Skrift 1a og 1b - Kennsluleiðbeiningar

Skrift 1a og 1b Kennsluleiðbeiningar Sigurlaug Rún Brynleifsdóttir Ragnheiður Ásta Valgeirsdóttir teiknaði myndir

2 ISBN 978-9979-0-2866-6 Verknúmer: 40727 @ Sigurlaug Rún Brynleifsdóttir @ teikningar Ragnheiður Ásta Valgeirsdóttir @ aðrar teikningar Shutterstock Ritstjóri: Elín Lilja Jónasdóttir Ráðgefandi læsisfræðingur: Guðbjörg Rut Þórisdóttir Yfirlestur og fagleg ráðgjöf: Freydís Helga Árnadóttir og Margrét Anna Atladóttir grunnskólakennarar, Freyja Bergsveinsdóttir skriftarfræðingur 1. útgáfa 2024 Miðstöð menntunar og skólaþjónustu Kópavogi Hönnun og umbrot: Miðstöð menntunar og skólaþjónustu Skrift 1a og 1b - kennsluleiðbeiningar

3 EFNISYFIRLIT Inngangur 4 Skrift 1a Áa 8 Ss 12 Íí 16 Aa 20 Ll 24 Óó 28 Rr 32 Ii 36 Úú 40 Mm 44 Uu 48 Ee 52 Vv 56 Oo 60 Nn 64 Ææ 68 Jj 72 Skrift 1b FF 76 Ée 80 Hh 84 Tt 88 Gg 92 Ðð 96 Öö 100 Bb 104 Yy 108 Þþ 112 Kk 116 Dd 120 Au 124 Pp 128 Ei/Ey 132 Xx 136 Cc 140 Zz 141 Ww 142 Qq 143

4 Í þessu námsefni er lögð áhersla á að skriftarkennsla og þjálfun verði ríkari þáttur í stafainnlögn og fái þar meira svigrúm. Flestir nemendur geta auðveldlega lært að þekkja útlit og hljóð tveggja bókstafa á viku þannig að þeir geti lesið stafina og notað í einföld orð en öðru máli gegnir um það að læra að skrifa stafina. Til þess þurfa nemendur meiri leiðsögn, þjálfun, upprifjun og eftirfylgni. Stafainnlögn telst því í raun ekki lokið fyrr en nemendur þekkja útlit allra bókstafa, hljóð þeirra og geta dregið þá rétt til stafs á sjálfvirkan og nákvæman hátt. Þá eru þeir komnir með forsendur til að geta umskráð (lesið) og skráð (ritað) á árangursríkan hátt. Námsefnið er unnið út frá Aðalnámskrá grunnskóla 2011/2013 en í hæfniviðmiðun ritunar í íslensku kemur m.a. fram að við lok 4. bekkjar geti nemandi dregið rétt til stafs og skrifað skýrt og læsilega. Hugtök í skriftarkennslu og skriftarnámi Í öllu námi þurfa nemendur að tileinka sér fjöldann allan af hugtökum til að verða færir um að ræða um námið sitt. Þar er skriftarnámið engin undantekning og óhjákvæmilegt að hugað sé markvisst að því að kenna nemendum lykilhugtök strax í byrjun til að tryggja að þeir skilji leiðbeiningar kennara og geti nýtt sér endurgjöf hans. Hugtök sem notuð eru í tengslum við innlögn stafdrátts eru nefnd sérstaklega í upphafi leiðbeininga með hverjum og einum bókstaf. Þetta eru hugtök eins og hástafur, lágstafur, broddstafur, broddur, depill, belgur, undirleggur, yfirleggur, grunnlína, miðlína, undirlína og yfirlína. Yfirlit yfir stafdrátt allra bókstafa Fremst í nemendabókunum er stafdráttur allra bókstafa, bæði hástafa og lágstafa, sýndur. Á yfirlitinu eru örvar sem sýna röð aðgerða við stafdrátt en fjöldi örva ræðst af því hversu margar blýantsstrokurnar eru og hversu oft þarf að lyfta skriffæri til að mynda bókstafinn. Það er mikilvægt að kynna þessa opnu fyrir nemendum og benda þeim á að gott sé að flletta á hana ef þeir þurfa að rifja upp hvernig á að draga til einstaka bókstafa. Vakin er athygli á því að bókstafirnir (Áá, Íí, Óó, Úú, Éé, Ýý) eru broddstafir og leggja skal áherslu á að byrja neðst á broddinum og draga hann upp frá bókstafnum. Ef dregið er frá staf og upp hefur nemandinn stafinn til viðmiðunar og broddurinn lendir þá fyrir ofan réttan staf en ekki á staf við hliðina eða langt fyrir ofan. Þannig eru einnig meiri líkur á því að broddur snúi rétt og að hann fái form eins og broddur en ekki eins og komma, sem dregin er niður. Inngangur

