Skrift 2a Kennsluleiðbeiningar Sigurlaug Rún Brynleifsdóttir Ragnheiður Ásta Valgeirsdóttir teiknaði myndir
1 ISBN 978-9979-0-2942-7 Verknúmer: 40752 @ Sigurlaug Rún Brynleifsdóttir @ teikningar Ragnheiður Ásta Valgeirsdóttir Ritstjóri: Elín Lilja Jónasdóttir Ráðgefandi læsisfræðingur: Guðbjörg Rut Þórisdóttir Yfirlestur og fagleg ráðgjöf: Freydís Helga Árnadóttir Málfarslestur: Ingólfur Steinsson 1. útgáfa 2025 Miðstöð menntunar og skólaþjónustu Kópavogi Hönnun og umbrot: Miðstöð menntunar og skólaþjónustu Skrift 2a - kennsluleiðbeiningar Inngangur Megináherslur í skriftarnámi á þrepi tvö eru að nemendur beiti réttum stafdrætti og tileinki sér réttar tengingar við ritun hálftengdrar ítalíuskriftar. Í þjálfuninni er tækifærið notað til að kynna fyrir nemendum ritun algengra orða, t.d. þar sem ritháttur og framburður fara ekki saman, og einfaldar reglur í réttritun. Nemendur fá svo að spreyta sig á þessu í gegnum merkingarbæran texta. Ástæðan fyrir því að ákveðið var að hefja kennslu og þjálfun í tengdri skrift svona snemma er sú að líklegra þykir að ungir nemendur eigi auðveldara með að tileinka sér tengdu skriftina og festast þá síður í ótengdri skrift. Þegar nemendur fara síðan að þróa sína eigin rithönd hafa þeir þegar lært leiðir í tengingum sem skapa meira flæði í skriftinni. Í nokkrum tilfellum er hægt að fara fleiri en eina leið í tengingum í skrift. Í þessu námsefni er lagt til að fara ákveðnar leiðir sem skila læsilegri rithönd en sjálfsagt er að fara aðrar leiðir ef það hentar betur. Kennurum er bent á fleiri leiðir í kennsluleiðbeiningum sem frjálst er að kenna nemendum og getur verið ágætt að benda þeim á fleiri en eina leið og þeir geta þá valið hvor leiðin hentar þeim betur. Dæmi um slíkt eru tengingar úr þverstriki á bókstöfunum t og f í leggstafi eins og l, h og k. Í þessu námsefni er það því sett í hendur kennara að vega og meta hvað þeir treysta nemendum sínum til að gera en það getur vissulega verið einstaklingsbundið. Í þessu sambandi getur verið gott fyrir kennara að æfa sig í tengdri skrift, bæði til að auka öryggi sitt í því sem þeir eru að fara að kenna og eins til að geta tekið vel rökstuddar ákvarðanir um þær leiðir sem þeir ákveða að fara í kennslunni. Með þessu móti gera kennarar sér einnig betur grein fyrir hvaða tengingar eru einfaldar og hvaða tengingar eru flóknari og krefjast þá ítarlegri innlagnar, endurtekinnar innlagnar og meiri þjálfunar. Það eina sem þarf að hafa að leiðar- ljósi er að fyrirkomulag tenginga sé rökrétt, ýti undir skriftarflæðið og þar með skriftarfimi nemenda seinna meir.
3 2 Inngangur 1 Tafla 1: Yfirlit yfir tengingar í og úr bókstöfum 4 Hugtök í skriftarkennslu og skriftarnámi 6 Yfirlit yfir stafdrátt allra bókstafa ��������������������������������������������������������������������������6 Líkamsstaða ������������������������������������������������������������������������������������������������������������6 Humlan Blær og táknin ��������������������������������������������������������������������������������������������6 Þjálfunaræfingar og þrautir ������������������������������������������������������������������������������������7 Þjálfun í stafsetningu og ritun sjónræns orðaforða 7 Námsmat ������������������������������������������������������������������������������������������������������������������7 Kennsluáætlun ��������������������������������������������������������������������������������������������������������8 Skrift 2a Bls. 4-5: Kynning á stafafjölskyldum ��������������������������������������������������������������������10 Bls. 6-9: a-fjölskyldan 11 Bls. 10-13: b-fjölskyldan 13 Bls. 14-17: l-fjölskyldan 15 Bls. 18-21: o-fjölskyldan 16 Bls. 22-25: x-fjölskyldan 18 Bls. 26-31: Stafafjölskyldur æfðar saman án tenginga 20 Bls. 32-37: Tenging bókstafa kynnt, a-fjölskyldan 21 Bls. 38-43: Tenging bókstafa kynnt, b-fjölskyldan 23 Bls. 44-49: Tenging bókstafa kynnt, l-fjölskyldan 25 Bls. 50-55: Tenging bókstafa kynnt, o-fjölskyldan 27 Bls. 56-57: Tenging bókstafa kynnt, x-fjölskyldan 30 Bls. 58-59: Algeng orð skrifuð með tengdri skrift 30 Bls. 60-61: Reglan um engar tengingar úr hástaf 31 Bls. 62-63: Skriftarþjálfun 32 Bls. 64: Til kennara 32 Efnisyfirlit
5 4 Bókstafir Tengingar Sýnidæmi o ó ö v w Lárétt tenging • Tengt úr belg að ofan þar sem stafnum er lokað. • Broddar og deplar eru gerðir eftir að orð hefur verið skrifað. • Tenging úr v og w eru úr hægra skástriki að ofan. orð - ólar - öskur var - óveður - view j g q y ý r ð A B D f t Ekki tengt … • úr stöfum þar sem leggurinn nær niður fyrir grunnlínu. • úr r og ð. • frá hástöfum. • úr f og t yfir í leggstaf. jójó - gýs - quiz - yrði eða - fara - urð Anna - Blær - Daníel fleira - kafli - litlir - Katla * Krókabrella er útskýrð nánar í kennsluleiðbeiningum þegar tengingar á viðkomandi bókstaf eru kenndar. Tafla 1: Yfirlit yfir tengingar í og úr bókstöfum Í því námsefni sem er ætlað til skriftarkennslu á öðru þrepi er lögð mun meiri áhersla á ritun lágstafa en hástafa og er það vegna þess að lágstafir eru mun algengari í ritmáli en hástafirnir. Ritun hástafa er aðallega æfð í tengslum við reglur sem tengjast bæði skrift og réttritun. Má þar nefna regluna um að allar málsgreinar byrji á hástaf og regluna um að aldrei sé tengt úr hástaf. Bókstafir Tengingar Sýnidæmi l i í u ú a á d h n m k z c b p þ s Skátenging • Tengt beint úr tengikrók. • Broddar og deplar eru gerðir eftir að orð hefur verið skrifað. • Vanda þarf sérstaklega tengingu í s þannig að tengikrókurinn taki á sig mjúkar línur að upphafsstað bókstafs. mála - dúkka - hann land - líma - hlátur zoo - cozy - kick pabbi - þessi - óþekk sopi x Krókabrella* • Tengikrókur dreginn að miðlínu, blýanti lyft og byrjað á réttum stað á næsta bókstaf á eftir og hann látinn snerta tengikrók. • Einnig má kenna nemendum að hefja tengingu við næsta staf í tengikrók á x eftir að búið er að klára að skrifa hann. vaxa - öxi e é æ Skátenging úr litlum stafbelg • Tengt úr litlum stafbelg þar sem stafnum lokað. • Broddar eru gerðir eftir að orð hefur verið skrifað. flétta - færa - gleði f t Lárétt tenging úr þverstriki • Tengt lárétt úr þverstriki í bókstafi sem ná upp í miðlínu. • Ekki tengt í bókstafi sem eru hærri og ná upp í yfirlínu, eins og l, h, k, b og þ. • Þegar tengt er í t er haldið áfram og blýantur dreginn að upphafsstað bókstafs. • Lagt er til að tengja í f með því að láta krókinn á stafnum sem tengja á úr ná upp í miðlínu og byrja síðan efst á bókstafnum f þannig að þegar f er skrifað kemst tengikrókurinn í snertingu við legg bókstafsins (krókabrella*). • Í eldra skriftarefni er tengt í f eins gert er í t og ef kennari treystir nemendum til þess að fara þá leið þannig að það komi vel út er sjálfsagt að gera það. • Þegar tvö f eða tvö t standa sama má kenna nemendum að draga eitt þverstrik í gegnum báða stafina í einu. Á meðan nemendur eru enn á því stigi að hljóða sig í gegnum orðin jafnóðum og þeir skrifa er frekar mælt með að klára hvern staf fyrir sig. tala - fata flakka - litlir at - alltaf afar - oft - æfur stafur - aftur kaffi - hattur © 2025 MMS | 2905 Skriftarvefurinn
