Skrift 2a - kennsluleiðbeiningar

17 16 Verkefni Nemendur halda áfram að æfa sig að skrifa bókstafina í l-fjölskyldunni og er nú komið að því að skrifa t sem hefst á beinni línu miðja vegu á milli yfirlínu og miðlínu og endar á bogadreginni línu við lok stafdráttar. Í lokin er dregið þverstrik við miðlínu í gegnum legg bókstafsins. Í síðustu tveimur línunum á blaðsíðunni æfa nemendur alla bókstafi fjölskyldunnar, fyrst þá sem hafa tengikrók og síðan þá sem eru með boga. Sjálfsmat Nemendur eiga að hafa áminninguna frá humlunni á fyrri síðu í huga þegar þeir meta frammistöðu sína í lok verkefnis. Þeir eiga að draga strik undir fallegustu bókstafina í verkefninu að framan. Síðan telja þeir hvað þeir merktu við marga fallega stafi og skrá niðurstöður sínar. Bls. 16 Verkefni Nemendur eiga að æfa sig að skrifa orð sem innihalda aðeins bókstafi sem tilheyra l-fjölskyldunni. Humlan Blær minnir nemendur á að nota hjálparlínurnar. Þegar kemur að sjálfsmatinu á næstu síðu er gott að segja nemendum að hafa þessa áminningu í huga við matið. Þjálfunaræfing Stafasúpa: Nemendur eiga að lita stafina sem eru í l-fjölskyldunni. Lausn: stafirnir í l-fjölskyldunni: l, i, í, j, f, t. Bls. 17 Verkefni Nemendur æfa sig að skrifa algeng orð. Markmið verkefnisins er að æfa bæði skrift og stafsetningu. Meistaralína Sjá inngangskafla. Bls. 18–21: o-fjölskyldan Hugtök: yfirlína, miðlína, grunnlína, depill​, broddur, belgur, bogi, þverstrik. Bls. 18 Innlögn Sýna skal stafdrætti bókstafanna í o-fjölskyldunni á töflu. Gott er að byrja á stafdrætti bókstafanna o, ó og ö. Þegar stafdráttur ð er sýndur er tilvalið að sýna nemendum hvað er líkt með o og ð og hvernig haldið er áfram með yfirlegg ð upp að yfirlínu. Þverstrikið er síðan sett á yfirlegginn þannig að það myndar x fyrir ofan belg bókstafsins. Næst er stafdráttur c sýndur og að lokum hvernig sá stafdráttur er nýttur sem upphaf að ritun bókstafanna e og é. Leggja skal áherslu á að nemendur staðsetji brodd rétt yfir é og dragi broddinn frá bókstafnum. Til o-fjölskyldunnar teljast o, ó, ö, ð, c, e, é, æ og s. Hugmyndir að leiðum í innlögn: • Skrifa mörg o á töfluna og sýna síðan hvernig c, e, é, æ og s passa inni í bókstafinn o. Þá er einnig hægt að sýna hver viðbótin er við o þegar dregið er til ð. • Stórir útklipptir bókstafir lagðir hver ofan á annan til að sýna hvað er líkt með bókstöfunum innan þessarar stafafjölskyldu. • Skrifa stafina ofan í hvern annan á tússtöflu, flettitöflu eða krítartöflu með mismunandi litum. Þannig sjá nemendur vel hvað er líkt með bókstöfunum innan viðkomandi stafafjölskyldu. Humlan Blær minnir nemendur á að byrja stafdráttinn efst. Þegar kemur að sjálfsmatinu á næstu síðu er gott að segja nemendum að hafa þessa áminningu í huga við matið. Verkefni Nemendur eiga að æfa sig að skrifa bókstafina o, ó, ö, ð og c. Einn bókstaf í hverja línu. Bls. 19 Þjálfunaræfing Nemendur eiga að teikna kúlur í nammipokann. Síðan á að telja kúlurnar og skrá fjölda þeirra. Verkefninu er ætlað að æfa hringhreyfingar. Innlögn Stafdráttur æ er sýndur þannig að kennari byrjar á að skrifa bókstafinn a og sýnir nemendum hvernig tengikrókurinn á a breytist í bogadregna línu þegar æ er skrifað og að síðasta skrefið er að gera litla belginn að ofanverðu eins og þegar við skrifum e. Rifja skal upp stafdrátt bókstafsins s og getur verið gott að æfa bókstafinn sérstaklega á auðu blaði þannig að nemendur nái mjúkum bogadregnum línum þegar þeir draga til stafsins.​ Verkefni Nemendur eiga að æfa sig að skrifa bókstafina e, é, æ og s. Einn bókstaf í hverja línu. Sjálfsmat Í verkefninu að framan eiga nemendur að hafa áminninguna frá humlunni á fyrri síðu í huga þegar þeir meta frammistöðu sína í lok verkefnis. Nemendur eiga að draga strik undir fallegustu bókstafina í verkefninu að framan. Síðan telja þeir hvað þeir merktu við marga fallega stafi og skrá niðurstöður sínar. Bls. 20 Humlan Blær minnir nemendur á að muna eftir hjálparlínunum. Verkefni Nemendur æfa sig að skrifa orð með bókstöfum o-fjölskyldunnar.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=