5 Meta meistaralínu og lita stjörnur. Spora og halda áfram. Strika undir fallega bókstafi og telja þá. Lesa orð og tengja. Draga hring utan um bókstaf, orð eða mynd. Draga línu. Krossa í réttan reit. Finna hljóð. Klappa samstöfur og skrá fjölda. Humlan Blær og táknin Á bls. 2–3 í nemendaefninu er humlan Blær kynnt til sögunnar. Humlan hefur það hlutverk að gefa fyrirmæli og að minna nemendur á markmið í sjálfsmatsverkefnum. Á þessum sömu síðum eru tákn sem sýna einföld fyrirmæli, t.d. um að draga línu, finna hljóð eða spora.

6 Sporunaræfingar Tilgangur sporunaræfinga er m.a. sá að þjálfa grunnform bókstafanna og að hjálpa nemendum til að fá tilfinningu fyrir réttum stafdrætti. Með hverjum nýjum bókstaf er gott að láta nemendur æfa sig í að spora bæði hástaf og lágstaf með fingri, t.d. í sand eða með málningu á pappír. Hægt er að skipta sandi úti fyrir hrísgrjón, sagógrjón eða annan skemmilegan efnivið. Eftir sporunaræfingar með fingri æfa nemendur sig að spora og skrifa bókstafina með blýanti í skriftarbókina. Ítarlegri upplýsingar um gildi sporunar- og krotæfinga er að finna í handbók um notkun námsefnisins, Skrift – handbók kennara. Stafahúsið Notkun stafahússins er einkar gagnleg þar sem það getur hjálpað nemendum að átta sig á hlutföllum bókstafsforma, stærðarhlutfalli stafa með undir- og yfirleggi og muninum á stærð há- og lágstafa svo dæmi séu tekin. Í stafahúsinu eru kjallari, hæð og ris en þetta eru hugtök sem flestir nemendur ættu að þekkja. Út frá húsinu er einnig gott að ræða lykilhugtök eins og grunnlína, miðlína, yfirlína, stafabelgur, undirleggur og yfirleggur. Mynd og tengiorð Þegar nýr bókstafur er tekinn fyrir má sjá mynd og tengiorð á vinstri síðu sem tengjast hljóði bókstafsins. Eins og í Lestrarlandinu þá á upphafshljóð myndarinnar að minna nemendur á hljóð bókstafsins og hjálpa þannig til við að tengja saman útlit og hljóð. Í þessu efni var ákveðið að bæta við orðmyndinni sjálfri þar sem sum börn eru farin að lesa dálítið en orðið er skrifað með tengdri skrift til að nemendur venjist því að sjá og lesa hana snemma í lestrar- og ritunarnámi sínu. Fyrir ofan hvern nýjan bókstaf eru sporunaræfingar sem eru góður undirbúningur fyrir stafdráttinn. Hljóðavinna, þjálfun í lestri og ritun sjónræns orðaforða Í námsefninu eru viðbótarverkefni sem styrkja hljóðkerfis- og hljóðavitund nemenda. Þetta er góð viðbót fyrir þá sem þurfa að efla þessa grunnfærni og tengir saman skriftarþjálfun, stafainnlögn og hljóðavinnu. Jafnframt er lögð áhersla á að vinna með algeng orð sem mynda grunninn að sjónrænum orðaforða nemenda. Orðin sem valin voru til þjálfunar koma fyrir í orðalistum með 150 algengustu orðunum í íslensku og mynda hátt hlutfall ritaðs texta. Í sumum tilfellum hafa ekki verið lagðir inn nógu margir bókstafir til að hægt sé að nota orð af orðalistanum en í þeim tilfellum eru einföld orð kynnt til sögunnar sem innihalda bókstafi sem þegar hafa verið æfðir í námsefninu.