7 6 Hugtök í skriftarkennslu og skriftarnámi Í öllu námi þurfa nemendur að tileinka sér fjöldann allan af hugtökum til að verða færir um að ræða um námið sitt. Þar er skriftarnámið engin undantekning og óhjákvæmilegt að hugað sé markvisst að því að kenna nemendum lykilhugtök strax í byrjun til að tryggja að þeir skilji leiðbeiningar kennara og geti nýtt sér endurgjöf. Hugtök sem notuð eru í tengslum við kennslu og þjálfun á hverri opnu nemendaefnis eru nefnd sérstaklega í upphafi leiðbeininga með hverju þema nemendaefnis. Þetta eru hugtök eins og leggur, undirleggur, yfirleggur, belgur, bogi, depill, broddur, tengikrókur, grunnlína, miðlína, undirlína, yfirlína, krókur, hástafur og lágstafur. Yfirlit yfir stafdrátt allra bókstafa Á fyrstu opnu í nemendabókunum er stafdráttur allra bókstafa, bæði hástafa og lágstafa sýndur. Á yfirlitinu eru örvar sem sýna röð aðgerða við stafdrátt en fjöldi örva ræðst af því hversu margar blýantsstrokurnar eru og hversu oft þarf að lyfta skriffæri til að mynda bókstafinn. Það er mikilvægt að kynna þessa opnu fyrir nemendum og benda þeim á að gott sé að fletta upp á henni ef þeir þurfa að rifja upp hvernig á að draga til einstakra bókstafa. Vakin er athygli á því að bókstafirnir Áá, Íí, Óó, Úú, Éé, Ýý eru broddstafir og leggja skal áherslu á að byrja neðst á broddinum og draga hann upp frá bókstafnum. Ef dregið er frá staf og upp hefur nemandinn stafinn til viðmiðunar og broddurinn lendir þá fyrir ofan réttan staf en ekki á staf við hliðina eða langt fyrir ofan. Þannig eru einnig meiri líkur á því að broddur snúi rétt og að hann fái form eins og broddur en ekki eins og komma sem dregin er niður. Líkamsstaða Á blaðsíðu 1 í bókunum er mynd sem sýnir ákjósanlega líkamsstöðu við skrift. Eins og sést á myndinni er mikilvægt að húsögn séu í þeirri hæð að nemandinn geti haft iljar á gólfi og að olnbogar hvíli á borðplötunni án þess að sveigja sé á baki eða hálsi. Þá þarf einnig að huga að því að halli á blaði sé réttur sem auðveldar þeirri hendi sem skrifað er með að hreyfast þvert yfir blaðið. Þegar rétthentir skrifa þarf blaðið að hallast örlítið til vinstri en til hægri hjá þeim sem eru örvhentir. Að síðustu ber að leggja áherslu á að kenna nemendum rétt blýantsgrip og að leiðrétta gripið sé það rangt. Í Skrift – handbók kennara og á Skriftarvefnum má bæði lesa meira um blýantsgripið og finna skýringamyndir sem sýna rétt blýantsgrip. Humlan Blær og táknin Á blaðsíðum tvö og þrjú í báðum bókum nemendaefnis er humlan Blær kynnt til sögunnar. Humlan hefur það hlutverk að gefa fyrirmæli og að minna nemendur á markmið í sjálfsmatsverkefnum. Á þessum sömu síðum eru tákn sem sýna einföld fyrirmæli, t.d. um að draga línu, draga hring, merkja með krossi o.s.frv. Þjálfunaræfingar og þrautir Líkt og á þrepi eitt eru fjölbreyttar þjálfunaræfingar í Skrift 2 sem snúa meðal annars að því að þjálfa skriftarhreyfingar og tengingar. Tilgangur sporunaræfinga er meðal annars sá að þjálfa grunnform bókstafanna og að hjálpa nemendum að fá tilfinningu fyrir réttum stafdrætti og réttum tengingum. Ítarlegri upplýsingar um gildi sporunar- og krotæfinga er að finna í Skrift – handbók kennara. Með þrautum er ekki síst leitast við að brjóta upp námsefnið í þeim tilgangi að gera það meira spennandi og draga úr mögulegum leiða á skriftaræfingum. Flestar þrautirnar hafa það að markmiði að þjálfa stjórn á skriffærum, æfa fínhreyfingar og stafsetningu. Kennurum er í sjálfsvald sett hvort þeir vilji hvetja nemendur til að lita myndir eða nota liti við sporunar- æfingar. Að lita myndir getur verið góð æfing fyrir fínhreyfingar, blýantsgrip og handahreyfingar og því getur það verið góð viðbótaræfing fyrir þá sem þurfa. Þjálfun í stafsetningu og ritun sjónræns orðaforða Í námsefninu er lögð áhersla á að vinna með algeng orð sem mynda grunninn að sjónrænum orðaforða nemenda. Orðin sem valin voru til þjálfunar eru meðal 400 fyrstu orðanna í 1000 orða lista MMS á Læsisvefnum. Listinn byggir á tíðni orða í námsefni sem stofnunin hefur gefið út fyrir mið- og unglingastig. Í gegnum þau orð sem voru valin í Skrift 2a eru tvær stafsetningar- reglur kynntar til sögunnar. Annars vegar reglan um það að ekkert orð byrjar á ð og ekkert orð endar á þ og hins vegar reglan um að málsgrein hefst á stórum staf og endar með punkti. Í Skrift 2b er lögð áhersla á að nemendur æfi sig að skrifa orð sem byrja á hv- og algeng orð með y, ý og ey. Þar er einnig unnið með stafsetningu auk þess sem unnið er með greinarmerkin ? og ! Námsmat Líkt og í Skrift 1a og Skrift 1b fá nemendur reglulega tækifæri til að meta gæði vinnu sinnar. Það er ýmist gert í gegnum sjálfsmat eða svokallaða meistaralínu. Með sjálfsmati er leitast við að efla vitund nemenda um markmið skriftarþjálfunar hverju sinni og hvetja þá til að hafa þau í huga við vinnu sína. Sjálfsmatið hefur einnig þann tilgang að ýta undir áhuga nemenda á skrift með því að beina athygli þeirra að því hvernig þeir skrifa. Sjálfsmatsverkefnin eru þannig upp sett að humlan nefnir atriði sem nemendur þurfa að hafa sérstaklega í huga við vinnu sína hverju sinni. Nemendur eiga síðan að leggja mat á hversu vel þeim gekk að æfa sig í að skrifa með þessi atriði til hliðsjónar. Markmið sem nemendur meta í sjálfsmati eru eftirfarandi: • Að byrja efst á bókstöfunum. • Að halda rétt á blýanti. • Að setja brodda á réttan stað. • Að setja depla á réttan stað. • Að láta lágstafina sitja á grunnlínu og ná upp í miðlínu. • Að nota hjálparlínur rétt og nákvæmlega. • Að hafa hæfilegt bil á milli stafa í orði. • Að hafa hæfilegt bil á milli orða í málsgrein. • Að tengja rétt á milli bókstafa þar sem það á við. • Að byrja málsgrein á stórum staf og ljúka henni með punkti. • Að nota spurningarmerki og upphrópunarmerki rétt.
