13 12 g situr á grunnlínu en leggurinn heldur áfram í boga niður að undirlínu. Á þessum tímapunkti er gott að bæta q inn og sýna nemendum hvernig leggurinn heldur áfram beint niður að undirlínu á meðan g fer í boga niður að línunni. Að lokum er gott að minna nemendur á að broddur fyrir ofan á er dreginn frá miðjum bókstaf og ská upp til hægri. Hugmyndir að leiðum í innlögn: • Stórir útklipptir bókstafir lagðir hver ofan á annan til að sýna hvað er líkt með bókstöfunum innan þessarar stafafjölskyldu. • Skrifa stafina ofan í hvern annan á tússtöflu, flettitöflu eða krítartöflu með mismunandi litum. Þannig sjá nemendur vel hvað er líkt með bókstöfunum innan viðkomandi stafafjölskyldu. Humlan Blær minnir nemendur á að byrja stafdráttinn efst. Þegar kemur að sjálfsmatinu á næstu síðu er gott að segja nemendum að hafa þessa áminningu í huga við matið. Verkefni Nemendur æfa sig að spora og skrifa bókstafina a, á, d, g og q. Einn bókstaf í hverja línu. Það er gott að minna nemendur á að staðsetja depil rétt yfir bókstafnum á. Bls. 7 Þjálfunaræfing Nemendur eiga að æfa sig að spora ofan í útlínur og mynstur á uglu og leðurblöku. Innlögn Á þessari síðu æfa nemendur sig að skrifa bókstafina u, ú, y og ý. Byrjið á að sýna nemendum stafdrátt bókstafanna u og ú á töflu. Síðan er stafdráttur bókstafanna y og ý sýndur og stafdráttur allra þessara bókstafa borinn saman ásamt því að skoða skyldleika við bókstafina sem voru æfðir á síðunni fyrir framan: a, á, d, g og q. Það getur verið gott að beina sjónum nemenda að einkennum bókstafanna u og y en það sem aðgreinir þá er sambærilegt við það sem aðgreinir a frá g. Að lokum er gott að minna nemendur á að broddur stafanna ú og ý er dreginn frá miðjum bókstaf og ská upp til hægri. Verkefni Nemendur æfa sig að spora og skrifa bókstafina u, ú, y og ý, einn bókstaf í hverja línu. Sjálfsmat Í verkefninu að framan eiga nemendur að hafa áminninguna frá humlunni á fyrri síðu í huga þegar þeir meta frammistöðu sína í lok verkefnis. Nemendur eiga að gera kross fyrir neðan broskarlinn sem passar best við þeirra mat. Bls. 8 Humlan Blær minnir nemendur á að muna eftir hjálparlínum. Verkefni Nemendur æfa sig að skrifa orð með bókstöfum a-fjölskyldunnar. Þjálfunaræfing Nemendur lita felumynd eftir leiðbeiningum. Nota á eftirfarandi liti fyrir hvern bókstaf: a – appelsínugulur, á – rauður, d – gulur, g – ljósgrænn, q – grár, u – ljósblár, y – blár, ý – dökkgrænn. Bls. 9 Verkefni Nemendur æfa sig að lesa og skrifa algeng orð. Markmið verkefnisins er að æfa lestur, skrift og stafsetningu orða sem koma oft fyrir í íslensku ritmáli. Orðin „gefa“ og „yfir“ eru með flóknari stafsetningu en mörg önnur orð þar sem framburður er ekki í samræmi við rithátt og því mikilvægt er að vinna sérstaklega með þau. Meistaralína Sjá inngangskafla. Bls. 10–13: b-fjölskyldan Hugtök: yfirlína, miðlína, grunnlína, undirlína, leggur, yfirleggur, belgur, bogi, tengikrókur. Bls. 10 Innlögn Stafdrætti bókstafanna í b-fjölskyldunni skal sýna á töflu. Gott er að beina sjónum nemenda að sameiginlegum einkennum bókstafa í b-fjölskyldunni en þeir eiga það allir sameiginlegt að byrjað er á vinstri legg bókstafanna, hvort sem þeir byrja við yfirlínu eða miðlínu. Til b-fjölskyldunnar teljast b, p, þ, h, n, m, k og r. Hugmyndir að leiðum í innlögn: • Stórir útklipptir bókstafir lagðir hver ofan á annan til að sýna hvað er líkt með bókstöfunum innan þessarar stafafjölskyldu. • Skrifa stafina ofan í hvern annan á tússtöflu, flettitöflu eða krítartöflu með mismunandi litum. Þannig sjá nemendur vel hvað er líkt með bókstöfunum innan viðkomandi stafafjölskyldu. Humlan Blær minnir nemendur á að byrja stafdráttinn efst. Þegar kemur að sjálfsmatinu á næstu síðu er gott að segja nemendum að hafa þessa áminningu í huga við matið. Verkefni Nemendur æfa sig að spora og skrifa bókstafina b, p, þ, h og n, einn bókstaf í hverja línu.
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=