7 Sjálfsmat nemenda Á annarri og fjórðu síðu hverrar bókstafsumfjöllunar meta nemendur gæði vinnu sinnar en með slíku sjálfmati er leitast við að efla vitund nemenda um markmið skriftar- þjálfunar hverju sinni og hvetja þá til að hafa markmiðin í huga við vinnu sína. Fyrra sjálfsmatsverkefnið er þannig upp sett að humlan nefnir atriði sem nemendur eiga að hafa sérstaklega í huga við vinnu sína hverju sinni. Nemendur eiga síðan að leggja mat á hversu vel þeim gekk að æfa sig í að skrifa há- og lágstaf með þessi atriði til hliðsjónar (tvær skriftarlínur fyrir ofan sjálfsmat). Þeir gera kross fyrir neðan broskarlinn sem passar best við þeirra mat eða strika undir fallegustu stafina. Þættir sem nemendur meta í sjálfsmati eru eftirfarandi: • Að byrja efst á bókstöfunum. • Að halda rétt á blýanti. • Að setja brodda á réttan stað. • Að setja depla á réttan stað. • Að láta lágstafina sitja á grunnlínu og ná upp í miðlínu. • Að nota hjálparlínur rétt og nákvæmlega. Á síðustu blaðsíðu hvers bókstafs gefst nemendum færi á að spreyta sig á svokallaðri meistaralínu. Meistaralína er lína þar sem nemendur leggja sig sérstaklega fram um að muna eftir öllu sem þeir hafa lært í skrift og vanda sig. Þeir velja sér staf, orð eða málsgrein ofar á síðunni sem þeir skrifa eins vel og þeir geta. Þegar því er lokið eiga nemendur að meta eigin frammistöðu í meistaralínu með því að lita stjörnur. Besta mögulega frammistaða er þegar allar stjörnurnar eru litaðar. Í Skrift – handbók kennara eru gagnlegar upplýsingar um kennslufræði skriftar, markmiðasetningu, námsmat og fleira sem kennarar eru hvattir til að kynna sér vel. Efnið er í vinnslu. Skriftarvefurinn er hagnýtur safnvefur fyrir kennara þar sem finna má fjölbreytt verkfæri til skriftarkennslu. Á vefnum eru meðal annars gagnlegar upplýsingar um mat á skrift, upplýsingar vegna nemenda sem þurfa aukinn stuðning í skriftarnámi sínu og góð ráð til foreldra ef þjálfa á skrift heima. Efnið er í vinnslu.

8 Áminning fyrir sjálfsmat á hægri síðu. Innlögn Stafur sýndur í stafahúsi og rætt um hvernig hástafurinn nær upp í ris á meðan lág- stafurinn er á hæðinni og belgur hans nær upp í miðlínu. Stafdráttur er sýndur og útskýrður á töflu. Mikilvægt er að nota hugtök yfir hjálpar- línur sem bókstafirnir snerta: yfirlína, miðlína og grunnlína. Vekja skal athygli nemenda á að bókstafurinn Áá er brodd- stafur og leggja þarf áherslu á að byrja neðst á broddinum og draga hann upp frá bókstafnum. Hugtök: hástafur, lágstafur, krókur, yfirlína, grunnlína, miðlína, broddstafur, broddur og belgur.

9 Þjálfunaræfing Nemendur spora í skegg álfsins og halda áfram með fléttur álfkonunnar. Sjálfsmat (sjá inngang) Skrift 1a - kennsluleiðbeiningar

10 Þjálfunaræfing Nemendur finna leið fyrir músina svo hún komist í holuna sína. Draga á línu í gegnum göngin og gott að hvetja nemendur til að reyna að draga línu án þess að snerta veggi gangnanna. Hljóðavinna Nemendur draga hring utan um myndirnar sem hafa hljóðið á. Myndir: ás, lás, sól, kaka, bál og álfur. Í tengslum við þessa vinnu er gott að koma með fleiri dæmi um orð og fá nemendur til að hlusta eftir hvort þeir heyri hljóð bókstafsins í orðunum sem kennarinn nefnir. Í allri hljóða- vinnu er líka gott að spyrja nemendur eftir orðum sem þeir þekkja sem hafa hljóðið sem unnið er með hverju sinni.

11 Hljóðavinna Nemendur tengja saman myndirnar sem ríma. Hér er tilvalið að æfa einnig rím annarra orða og jafnvel bullorða. Meistaralína (sjá inngang) Skrift 1a - kennsluleiðbeiningar

12 Innlögn Stafur sýndur í stafahúsi og rætt um hvernig hástafurinn nær upp í ris á meðan lág- stafurinn er á hæðinni. Stafdráttur er sýndur og útskýrður á töflu. Mikilvægt er að nota hugtök yfir hjálparlínur sem bókstafirnir snerta: yfirlína, miðlína og grunnlína. Hugtök: hástafur, lágstafur, yfirlína, grunnlína og miðlína.