9 8 Meistaralína er lína þar sem nemendur leggja sig sérstaklega fram um að muna eftir öllu sem þeir hafa lært í skrift og vanda sig. Þeir velja sér stafi, orð eða málsgrein sem þeir skrifa eins vel og þeir geta. Þegar því er lokið eiga nemendur að meta eigin frammistöðu í meistaralínu með því að lita stjörnur. Besta mögulega frammistaða er þegar allar stjörnurnar eru litaðar. Kennarar eru hvattir til að kynna sér handbókina Skrift – handbók kennara sem má einnig nálgast á Skriftarvefnum. Handbókin inniheldur gagnlegar upplýsingar um kennslufræði skriftar, markmiðasetningu, námsmat og fleira. Á Skriftarvefnum er einnig að finna matsramma fyrir 2. þrep í skrift. Námsmat þarf að eiga sér stað reglulega og kennarar þurfa að nýta niðurstöður mats í þeim tilgangi að varða áframhaldandi kennslu og nám nemenda. Nemendur þurfa markvissa leiðsögn að markmiðunum, reglulega þjálfun og góða eftirfylgni sem eykur líkur á að þeir nái bæði nákvæmni og góðri fimi í skrift. Vönduð skriftarkennsla byggir á góðri kennsluáætlun þar sem meginmarkmiðið er að hámarka árangur nemenda. Hér á eftir má sjá tillögu að kennsluáætlun við upphaf innlagnar á tengdri skrift. Kennsluáætlun Það getur verið gott að leyfa nemendum að æfa þetta sérstaklega á skriftarblaði með hjálparlínum. Á blaðsíðu 46 eru tengingar með þverstriki úr t og f kynntar. Eins og áður er gott að sýna tengingarnar á töflu og gefa nemendum síðan færi á að æfa sig í nemendaefninu. Hér er tilvalið að sýna nemendum líka hvernig er tengt í bókstafinn t. Þá geta nemendur unnið næstu blaðsíðu strax í kjölfarið. Á blaðsíðu 48 er rifjuð upp reglan um að ekki eigi að tengja úr stöfum með undirlegg. Í l-fjölskyldunni eru tveir bókstafir með undirlegg (f og j). Fáið nemendur til að finna út með ykkur hvaða bókstafir það eru. Bendið nemendum á að þetta séu einu bókstafirnir í l-fjölskyldunni sem eru með undirlegg. Það eru hins vegar líka bókstafir í öðrum stafafjölskyldum sem eru með undirlegg. Fáið nemendur til að finna út með ykkur hvaða bókstafir það eru. Hér getur verið gott að hafa alla bókstafi stafrófsins við höndina. Á blaðsíðu 49 er kynning á því hvernig tengt er á milli þegar tvö f eða tvö t standa saman í orði. Þá er tengt á milli þessara stafa með löngu þverstriki. Þjálfun Þjálfun fer fram eftir innlagnir og er mælt með 15–20 mínútna daglegri þjálfun. Í upphafi þjálfunartíma er annaðhvort innlögn eða upprifjun á þeirri innlögn sem áður hefur farið fram og tengist þeim verkefnum sem nemendur eru að fara að vinna Hafa teygju- og slökunaræfingar tiltækar ef á þarf að halda fyrir úthaldslitla nemendur. Eftirfylgni og endurgjöf Eftirfylgni og endurgjöf kennara er mjög mikilvæg. Kennari þarf að vera hreyfanlegur um stofuna og leiðbeina nemendum eftir þörfum um vinnubrögð, stafdrátt og réttar tengingar. Mikilvægt er að veita nemendum jákvæða endurgjöf á það sem vel er gert og leiðrétta strax villur eða röng vinnubrögð. Stílabók og skriffæri til að skrá hjá sér jafnóðum minnisatriði tengd kennslunni og námsmati, t.d. ef einhverjir þurfa meiri stuðning við stafdrátt eða nánari leiðsögn varðandi vinnubrögð. Námsmat Sjálfsmat nemenda á blaðsíðum 45 og 47 auk mati á meistaralínu á blaðsíðu 49. Mat kennara á þessum tímapunkti ætti fyrst og fremst að snúast um að skoða og meta hvort nemendur hafi lært að tengja rétt á milli bókstafanna í l-fjölskyldunni. Kennari getur til dæmis gert það með því að biðja einn nemanda í einu um að skrifa ákveðin orð fyrir sig á blað sem innihalda bókstafi úr l-fjölskyldunni. Dæmi um orð: litir, illir, fitja, lítil, fatta, kaffi, oft ... Kennari getur einnig notað gátlista með yfirliti yfir hvernig á að tengja frá hverjum og einum bókstaf. Kennari merkir við á gátlistanum hvort nemendur hafi náð tökum á tengingunum. Gátlisti með yfirliti yfir hvernig á að tengja frá hverjum og einum bókstaf. Kennari merkir við hvort nemendur hafi náð tökum á tengingum. Gátlista má nálgast á Skriftarvefnum undir hnappnum Verkfærakista. Skrift 2 (2.-3. b.) Bls. 44–49. Tengingar í l-fjölskyldunni kynntar. Hjálpargögn Markmið Að nemandi: • læri að tengja rétt úr bókstöfum l-fjölskyldunnar. • nýti sér hjálparlínur í tengdri skrift. Markmið gerð sýnileg nemendum í kennslurýminu. Innlögn Þegar tengingar á milli bókstafa eru lagðar inn er gott að skipta innlögnum niður eftir bókstöfum og reglum um hvernig þeir tengjast öðrum stöfum. Á eftir hverri innlögn æfa nemendur það sem lagt var inn með því að vinna verkefni. Á blaðsíðu 44 eru bókstafirnir l, i og í kynntir til sögunnar en þeir tengjast öðrum bókstöfum frá tengikróknum. Kennari sýnir nemendum á töflu hvernig þetta er gert. Það getur verið gaman að leyfa nemendum að leika stafina. Nemendur geta til dæmis allir verið bókstafurinn l með því að standa þráðbeinir og búa til tengikrók með því að lyfta tábergi og rist. Með því að standa nógu þétt saman ná þeir að snerta næsta ell með tánni. Hægt er að leika sér á þennan hátt með tengingar á milli allra bókstafa sem á annað borð tengjast öðrum stöfum. Á blaðsíðu 45 er krókabrellan kynnt til sögunnar. Nemendum er kennt að hægt sé að tengja í bókstafinn f með krókabrellu. Kennari fer vel yfir hvernig tengikrókur er lengdur upp að miðlínu þannig að þegar blýanti er lyft og dregið til stafsins f þá snertir leggur f endann á tengikróknum og stafirnir tengjast. Línur á töflu (smart-tafla, skjávarpi) þannig að sýna megi réttan stafdrátt og tengingar á töflu. Orðaforði: yfirlína, miðlína, grunnlína, undirlína, leggur, yfirleggur, undirleggur, bogi, tengikrókur, broddur, depill, þverstrik.
