Skrift 1a og 1b - Kennsluleiðbeiningar

10 Þjálfunaræfing Nemendur finna leið fyrir músina svo hún komist í holuna sína. Draga á línu í gegnum göngin og gott að hvetja nemendur til að reyna að draga línu án þess að snerta veggi gangnanna. Hljóðavinna Nemendur draga hring utan um myndirnar sem hafa hljóðið á. Myndir: ás, lás, sól, kaka, bál og álfur. Í tengslum við þessa vinnu er gott að koma með fleiri dæmi um orð og fá nemendur til að hlusta eftir hvort þeir heyri hljóð bókstafsins í orðunum sem kennarinn nefnir. Í allri hljóða- vinnu er líka gott að spyrja nemendur eftir orðum sem þeir þekkja sem hafa hljóðið sem unnið er með hverju sinni.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=