Skrift 1a og 1b - Kennsluleiðbeiningar

7 Sjálfsmat nemenda Á annarri og fjórðu síðu hverrar bókstafsumfjöllunar meta nemendur gæði vinnu sinnar en með slíku sjálfmati er leitast við að efla vitund nemenda um markmið skriftar- þjálfunar hverju sinni og hvetja þá til að hafa markmiðin í huga við vinnu sína. Fyrra sjálfsmatsverkefnið er þannig upp sett að humlan nefnir atriði sem nemendur eiga að hafa sérstaklega í huga við vinnu sína hverju sinni. Nemendur eiga síðan að leggja mat á hversu vel þeim gekk að æfa sig í að skrifa há- og lágstaf með þessi atriði til hliðsjónar (tvær skriftarlínur fyrir ofan sjálfsmat). Þeir gera kross fyrir neðan broskarlinn sem passar best við þeirra mat eða strika undir fallegustu stafina. Þættir sem nemendur meta í sjálfsmati eru eftirfarandi: • Að byrja efst á bókstöfunum. • Að halda rétt á blýanti. • Að setja brodda á réttan stað. • Að setja depla á réttan stað. • Að láta lágstafina sitja á grunnlínu og ná upp í miðlínu. • Að nota hjálparlínur rétt og nákvæmlega. Á síðustu blaðsíðu hvers bókstafs gefst nemendum færi á að spreyta sig á svokallaðri meistaralínu. Meistaralína er lína þar sem nemendur leggja sig sérstaklega fram um að muna eftir öllu sem þeir hafa lært í skrift og vanda sig. Þeir velja sér staf, orð eða málsgrein ofar á síðunni sem þeir skrifa eins vel og þeir geta. Þegar því er lokið eiga nemendur að meta eigin frammistöðu í meistaralínu með því að lita stjörnur. Besta mögulega frammistaða er þegar allar stjörnurnar eru litaðar. Í Skrift – handbók kennara eru gagnlegar upplýsingar um kennslufræði skriftar, markmiðasetningu, námsmat og fleira sem kennarar eru hvattir til að kynna sér vel. Efnið er í vinnslu. Skriftarvefurinn er hagnýtur safnvefur fyrir kennara þar sem finna má fjölbreytt verkfæri til skriftarkennslu. Á vefnum eru meðal annars gagnlegar upplýsingar um mat á skrift, upplýsingar vegna nemenda sem þurfa aukinn stuðning í skriftarnámi sínu og góð ráð til foreldra ef þjálfa á skrift heima. Efnið er í vinnslu.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=