11 10 Skrift 2a Skrift 2a skiptist í nokkur þemu; kynning á stafafjölskyldum, stafafjölskyldur án tenginga, allar stafafjölskyldur æfðar saman án tenginga, tengingar kynntar og æfðar í gegnum stafafjölskyldur, tenging algengra orða og að síðustu er reglan um engar tengingar úr hástöfum kynnt. Í töflu eitt á blaðsíðu 4 má sjá yfirlit yfir hvernig á að tengja hvern og einn bókstaf. Bls. 4–5: Kynning á stafafjölskyldum Á fyrstu blaðsíðunum í Skrift 2a er ritun lágstafa æfð í gegnum stafafjölskyldur. Þær æfingar ættu að duga flestum nemendum til að festa stafdrátt betur í minni ef einhverju er ábótavant. Ef mat kennara leiðir hins vegar í ljós að einhverju sé verulega ábótavant varðandi stafdrátt þá má alltaf bæta við æfingum, til dæmis æfingum í að skrifa einstaka bókstafi, krotæfingum og fleiru en á Skriftarvefnum er ýmiss konar ítarefni sem ætlað er til þjálfunar og hægt er að prenta út. Á Skriftarsmiðjunni geta kennarar útbúið texta með skriftís letri á hjálparlínur og prentað út. Þar eru einnig hugmyndir að aukaæfingum til að þjálfa tengingar. Stafafjölskyldur eru kenndar í tengslum við lágstafina. Híbýli stafafjölskyldna hafa tengingu við grunnform skriftarinnar og í sumum tilfellum þær handahreyfingar sem beita þarf til að skrifa stafina sem tilheyra hverri fjölskyldu. Hugtök: hjálparlínur, yfirlína, miðlína, grunnlína, undirlína, depill, broddur, leggur, yfirleggur, undirleggur, bogi, belgur og tengikrókur. Innlögn Stafdráttur hverrar stafafjölskyldu fyrir sig er sýndur á töflu og ætti kennari að draga athygli nemenda að sameiginlegum einkennum hverrar fjölskyldu og jafnvel að varpa myndum af híbýlum fjölskyldnanna upp á vegg. Þannig eru auknar líkur á að ná sameiginlegri athygli allra nemenda. Kennari getur einnig verið með stóra útklippta bókstafi og lagt þá ofan á hvern annan til að sýna nemendum hvað sé líkt með bókstöfunum og þá sérstaklega þegar verið er að skoða hvað sé líkt með bókstöfum innan hverrar stafafjölskyldu. Þá er líka hægt að nota liti og skrifa stafina ofan í hvern annan með mismunandi litum. Þegar kennari rifjar upp stafdrátt hvers bókstafs er gott að nota orðaforða skriftarinnar og orða hvert skref stafdráttarins. Sem dæmi þegar stafurinn l er kynntur þá segir kennari: „Við notum hjálparlínurnar og byrjum við yfirlínuna og drögum stafinn niður í gegnum miðlínuna og stoppum á grunnlínu þar sem við gerum lítinn tengikrók.“ Að tala sig í gegnum stafdráttinn er ekki síst til þess fallið að vera fyrirmynd varðandi notkun orðaforða skriftarinnar. Eftir kynningu á hverri stafafjölskyldu eiga nemendur að spora ofan í bókstafi og vinna verkefni sem tilheyra hverri fjölskyldu fyrir sig. a-fjölskyldan (a - á - d - g - q - u - ú - y - ý) á það sameiginlegt að vera ýmist með lágan legg, háan legg eða undirlegg hægra megin sem dregið er til síðast. Úr bókstöfum sem eru ekki með undirlegg er gerður tengikrókur sem er notaður til að tengja í næsta bókstaf. Bókstafir sem eru með undirlegg eru ekki með tengikrók. b-fjölskyldan (b - p - þ - h - n - m - k - r) einkennist af því að stafdráttur allra bókstafa í þessari fjölskyldu hefst á vinstri legg sem ýmist byrjar við miðlínu eða yfirlínu. Þrír bókstafir í þessari fjölskyldu eru með belg: b, þ og p. Fjórir bókstafir eru með hægri legg en úr honum er gerður tengikrókur: h, n, m og k. Að lokum ber að kynna bókstafinn r sem hefur sama stafdrátt og form og bókstafurinn n nema að hann stoppar rétt undir miðlínu. l-fjölskyldan (l - i - í - j - f - t) á það sameiginlegt að allir stafirnir byggja á beinum línum en auk þess eru þrír þeirra með smá sveigju eða boga ýmist efst eða neðst: f, t og j. Vekja skal athygli á því að yfirleggur stafsins t er styttri en á öðrum bókstöfum sem eru með yfirlegg. o-fjölskyldan (o - ó - ö - ð - c - e - é - æ - s) á það sameiginlegt að byggja á bogadregnum, bugðóttum og hringlaga hreyfingum. Frá bókstöfunum o, ó og ö má segja að bókstafurinn ð sé rökrétt framhald þar sem haldið er áfram úr sporöskjulaga hringnum upp í yfirlegginn og á endanum er þverstrikið skrifað sem myndar nokkurs konar x fyrir ofan belginn. Dregið er á sama hátt til stafanna c, e og é þar sem byrjað er á bogadreginni línu frá miðlínu niður á grunnlínu og síðan er litlum belg bætt við e og é auk þess sem broddur er settur yfir é. Bókstafurinn æ byggir hins vegar bæði á a-fjölskyldu og o-fjölskyldu þar sem byrjað er á að skrifa bókstafinn a með bogadreginni línu neðst í stað tengikróks sem er þá eins og boginn neðst á e. Að lokum er litlum belg bætt við eins og á e. Hægt er að fara þá leið að kenna nemendum að bókstafurinn æ sé skyldur bæði a og e og er því frændi þeirra beggja. Bókstafurinn s er sá stafur o-fjölskyldunnar sem er ólíkastur öllum hinum þar sem byrjað er á boga efst og dregið niður í öfugan boga neðst. Hins vegar er hægt að skoða með nemendum að hvaða leyti s er líkt o með því að draga til stafsins s inni í o. Þá átta nemendur sig á að þeir eru að nota sömu boga efst og neðst í