26 Þjálfunaræfing Nemendur geta óskað sér eða spurt spurninga og valið sér svo línu til að spora. Það getur verið spennandi að sjá hvort línan leiði nemendur að svarinu já eða nei. Hljóðavinna Nemendur hlusta eftir hvort þeir heyri hljóð bókstafsins l fremst, inni í orði eða aftast og merkja í viðeigandi reiti fyrir neðan myndirnar eftir því hvar í orðinu þeir heyra hljóðið. Myndir: sól, epli, lás, róla, ól og lauf. Tilvalið er að gefa nemendum fleiri orð til að æfa sig enn frekar, annaðhvort með því að nefna orð eða með því að sýna þeim ýmiss konar hluti og fá þá til að hlusta eftir hvar hljóð bókstafsins l er staðsett í orðunum.
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=