Skrift 2a - kennsluleiðbeiningar

15 14 Bls. 11 Þjálfunaræfing Talnamynd af kanínu. Nemendur draga strik á milli tölustafanna 1–32 og geta síðan litað myndina ef þeir vilja. Verkefni Nemendur spora og skrifa bókstafina m, k og r, einn bókstaf í hverja línu. Sjálfsmat Í verkefninu að framan eiga nemendur að hafa áminninguna frá humlunni á fyrri síðu í huga þegar þeir meta frammistöðu sína í lok verkefnis. Nemendur eiga að strika undir fallegustu bókstafina í verkefninu að framan. Síðan telja þeir hvað þeir merktu við marga fallega stafi og skrá niðurstöður sínar. Bls. 12 Humlan Blær minnir nemendur á að muna eftir hjálparlínum. Verkefni Nemendur æfa sig að spora og skrifa orð með bókstöfum b-fjölskyldunnar. Hér er gott að benda þeim á að í b-fjölskyldunni séu aðeins samhljóðar og ekki sé hægt að búa til orð með því að nota einungis samhljóða. Þess vegna þarf b-fjölskyldan aðstoð frá öðrum fjölskyldum til að búa til orð. Hér getur verið gott að rifja upp muninn á sérhljóðum og samhljóðum. Þegar rætt er um sérhljóða er hægt að kynna broddstafina sem tvíburabræður bókstafanna sem eru eins og broddstafirnir að útliti fyrir utan broddinn sem aðgreinir þá. Dæmi um tvíbura: a og á, e og é, i og í, u og ú. Svo má ekki gleyma einu þríburunum í stafrófinu: o, ó og ö. Síðan eru sérhljóðarnir a og e náfrændur og þegar þeir hittast þá búa þeir saman til æ. Þannig er hægt að halda áfram yfir í tvíhljóðin sem eru búin til úr bestu vinum, til dæmis eru a og u bestu vinir og þegar þau hittast búa þau saman til au. Bókstafurinn e á tvo bestu vini, i og y, og með þeim býr hann til tvíhljóðin ei og ey. Þjálfunaræfing Nemendur spora leiðina frá tréliti að ávexti. Ef vill má spora með samsvarandi litum og eru á myndunum. Bls. 13 Verkefni Nemendur æfa sig að spora og skrifa algeng orð. Markmið verkefnisins er að æfa bæði skrift og stafsetningu. Meistaralína Sjá inngangskafla. Bls. 14–17: l-fjölskyldan Hugtök: yfirlína, miðlína, grunnlína, undirlína, leggur, yfirleggur, undirleggur, tengikrókur, bogi, þverstrik, depill og broddur. Bls. 14 Innlögn Á næstu fjórum síðum er stafdráttur l-fjölskyldunnar rifjaður upp. Mælt er með að rifja upp stafdrátt allra bókstafanna í fjölskyldunni á töflu þar sem kennari sýnir stafdrættina og notar hugtök yfir hjálparlínur sem bókstafirnir snerta. Gott er að ávarpa það sem er líkt með bókstöfum l-fjölskyldunnar. Þá þarf einnig að minna nemendur á að staðsetja depla og brodda stafanna i, í og j rétt. Til l-fjölskyldunnar teljast l, i, í, j, f og t. Hugmyndir að leiðum í innlögn: • Stórir útklipptir bókstafir lagðir hver ofan á annan til að sýna hvað er líkt með bókstöfunum innan þessarar stafafjölskyldu. • Skrifa stafina ofan í hvern annan á tússtöflu, flettitöflu eða krítartöflu með mismunandi litum. Þannig sjá nemendur vel hvað er líkt með bókstöfunum innan viðkomandi stafafjölskyldu. Verkefni Til að byrja með æfa nemendur sig að skrifa stafina l, i og í sem allir eru með tengikrók. Síðan skrifa nemendur bókstafinn j sem er ekki með tengikrók heldur hefur hann undirlegg sem heldur áfram niður á undirlínu þar sem hann endar með boga sem vísar aðeins upp á við. Það er gott að minna nemendur á að staðsetja depla og brodda rétt yfir bókstöfunum i, í og j. Að síðustu skrifa nemendur bókstafinn f sem hefst á bogadreginni línu. Bókstafurinn f nær niður á undirlínu og að síðustu er dregið þverstrik við miðlínu. Humlan Blær minnir nemendur á að byrja stafdráttinn efst. Þegar kemur að sjálfsmatinu á næstu síðu er gott að segja nemendum að hafa þessa áminningu í huga við matið. Bls. 15 Þjálfunaræfing Nemendur eiga að hjálpa kanínunni að finna kálið sitt með því að draga línu í gegnum v​ ölundarhúsið​. Gott er að hvetja nemendur til að forðast að snerta veggi völundarhússins með blýantinum. Það ýtir undir meiri nákvæmnisvinnu. Að lokum eiga nemendur að telja yfir hversu marga bókstafi kanínan þurfti að fara og skrá niðurstöður fyrir hvern og einn bókstaf. Lausn: l - 1, i - 1, í - 2, j - 7, f - 3, t - 3.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=