essinu eins og í o. x-fjölskyldan (x - z - v - w) einkennist af skástrikum og því að upphafsstaður allra bókstafanna er vinstra megin. Dregið er til stafanna frá vinstri til hægri. Það getur verið gaman að skoða bókstafina í x-fjölskyldunni með spegli til að átta sig á hvernig þeir speglast. Bls. 6-9: a-fjölskyldan Hugtök: yfirlína, miðlína, grunnlína, undirlína, leggur, yfirleggur, undirleggur, belgur, bogi, tengikrókur, broddur. Bls. 6 Innlögn Gott er að beina sjónum nemenda að stafdrætti bókstafanna í a-fjölskyldunni. Til a-fjölskyldunnar teljast a, á, d, g, q, u, ú, y og ý. Byrjið á að sýna nemendum stafdrátt bókstafanna a og á á töflu. Síðan er stafdráttur bókstafsins d sýndur og sjónum nemenda beint að því hvað er líkt með stafdrætti og útliti stafanna a og d en bókstafurinn d er í rauninni eins og a nema að haldið er áfram upp að yfirlínu til að gera yfirlegginn. Þá þarf að sýna nemendum að hvaða leyti bókstafurinn g er líkur bókstafnum a en í raun er það eina sem aðgreinir þessa bókstafi frá hvor öðrum að a situr á grunnlínu og endar á krók á meðan
13 12 g situr á grunnlínu en leggurinn heldur áfram í boga niður að undirlínu. Á þessum tímapunkti er gott að bæta q inn og sýna nemendum hvernig leggurinn heldur áfram beint niður að undirlínu á meðan g fer í boga niður að línunni. Að lokum er gott að minna nemendur á að broddur fyrir ofan á er dreginn frá miðjum bókstaf og ská upp til hægri. Hugmyndir að leiðum í innlögn: • Stórir útklipptir bókstafir lagðir hver ofan á annan til að sýna hvað er líkt með bókstöfunum innan þessarar stafafjölskyldu. • Skrifa stafina ofan í hvern annan á tússtöflu, flettitöflu eða krítartöflu með mismunandi litum. Þannig sjá nemendur vel hvað er líkt með bókstöfunum innan viðkomandi stafafjölskyldu. Humlan Blær minnir nemendur á að byrja stafdráttinn efst. Þegar kemur að sjálfsmatinu á næstu síðu er gott að segja nemendum að hafa þessa áminningu í huga við matið. Verkefni Nemendur æfa sig að spora og skrifa bókstafina a, á, d, g og q. Einn bókstaf í hverja línu. Það er gott að minna nemendur á að staðsetja depil rétt yfir bókstafnum á. Bls. 7 Þjálfunaræfing Nemendur eiga að æfa sig að spora ofan í útlínur og mynstur á uglu og leðurblöku. Innlögn Á þessari síðu æfa nemendur sig að skrifa bókstafina u, ú, y og ý. Byrjið á að sýna nemendum stafdrátt bókstafanna u og ú á töflu. Síðan er stafdráttur bókstafanna y og ý sýndur og stafdráttur allra þessara bókstafa borinn saman ásamt því að skoða skyldleika við bókstafina sem voru æfðir á síðunni fyrir framan: a, á, d, g og q. Það getur verið gott að beina sjónum nemenda að einkennum bókstafanna u og y en það sem aðgreinir þá er sambærilegt við það sem aðgreinir a frá g. Að lokum er gott að minna nemendur á að broddur stafanna ú og ý er dreginn frá miðjum bókstaf og ská upp til hægri. Verkefni Nemendur æfa sig að spora og skrifa bókstafina u, ú, y og ý, einn bókstaf í hverja línu. Sjálfsmat Í verkefninu að framan eiga nemendur að hafa áminninguna frá humlunni á fyrri síðu í huga þegar þeir meta frammistöðu sína í lok verkefnis. Nemendur eiga að gera kross fyrir neðan broskarlinn sem passar best við þeirra mat. Bls. 8 Humlan Blær minnir nemendur á að muna eftir hjálparlínum. Verkefni Nemendur æfa sig að skrifa orð með bókstöfum a-fjölskyldunnar. Þjálfunaræfing Nemendur lita felumynd eftir leiðbeiningum. Nota á eftirfarandi liti fyrir hvern bókstaf: a – appelsínugulur, á – rauður, d – gulur, g – ljósgrænn, q – grár, u – ljósblár, y – blár, ý – dökkgrænn. Bls. 9 Verkefni Nemendur æfa sig að lesa og skrifa algeng orð. Markmið verkefnisins er að æfa lestur, skrift og stafsetningu orða sem koma oft fyrir í íslensku ritmáli. Orðin „gefa“ og „yfir“ eru með flóknari stafsetningu en mörg önnur orð þar sem framburður er ekki í samræmi við rithátt og því mikilvægt er að vinna sérstaklega með þau. Meistaralína Sjá inngangskafla. Bls. 10–13: b-fjölskyldan Hugtök: yfirlína, miðlína, grunnlína, undirlína, leggur, yfirleggur, belgur, bogi, tengikrókur. Bls. 10 Innlögn Stafdrætti bókstafanna í b-fjölskyldunni skal sýna á töflu. Gott er að beina sjónum nemenda að sameiginlegum einkennum bókstafa í b-fjölskyldunni en þeir eiga það allir sameiginlegt að byrjað er á vinstri legg bókstafanna, hvort sem þeir byrja við yfirlínu eða miðlínu. Til b-fjölskyldunnar teljast b, p, þ, h, n, m, k og r. Hugmyndir að leiðum í innlögn: • Stórir útklipptir bókstafir lagðir hver ofan á annan til að sýna hvað er líkt með bókstöfunum innan þessarar stafafjölskyldu. • Skrifa stafina ofan í hvern annan á tússtöflu, flettitöflu eða krítartöflu með mismunandi litum. Þannig sjá nemendur vel hvað er líkt með bókstöfunum innan viðkomandi stafafjölskyldu. Humlan Blær minnir nemendur á að byrja stafdráttinn efst. Þegar kemur að sjálfsmatinu á næstu síðu er gott að segja nemendum að hafa þessa áminningu í huga við matið. Verkefni Nemendur æfa sig að spora og skrifa bókstafina b, p, þ, h og n, einn bókstaf í hverja línu.