13 Þjálfunaræfing Nemendur teikna 10 epli í hvert eplatré. Með þessu verkefni er lögð áhersla á hringæfingar. Sjálfsmat (sjá inngang) Skrift 1a - kennsluleiðbeiningar

14 Hljóðavinna Nemendur hlusta eftir fyrsta hljóðinu í orðunum og skrifa viðeigandi bókstafi inn í stafa- húsin við hliðina á myndunum. Myndir: áll, ás, sól, stóll, síli og álfur. Þjálfunaræfing Nemendur byrja á að spora ofan í línu og halda síðan áfram með hana inni í hringlaga völundarhúsi. Gott er að hvetja nemendur til að reyna að draga línuna án þess að snerta veggi völundarhússins.

15 Hljóðavinna Nemendur draga hring utan um myndirnar sem hafa hljóð bókstafsins s. Myndir: api, lás, síli, stóll, bál og sól. Meistaralína (sjá inngang) Skrift 1a - kennsluleiðbeiningar

16 Innlögn Stafur sýndur í stafahúsi og rætt um hvernig hástafurinn nær upp í ris á meðan lág- stafurinn er á hæðinni. Stafdráttur er sýndur og útskýrður á töflu. Mikilvægt er að nota hugtök yfir hjálparlínur sem bókstafirnir snerta: yfirlína, miðlína og grunnlína. Vekja skal athygli nemenda á að bókstafurinn Íí er brodd- stafur og leggja áherslu á að byrja neðst á broddinum og draga hann upp frá bókstafnum. Hugtök: hástafur, lágstafur, krókur, yfirlína, grunnlína, miðlína, broddstafur og broddur.

17 Þjálfunaræfing Nemendur lita til að finna út hvað er á felumyndinni. Lita: á – gulur, s – brúnn, í – blár. Sjálfsmat (sjá inngang) Skrift 1a - kennsluleiðbeiningar

18 Þjálfunaræfing Nemendur draga beinar línur á milli punktana. Hver og einn ræður hversu oft hann tengir í hvern punkt. Hljóðavinna Nemendur hlusta eftir fyrsta hljóði í orðum og draga hring utan um viðeigandi myndir. Myndir: sími, ás, ís, sól, átta og Ísland. Gott er að æfa hljóðgreiningu á orðum í umhverfinu í tengslum við þessa æfingu.

19 Hljóðavinna Nemendur æfa sig að klappa og telja samstöfur/atkvæði. Skrá skal eitt strik fyrir hvert klapp. Til að bæta við æfinguna er hægt að nota hluti í umhverfinu, t.d. það sem er á borði nemandans, beint fyrir framan hann í stofunni eða hluti sem eru á ákveðnum stað í stofunni. Skrift 1a - kennsluleiðbeiningar Meistaralína (sjá inngang)

20 Innlögn Stafur sýndur í stafahúsi og rætt um hvernig hástafurinn nær upp í ris á meðan lág- stafurinn er á hæðinni og belgur hans nær upp í miðlínu. Stafdráttur er sýndur og útskýrður á töflu. Mikilvægt er að nota hugtök yfir hjálpar- línur sem bókstafirnir snerta: yfirlína, miðlína og grunnlína. Áminning um að nota hjálpar- línur í tengslum við sjálfsmat. Hugtök: hástafur, lágstafur, krókur, yfirlína, grunnlína, miðlína og belgur.

21 Þjálfunaræfing Nemendur spora í kráku- stíga og gera sína eigin krákustíga. Sjálfsmat (sjá inngang) Skrift 1a - kennsluleiðbeiningar

22 Hljóðavinna Nemendur gera hring utan um öll a í stafasúpunni. Hér er um að gera að hvetja nemendur til að hlusta eftir hljóðinu a í orðum sem kennari nefnir. Þjálfunaræfing

23 Skrift 1a - kennsluleiðbeiningar Meistaralína (sjá inngang)

24 Innlögn Stafur sýndur í stafahúsi og rætt um hvernig bæði hástafur og lágstafur ná upp í ris. Stafdráttur er sýndur og útskýrður á töflu. Mikilvægt er að nota hugtök yfir hjálpar- línur sem bókstafirnir snerta: yfirlína og grunnlína. Við innlögn á stafdráttum er gott að skoða hvað aðgreinir lágstafinn l frá tölustafnum einum (1). Í þessari umræðu er gott að leggja áherslu á mikilvægi þess að temja sér frá upphafi að nota tengikrókana á lágstöfunum þegar það á við. Áminning um að nota hjálpar- línur í tengslum við sjálfsmat. Hugtök: hástafur, lágstafur, krókur, yfirlína og grunnlína.

