Skrift 2a - kennsluleiðbeiningar

9 8 Meistaralína er lína þar sem nemendur leggja sig sérstaklega fram um að muna eftir öllu sem þeir hafa lært í skrift og vanda sig. Þeir velja sér stafi, orð eða málsgrein sem þeir skrifa eins vel og þeir geta. Þegar því er lokið eiga nemendur að meta eigin frammistöðu í meistaralínu með því að lita stjörnur. Besta mögulega frammistaða er þegar allar stjörnurnar eru litaðar. Kennarar eru hvattir til að kynna sér handbókina Skrift – handbók kennara sem má einnig nálgast á Skriftarvefnum. Handbókin inniheldur gagnlegar upplýsingar um kennslufræði skriftar, markmiðasetningu, námsmat og fleira. Á Skriftarvefnum er einnig að finna matsramma fyrir 2. þrep í skrift. Námsmat þarf að eiga sér stað reglulega og kennarar þurfa að nýta niðurstöður mats í þeim tilgangi að varða áframhaldandi kennslu og nám nemenda. Nemendur þurfa markvissa leiðsögn að markmiðunum, reglulega þjálfun og góða eftirfylgni sem eykur líkur á að þeir nái bæði nákvæmni og góðri fimi í skrift. Vönduð skriftarkennsla byggir á góðri kennsluáætlun þar sem meginmarkmiðið er að hámarka árangur nemenda. Hér á eftir má sjá tillögu að kennsluáætlun við upphaf innlagnar á tengdri skrift. Kennsluáætlun Það getur verið gott að leyfa nemendum að æfa þetta sérstaklega á skriftarblaði með hjálparlínum. Á blaðsíðu 46 eru tengingar með þverstriki úr t og f kynntar. Eins og áður er gott að sýna tengingarnar á töflu og gefa nemendum síðan færi á að æfa sig í nemendaefninu. Hér er tilvalið að sýna nemendum líka hvernig er tengt í bókstafinn t. Þá geta nemendur unnið næstu blaðsíðu strax í kjölfarið. Á blaðsíðu 48 er rifjuð upp reglan um að ekki eigi að tengja úr stöfum með undirlegg. Í l-fjölskyldunni eru tveir bókstafir með undirlegg (f og j). Fáið nemendur til að finna út með ykkur hvaða bókstafir það eru. Bendið nemendum á að þetta séu einu bókstafirnir í l-fjölskyldunni sem eru með undirlegg. Það eru hins vegar líka bókstafir í öðrum stafafjölskyldum sem eru með undirlegg. Fáið nemendur til að finna út með ykkur hvaða bókstafir það eru. Hér getur verið gott að hafa alla bókstafi stafrófsins við höndina. Á blaðsíðu 49 er kynning á því hvernig tengt er á milli þegar tvö f eða tvö t standa saman í orði. Þá er tengt á milli þessara stafa með löngu þverstriki. Þjálfun Þjálfun fer fram eftir innlagnir og er mælt með 15–20 mínútna daglegri þjálfun. Í upphafi þjálfunartíma er annaðhvort innlögn eða upprifjun á þeirri innlögn sem áður hefur farið fram og tengist þeim verkefnum sem nemendur eru að fara að vinna Hafa teygju- og slökunaræfingar tiltækar ef á þarf að halda fyrir úthaldslitla nemendur. Eftirfylgni og endurgjöf Eftirfylgni og endurgjöf kennara er mjög mikilvæg. Kennari þarf að vera hreyfanlegur um stofuna og leiðbeina nemendum eftir þörfum um vinnubrögð, stafdrátt og réttar tengingar. Mikilvægt er að veita nemendum jákvæða endurgjöf á það sem vel er gert og leiðrétta strax villur eða röng vinnubrögð. Stílabók og skriffæri til að skrá hjá sér jafnóðum minnisatriði tengd kennslunni og námsmati, t.d. ef einhverjir þurfa meiri stuðning við stafdrátt eða nánari leiðsögn varðandi vinnubrögð. Námsmat Sjálfsmat nemenda á blaðsíðum 45 og 47 auk mati á meistaralínu á blaðsíðu 49. Mat kennara á þessum tímapunkti ætti fyrst og fremst að snúast um að skoða og meta hvort nemendur hafi lært að tengja rétt á milli bókstafanna í l-fjölskyldunni. Kennari getur til dæmis gert það með því að biðja einn nemanda í einu um að skrifa ákveðin orð fyrir sig á blað sem innihalda bókstafi úr l-fjölskyldunni. Dæmi um orð: litir, illir, fitja, lítil, fatta, kaffi, oft ... Kennari getur einnig notað gátlista með yfirliti yfir hvernig á að tengja frá hverjum og einum bókstaf. Kennari merkir við á gátlistanum hvort nemendur hafi náð tökum á tengingunum. Gátlisti með yfirliti yfir hvernig á að tengja frá hverjum og einum bókstaf. Kennari merkir við hvort nemendur hafi náð tökum á tengingum. Gátlista má nálgast á Skriftarvefnum undir hnappnum Verkfærakista. Skrift 2 (2.-3. b.) Bls. 44–49. Tengingar í l-fjölskyldunni kynntar. Hjálpargögn Markmið Að nemandi: • læri að tengja rétt úr bókstöfum l-fjölskyldunnar. • nýti sér hjálparlínur í tengdri skrift. Markmið gerð sýnileg nemendum í kennslurýminu. Innlögn Þegar tengingar á milli bókstafa eru lagðar inn er gott að skipta innlögnum niður eftir bókstöfum og reglum um hvernig þeir tengjast öðrum stöfum. Á eftir hverri innlögn æfa nemendur það sem lagt var inn með því að vinna verkefni. Á blaðsíðu 44 eru bókstafirnir l, i og í kynntir til sögunnar en þeir tengjast öðrum bókstöfum frá tengikróknum. Kennari sýnir nemendum á töflu hvernig þetta er gert. Það getur verið gaman að leyfa nemendum að leika stafina. Nemendur geta til dæmis allir verið bókstafurinn l með því að standa þráðbeinir og búa til tengikrók með því að lyfta tábergi og rist. Með því að standa nógu þétt saman ná þeir að snerta næsta ell með tánni. Hægt er að leika sér á þennan hátt með tengingar á milli allra bókstafa sem á annað borð tengjast öðrum stöfum. Á blaðsíðu 45 er krókabrellan kynnt til sögunnar. Nemendum er kennt að hægt sé að tengja í bókstafinn f með krókabrellu. Kennari fer vel yfir hvernig tengikrókur er lengdur upp að miðlínu þannig að þegar blýanti er lyft og dregið til stafsins f þá snertir leggur f endann á tengikróknum og stafirnir tengjast. Línur á töflu (smart-tafla, skjávarpi) þannig að sýna megi réttan stafdrátt og tengingar á töflu. Orðaforði: yfirlína, miðlína, grunnlína, undirlína, leggur, yfirleggur, undirleggur, bogi, tengikrókur, broddur, depill, þverstrik.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=