15 14 Bls. 11 Þjálfunaræfing Talnamynd af kanínu. Nemendur draga strik á milli tölustafanna 1–32 og geta síðan litað myndina ef þeir vilja. Verkefni Nemendur spora og skrifa bókstafina m, k og r, einn bókstaf í hverja línu. Sjálfsmat Í verkefninu að framan eiga nemendur að hafa áminninguna frá humlunni á fyrri síðu í huga þegar þeir meta frammistöðu sína í lok verkefnis. Nemendur eiga að strika undir fallegustu bókstafina í verkefninu að framan. Síðan telja þeir hvað þeir merktu við marga fallega stafi og skrá niðurstöður sínar. Bls. 12 Humlan Blær minnir nemendur á að muna eftir hjálparlínum. Verkefni Nemendur æfa sig að spora og skrifa orð með bókstöfum b-fjölskyldunnar. Hér er gott að benda þeim á að í b-fjölskyldunni séu aðeins samhljóðar og ekki sé hægt að búa til orð með því að nota einungis samhljóða. Þess vegna þarf b-fjölskyldan aðstoð frá öðrum fjölskyldum til að búa til orð. Hér getur verið gott að rifja upp muninn á sérhljóðum og samhljóðum. Þegar rætt er um sérhljóða er hægt að kynna broddstafina sem tvíburabræður bókstafanna sem eru eins og broddstafirnir að útliti fyrir utan broddinn sem aðgreinir þá. Dæmi um tvíbura: a og á, e og é, i og í, u og ú. Svo má ekki gleyma einu þríburunum í stafrófinu: o, ó og ö. Síðan eru sérhljóðarnir a og e náfrændur og þegar þeir hittast þá búa þeir saman til æ. Þannig er hægt að halda áfram yfir í tvíhljóðin sem eru búin til úr bestu vinum, til dæmis eru a og u bestu vinir og þegar þau hittast búa þau saman til au. Bókstafurinn e á tvo bestu vini, i og y, og með þeim býr hann til tvíhljóðin ei og ey. Þjálfunaræfing Nemendur spora leiðina frá tréliti að ávexti. Ef vill má spora með samsvarandi litum og eru á myndunum. Bls. 13 Verkefni Nemendur æfa sig að spora og skrifa algeng orð. Markmið verkefnisins er að æfa bæði skrift og stafsetningu. Meistaralína Sjá inngangskafla. Bls. 14–17: l-fjölskyldan Hugtök: yfirlína, miðlína, grunnlína, undirlína, leggur, yfirleggur, undirleggur, tengikrókur, bogi, þverstrik, depill og broddur. Bls. 14 Innlögn Á næstu fjórum síðum er stafdráttur l-fjölskyldunnar rifjaður upp. Mælt er með að rifja upp stafdrátt allra bókstafanna í fjölskyldunni á töflu þar sem kennari sýnir stafdrættina og notar hugtök yfir hjálparlínur sem bókstafirnir snerta. Gott er að ávarpa það sem er líkt með bókstöfum l-fjölskyldunnar. Þá þarf einnig að minna nemendur á að staðsetja depla og brodda stafanna i, í og j rétt. Til l-fjölskyldunnar teljast l, i, í, j, f og t. Hugmyndir að leiðum í innlögn: • Stórir útklipptir bókstafir lagðir hver ofan á annan til að sýna hvað er líkt með bókstöfunum innan þessarar stafafjölskyldu. • Skrifa stafina ofan í hvern annan á tússtöflu, flettitöflu eða krítartöflu með mismunandi litum. Þannig sjá nemendur vel hvað er líkt með bókstöfunum innan viðkomandi stafafjölskyldu. Verkefni Til að byrja með æfa nemendur sig að skrifa stafina l, i og í sem allir eru með tengikrók. Síðan skrifa nemendur bókstafinn j sem er ekki með tengikrók heldur hefur hann undirlegg sem heldur áfram niður á undirlínu þar sem hann endar með boga sem vísar aðeins upp á við. Það er gott að minna nemendur á að staðsetja depla og brodda rétt yfir bókstöfunum i, í og j. Að síðustu skrifa nemendur bókstafinn f sem hefst á bogadreginni línu. Bókstafurinn f nær niður á undirlínu og að síðustu er dregið þverstrik við miðlínu. Humlan Blær minnir nemendur á að byrja stafdráttinn efst. Þegar kemur að sjálfsmatinu á næstu síðu er gott að segja nemendum að hafa þessa áminningu í huga við matið. Bls. 15 Þjálfunaræfing Nemendur eiga að hjálpa kanínunni að finna kálið sitt með því að draga línu í gegnum v ölundarhúsið. Gott er að hvetja nemendur til að forðast að snerta veggi völundarhússins með blýantinum. Það ýtir undir meiri nákvæmnisvinnu. Að lokum eiga nemendur að telja yfir hversu marga bókstafi kanínan þurfti að fara og skrá niðurstöður fyrir hvern og einn bókstaf. Lausn: l - 1, i - 1, í - 2, j - 7, f - 3, t - 3.
17 16 Verkefni Nemendur halda áfram að æfa sig að skrifa bókstafina í l-fjölskyldunni og er nú komið að því að skrifa t sem hefst á beinni línu miðja vegu á milli yfirlínu og miðlínu og endar á bogadreginni línu við lok stafdráttar. Í lokin er dregið þverstrik við miðlínu í gegnum legg bókstafsins. Í síðustu tveimur línunum á blaðsíðunni æfa nemendur alla bókstafi fjölskyldunnar, fyrst þá sem hafa tengikrók og síðan þá sem eru með boga. Sjálfsmat Nemendur eiga að hafa áminninguna frá humlunni á fyrri síðu í huga þegar þeir meta frammistöðu sína í lok verkefnis. Þeir eiga að draga strik undir fallegustu bókstafina í verkefninu að framan. Síðan telja þeir hvað þeir merktu við marga fallega stafi og skrá niðurstöður sínar. Bls. 16 Verkefni Nemendur eiga að æfa sig að skrifa orð sem innihalda aðeins bókstafi sem tilheyra l-fjölskyldunni. Humlan Blær minnir nemendur á að nota hjálparlínurnar. Þegar kemur að sjálfsmatinu á næstu síðu er gott að segja nemendum að hafa þessa áminningu í huga við matið. Þjálfunaræfing Stafasúpa: Nemendur eiga að lita stafina sem eru í l-fjölskyldunni. Lausn: stafirnir í l-fjölskyldunni: l, i, í, j, f, t. Bls. 17 Verkefni Nemendur æfa sig að skrifa algeng orð. Markmið verkefnisins er að æfa bæði skrift og stafsetningu. Meistaralína Sjá inngangskafla. Bls. 18–21: o-fjölskyldan Hugtök: yfirlína, miðlína, grunnlína, depill, broddur, belgur, bogi, þverstrik. Bls. 18 Innlögn Sýna skal stafdrætti bókstafanna í o-fjölskyldunni á töflu. Gott er að byrja á stafdrætti bókstafanna o, ó og ö. Þegar stafdráttur ð er sýndur er tilvalið að sýna nemendum hvað er líkt með o og ð og hvernig haldið er áfram með yfirlegg ð upp að yfirlínu. Þverstrikið er síðan sett á yfirlegginn þannig að það myndar x fyrir ofan belg bókstafsins. Næst er stafdráttur c sýndur og að lokum hvernig sá stafdráttur er nýttur sem upphaf að ritun bókstafanna e og é. Leggja skal áherslu á að nemendur staðsetji brodd rétt yfir é og dragi broddinn frá bókstafnum. Til o-fjölskyldunnar teljast o, ó, ö, ð, c, e, é, æ og s. Hugmyndir að leiðum í innlögn: • Skrifa mörg o á töfluna og sýna síðan hvernig c, e, é, æ og s passa inni í bókstafinn o. Þá er einnig hægt að sýna hver viðbótin er við o þegar dregið er til ð. • Stórir útklipptir bókstafir lagðir hver ofan á annan til að sýna hvað er líkt með bókstöfunum innan þessarar stafafjölskyldu. • Skrifa stafina ofan í hvern annan á tússtöflu, flettitöflu eða krítartöflu með mismunandi litum. Þannig sjá nemendur vel hvað er líkt með bókstöfunum innan viðkomandi stafafjölskyldu. Humlan Blær minnir nemendur á að byrja stafdráttinn efst. Þegar kemur að sjálfsmatinu á næstu síðu er gott að segja nemendum að hafa þessa áminningu í huga við matið. Verkefni Nemendur eiga að æfa sig að skrifa bókstafina o, ó, ö, ð og c. Einn bókstaf í hverja línu. Bls. 19 Þjálfunaræfing Nemendur eiga að teikna kúlur í nammipokann. Síðan á að telja kúlurnar og skrá fjölda þeirra. Verkefninu er ætlað að æfa hringhreyfingar. Innlögn Stafdráttur æ er sýndur þannig að kennari byrjar á að skrifa bókstafinn a og sýnir nemendum hvernig tengikrókurinn á a breytist í bogadregna línu þegar æ er skrifað og að síðasta skrefið er að gera litla belginn að ofanverðu eins og þegar við skrifum e. Rifja skal upp stafdrátt bókstafsins s og getur verið gott að æfa bókstafinn sérstaklega á auðu blaði þannig að nemendur nái mjúkum bogadregnum línum þegar þeir draga til stafsins. Verkefni Nemendur eiga að æfa sig að skrifa bókstafina e, é, æ og s. Einn bókstaf í hverja línu. Sjálfsmat Í verkefninu að framan eiga nemendur að hafa áminninguna frá humlunni á fyrri síðu í huga þegar þeir meta frammistöðu sína í lok verkefnis. Nemendur eiga að draga strik undir fallegustu bókstafina í verkefninu að framan. Síðan telja þeir hvað þeir merktu við marga fallega stafi og skrá niðurstöður sínar. Bls. 20 Humlan Blær minnir nemendur á að muna eftir hjálparlínunum. Verkefni Nemendur æfa sig að skrifa orð með bókstöfum o-fjölskyldunnar.
