunar og skólaþjónustu Kópavogi Hönnun og umbrot: Miðstöð menntunar og skólaþjónustu Skrift 2a - kennsluleiðbeiningar Inngangur Megináherslur í skriftarnámi á þrepi tvö eru að nemendur beiti réttum stafdrætti og tileinki sér réttar tengingar við ritun hálftengdrar ítalíuskriftar. Í þjálfuninni er tækifærið notað til að kynna fyrir nemendum ritun algengra orða, t.d. þar sem ritháttur og framburður fara ekki saman, og einfaldar reglur í réttritun. Nemendur fá svo að spreyta sig á þessu í gegnum merkingarbæran texta. Ástæðan fyrir því að ákveðið var að hefja kennslu og þjálfun í tengdri skrift svona snemma er sú að líklegra þykir að ungir nemendur eigi auðveldara með að tileinka sér tengdu skriftina og festast þá síður í ótengdri skrift. Þegar nemendur fara síðan að þróa sína eigin rithönd hafa þeir þegar lært leiðir í tengingum sem skapa meira flæði í skriftinni. Í nokkrum tilfellum er hægt að fara fleiri en eina leið í tengingum í skrift. Í þessu námsefni er lagt til að fara ákveðnar leiðir sem skila læsilegri rithönd en sjálfsagt er að fara aðrar leiðir ef það hentar betur. Kennurum er bent á fleiri leiðir í kennsluleiðbeiningum sem frjálst er að kenna nemendum og getur verið ágætt að benda þeim á fleiri en eina leið og þeir geta þá valið hvor leiðin hentar þeim betur. Dæmi um slíkt eru tengingar úr þverstriki á bókstöfunum t og f í leggstafi eins og l, h og k. Í þessu námsefni er það því sett í hendur kennara að vega og meta hvað þeir treysta nemendum sínum til að gera en það getur vissulega verið einstaklingsbundið. Í þessu sambandi getur verið gott fyrir kennara að æfa sig í tengdri skrift, bæði til að auka öryggi sitt í því sem þeir eru að fara að kenna og eins til að geta tekið vel rökstuddar ákvarðanir um þær leiðir sem þeir ákveða að fara í kennslunni. Með þessu móti gera kennarar sér einnig betur grein fyrir hvaða tengingar eru einfaldar og hvaða tengingar eru flóknari og krefjast þá ítarlegri innlagnar, endurtekinnar innlagnar og meiri þjálfunar. Það eina sem þarf að hafa að leiðar- ljósi er að fyrirkomulag tenginga sé rökrétt, ýti undir skriftarflæðið og þar með skriftarfimi nemenda seinna meir.
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=