19 18 Þjálfunaræfing Nemendur draga línur í gegnum völundarhúsin og eiga að reyna að forðast að snerta veggi þeirra með blýantinum. Bls. 21 Verkefni Nemendur æfa sig að skrifa algeng orð en markmið verkefnisins er að þjálfa bæði skrift og stafsetningu. Meistaralína Sjá inngangskafla. Bls. 22–25: x-fjölskyldan Hugtök: miðlína, grunnlína, skástrik, leggur, tengikrókur. Bls. 22 Innlögn Stafdrættir bókstafanna í x-fjölskyldunni sýndir á töflu. Byrja skal á stafdrætti x og þarf að muna eftir að gera tengikrókinn sem verður notaður síðar þegar tengiskriftin verður kennd og æfð, þetta á líka við um z sem skal skrifa með tengikrók. Þegar stafdráttur bókstafsins z er æfður þarf einnig að benda nemendum á að þegar skástrikið frá hægri til vinstri er dregið á það að enda beint fyrir neðan upphafspunkt bókstafsins. Bókstafurinn á því að passa inn í rétthyrning og í raun er hægt að skrifa alla bókstafi x-fjölskyldunnar inn í rétthyrning. Að lokum eru stafdrættir v og w rifjaðir upp en þá er gott að benda nemendum á að w er eins og v sé skrifað tvisvar í röð. Stafir x-fjölskyldunnar eru x, z, v, w. Hugmyndir að leiðum í innlögn: • Stórir útklipptir bókstafir lagðir hver ofan á annan til að sýna hvað er líkt með bókstöfunum innan þessarar stafafjölskyldu. • Skrifa stafina ofan í hvern annan á tússtöflu, flettitöflu eða krítartöflu með mismunandi litum. Þannig sjá nemendur vel hvað er líkt með bókstöfunum innan viðkomandi stafafjölskyldu. Humlan Blær minnir nemendur á grunnlínu og miðlínu. Þegar kemur að sjálfsmatinu á næstu síðu er gott að segja nemendum að hafa þessa áminningu í huga við matið. Verkefni Nemendur æfa sig að skrifa bókstafina x, z, v og w, einn bókstaf í hverja línu. Þjálfunaræfing Nemendur eiga að æfa sig að spora ofan í og teikna grunnformin. Bls. 23 Þjálfunaræfing Nemendur eiga að leysa krossgátu með því að skrifa orð við myndir. Lausnarorð sem er hægt að lesa lóðrétt niður er skrift. Nemendur eiga að skrifa lausnarorðið á línu til hliðar við krossgátuna. Myndir í krossgátunni: vasi, kex, skór, fiðrildi, fluga, tjald. Verkefni Nemendur halda áfram að skrifa bókstafina í x-fjölskyldunni. Tveir bókstafir æfðir í hverri línu. Þjálfunaræfing Nemendur eiga að leysa krossgátu með því að skrifa orð við myndir. Lausnarorð sem er hægt að lesa lóðrétt niður er skrift. Nemendur eiga að skrifa lausnarorðið á línu til hliðar við krossgátuna. Myndir í krossgátunni: vasi, kex, skór, fiðrildi, fluga, tjald. Sjálfsmat Í verkefninu að framan eiga nemendur að hafa áminninguna frá Blæ á fyrri síðu í huga þegar þeir meta frammistöðu sína í lok verkefnis. Nemendur eiga að gera kross fyrir neðan broskarlinn sem passar best við þeirra mat. Bls. 24 Verkefni Nemendur æfa sig að skrifa orð með bókstöfum x-fjölskyldunnar. Hér er gott að benda nemendum á að í x-fjölskyldunni eru aðeins samhljóðar en það er ekki hægt að búa til orð með því að nota einungis samhljóða. Þess vegna þarf x-fjölskyldan aðstoð frá öðrum fjölskyldum til að búa til orð. Hér er aftur tilvalið tækifæri til að rifja upp sérhljóð og samhljóð. Á blaðsíðu 14 er fjallað um frændsemi sérhljóðanna og getur verið gott að rifja það upp. Þegar rætt er um samhljóða er hægt að kenna nemendum að samhljóðar eru ekki nógu sterkir til að segja nafnið sitt sjálfir og þess vegna fá þeir sérhljóðana til að hjálpa sér, dæmi: bé, gé, ká, ell o.s.frv. Sérhljóðarnir eru hins vegar mjög sterkir og þess vegna geta þeir sagt nafnið sitt alveg sjálfir. Þjálfunaræfing Nemendur æfa skriftarhreyfingar og grunnform skriftar með því að spora ofan í línur. Bls. 25 Verkefni Nemendur æfa sig að skrifa stutt orð sem öll innihalda að minnsta kosti einn bókstaf úr x-fjölskyldunni. Meistaralína Sjá inngangskafla.
21 20 Bls. 26–31: Stafafjölskyldur æfðar saman án tenginga. Hugtök: yfirlína, miðlína, grunnlína, undirlína, leggur, yfirleggur, undirleggur, belgur, bogi, tengikrókur, þverstrik, depill,broddur, stór stafur, hástafur, punktur. Bls. 26 Á næstu tveimur síðum æfa nemendur sig að skrifa ýmis algeng orð sem eru á meðal 400 fyrstu orðanna í 1000 orða lista MMS á Læsisvefnum. Humlan Blær minnir nemendur á að hafa hæfilegt bil á milli bókstafa innan orða. Þegar kemur að sjálfsmatinu á næstu síðu er gott að segja nemendum að hafa þessa áminningu í huga við matið. Verkefni Nemendur æfa sig að skrifa algeng orð, eitt orð í hverja línu. Bls. 27 Verkefni Nemendur æfa sig að skrifa algeng orð. Í hverjum dálki er eitt orð og eiga nemendur að skrifa hvert orð á línurnar fyrir neðan. Sjálfsmat Í verkefninu að framan eiga nemendur að hafa áminninguna frá humlunni á fyrri síðu í huga þegar þeir meta frammistöðu sína í lok verkefnis. Nemendur eiga að merkja við þá málsgrein sem lýsir því best hvernig þeim gekk að ná markmiðinu. Bls. 28 Innlögn Á næstu fjórum síðum eiga nemendur að skrifa málsgreinar og er tilgangur verkefnanna að kenna og æfa stafsetningu samhliða skriftarþjálfun. Hér skal kennari leggja áherslu á að kenna eða rifja upp regluna um að málsgrein byrjar á stórum staf og endar á punkti. Það er gott að orða við nemendur að stundum er hugtakið hástafur notað og stundum hugtakið stór stafur. Humlan Blær minnir nemendur á að hafa hæfilegt bil á milli orða í málsgrein. Þegar kemur að sjálfsmatinu á næstu síðu er gott að segja nemendum að hafa þessa áminningu í huga við matið. Verkefni Nemendur skrifa málsgrein eftir forskrift. Ætlast er til að nemendur spori fyrst ofan í forskriftina og skrifi svo. Þjálfunaræfing Í verkefninu eru tvær eins myndir af mús nema að á aðra myndina vantar atriði sem eru á hinni myndinni. Nemendur eiga að finna hvað vantar og merkja við á myndinni. Það sem vantar á myndina til hægri er: litur í auga, eitt veiðihár, topp, eitt gat í osti, eina tá og línu sem aðgreinir framlöpp. Bls. 29 Þjálfunaræfing Nemendur æfa skriftarhreyfingar og grunnform skriftar með því að spora ofan í línur. Verkefni Nemendur skrifa málsgreinar eftir forskrift sem er á vinstri síðu opnunnar. Sjálfsmat Nemendur meta vinnu sína með því að svara spurningum í gátlista. Nemendur meta hvort þeir skrifuðu stóran staf í upphafi málsgreina og hvort þeir gerðu punkt í lok málsgreinar. Bls. 30 Innlögn Humlan Blær minnir nemendur á að hafa hæfilegt bil á milli orða í málsgrein. Þegar kemur að sjálfsmatinu á næstu síðu er gott að segja nemendum að hafa þessa áminningu í huga við matið. Verkefni Nemendur skrifa málsgreinar eftir forskrift. Ætlast er til að nemendur spori fyrst ofan í forskriftina og skrifi svo. Bls. 31 Humlan Blær minnir nemendur á að muna eftir reglunni um stóran staf og punkt. Verkefni Nemendur velja sér málsgreinar til að skrifa eftir forskrift. Forskriftin er án hjálparlína en nemendur hafa hjálparlínur til að styðjast við þegar þeir skrifa. Það er því mikilvægt að fylgja því vel eftir í þessari æfingu að nemendur noti hjálparlínurnar rétt. Meistaralína Sjá inngangskafla. Bls. 32–37: Tenging bókstafa kynnt, a-fjölskyldan Hugtök: yfirlína, miðlína, grunnlína, undirlína, leggur, yfirleggur, undirleggur, belgur, broddur, skátenging. a-fjölskyldan: a, á, d, g, q, u, ú, y, ý Bls. 32 Innlögn Þeir bókstafir a-fjölskyldunnar sem eru tengdir í aðra stafi tengjast öðrum með skátengingu frá tengikróki. Byrjað er að æfa tengingar bókstafanna sem eru með tengikrók og eru þar af leiðandi tengdir í aðra stafi. Þegar tengt er í næsta staf er haldið áfram úr tengikrók á upphafsstað næsta bókstafs. Leggja skal áherslu á að í tengiskrift eru tengingar notaðar til að fara á byrjunarreit
23 22 næsta bókstafs og þar sem nemendur hafa nú þegar lært hvar á að byrja á öllum bókstöfunum þá halda þeir áfram að nýta sér þá þekkingu í skriftinni. Reglan um að byrja á réttum stað ríkir enn þó að tengingum sé bætt við. Þegar nemendur æfa sig að tengja broddstafi eins og ú og á skal kenna þeim að gera broddana eftir á þannig að þeir ljúka við að gera tengingarnar í næstu bókstafi og klára æfinguna eða orðið áður en þeir skrifa broddana. Humlan Blær minnir nemendur á hvernig á að nota krókinn til að tengja í næsta bókstaf. Þegar kemur að sjálfsmatinu á næstu síðu er gott að segja nemendum að hafa þessa áminningu í huga við matið. Verkefni Nemendur æfa sig að skrifa og tengja bókstafina a, á, u og ú. Þjálfunaræfing Nemendur eiga að spora í útlínur gullfiska og teikna mynstur á þá. Bls. 33 Þjálfunaræfing Nemendur æfa skriftarhreyfingar og grunnform skriftar með því að spora ofan í línur. Verkefni Nemendur æfa sig að skrifa og tengja bókstafina d, u, og a. Sjálfsmat Humlan Blær spyr nemendur hvernig þeim hafi gengið að tengja og þeir merkja við þá málsgrein sem lýsir því best hvernig það gekk. Bls. 34 Innlögn Kenna þarf nemendum sérstaklega að aldrei sé tengt úr undirlegg. Á þessari síðu eru bókstafir a-fjölskyldunnar sem eru með undirlegg æfðir: g, y, ý, q. Þó að ekki sé tengt úr þessum bókstöfum er tengt í þá og því mikilvægt að æfa þær tengingar. Humlan Blær minnir nemendur á að það á ekki að tengja úr bókstöfum sem eru með undirlegg. Verkefni Nemendur æfa sig að skrifa g, q, y og ý ásamt því að æfa tengingar í framangreinda stafi. Bls. 35 Þjálfunaræfing Nemendur eiga að finna algeng orð í orðasúpunni. Orðin sem leitað er eftir: byrja, hafði, segir, til, líkt, fleiri, mega. Verkefni Nemendur æfa sig að skrifa orð sem eru búin til með bókstöfum a-fjölskyldunnar með tengiskrift. Sjálfsmat Humlan Blær spyr nemendur hvernig hafi gengið að tengja og þeir merkja við þá málsgrein sem lýsir því best hvernig það gekk. Bls. 36 Humlan Blær minnir nemendur á að halda rétt á blýantinum. Verkefni Nemendur æfa sig að skrifa og tengja orð og orðleysur úr bókstöfum a-fjölskyldunnar. Bls. 37 Verkefni Nemendur æfa sig að skrifa og tengja bókstafi a-fjölskyldunnar í orð og orðleysur. Meistaralína Sjá inngangskafla. Bls. 38–43: Tenging bókstafa kynnt, b-fjölskyldan Hugtök: yfirlína, miðlína, grunnlína, undirlína, leggur, yfirleggur, undirleggur, tengikrókur, bogi, belgur, skátenging. b-fjölskyldan: b, p, þ, h, n, m, k, r Bls. 38 Innlögn Þegar tengt er úr b, p og þ er tengt úr belgnum og blýanturinn dreginn til baka eftir neðsta hluta belgsins þar sem stafnum er lokað og þaðan er búin til skátenging yfir í næsta bókstaf. Tengingar úr h, n, m, k eru frekar einfaldar þar sem tengt er úr tengikrók eins og æft hefur verið áður með bókstöfum úr öðrum stafafjölskyldum. Humlan Blær minnir nemendur á hvernig er tengt úr belg á bókstöfunum b, p og þ. Þegar kemur að sjálfsmatinu á næstu síðu er gott að segja nemendum að hafa þessa áminningu í huga við matið. Verkefni Nemendur æfa sig að tengja úr og í bókstafina b, p, þ, h, n og m. Bls. 39 Verkefni Nemendur æfa sig að tengja úr og í bókstafina h, n, m og k. Þjálfunaræfing Nemendur eiga að leysa krossgátu með því að skrifa orð við myndir. Þegar búið er að leysa krossgátuna er hægt að lesa lausnarorðið krókur lóðrétt niður úr krossgátunni. Nemendur eiga að skrifa lausnarorðið á línu fyrir neðan krossgátuna. Myndir í krossgátunni: akkeri, gríma, rós, skæri, snuð, þyrla.
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=