25 Þjálfunaræfing Nemendur spora í punkta- línur. Góð æfing til að æfa skriftarhreyfingar í mismunandi áttir. Sjálfsmat (sjá inngang) Skrift 1a - kennsluleiðbeiningar

26 Þjálfunaræfing Nemendur geta óskað sér eða spurt spurninga og valið sér svo línu til að spora. Það getur verið spennandi að sjá hvort línan leiði nemendur að svarinu já eða nei. Hljóðavinna Nemendur hlusta eftir hvort þeir heyri hljóð bókstafsins l fremst, inni í orði eða aftast og merkja í viðeigandi reiti fyrir neðan myndirnar eftir því hvar í orðinu þeir heyra hljóðið. Myndir: sól, epli, lás, róla, ól og lauf. Tilvalið er að gefa nemendum fleiri orð til að æfa sig enn frekar, annaðhvort með því að nefna orð eða með því að sýna þeim ýmiss konar hluti og fá þá til að hlusta eftir hvar hljóð bókstafsins l er staðsett í orðunum.

27 Skrift 1a - kennsluleiðbeiningar Meistaralína (sjá inngang)

28 Innlögn Stafur sýndur í stafahúsi og rætt um hvernig hástafurinn nær upp í ris á meðan lág- stafurinn er á hæðinni. Stafdráttur er sýndur og útskýrður á töflu. Mikilvægt er að nota hugtök yfir hjálpar- línur sem bókstafirnir snerta: yfirlína, miðlína og grunnlína. Vekja skal athygli nemenda á að bókstafurinn Óó er brodd- stafur og leggja áherslu á að byrja neðst á broddinum og draga hann upp frá bókstafnum. Hugtök: broddstafur, broddur, hástafur, lágstafur, yfirlína, grunnlína og miðlína.

29 Þjálfunaræfing Nemendur búa til sína eigin sporunaræfingu með því að teikna alls konar hringi og lykkjur. Síðan eiga þeir að spora tvisvar sinnum ofan í línurnar sem þeir teiknuðu. Nemendur gætu notað fleiri en einn trélit til að spora ofan í. Sjálfsmat (sjá inngang) Skrift 1a - kennsluleiðbeiningar

30 Þjálfunaræfing Hljóðavinna Hér er tilvalið að æfa einnig rím annarra orða og jafnvel bullorða.

31 Skrift 1a - kennsluleiðbeiningar Meistaralína (sjá inngang)

32 Innlögn Stafur sýndur í stafahúsi og rætt um hvernig hástafurinn nær upp í ris á meðan lág- stafurinn er á hæðinni. Stafdráttur er sýndur og útskýrður á töflu. Mikilvægt er að nota hugtök yfir hjálpar- línur sem bókstafirnir snerta: yfirlína, miðlína og grunnlína. Hugtök: hástafur, lágstafur, yfirlína, grunnlína og miðlína.

33 Þjálfunaræfing Sjálfsmat (sjá inngang) Nemendur strika undir fallegustu bókstafina í verkefninu þar sem þeir æfðu sig að skrifa hástaf og lágstaf til skiptis. Síðan telja nemendur hvað þeir merktu við marga fallega stafi og skrá niðurstöður. Skrift 1a - kennsluleiðbeiningar

34 Þjálfunaræfing Nemendur spora ofan í reykinn sem kemur upp úr reykháfunum og halda áfram með hann. Þeir eiga líka að spora ofan í kýr- augun á bátnum og teikna síðan fleiri kýraugu. Hljóðavinna Nemendur leysa stafaruglið fyrir neðan hverja mynd og skrifa rétta orðið á línuna fyrir neðan.

35 Skrift 1a - kennsluleiðbeiningar Meistaralína (sjá inngang)

36 Hugtök: hástafur, lágstafur, krókur, depill, yfirlína, grunnlína og miðlína Innlögn Stafur sýndur í stafahúsi og rætt um hvernig hástafurinn nær upp í ris á meðan lág- stafurinn er á hæðinni. Stafdráttur er sýndur og útskýrður á töflu. Mikilvægt er að nota hugtök yfir hjálpar- línur sem bókstafirnir snerta: yfirlína, miðlína og grunnlína. Hér er gott að leggja áherslu á hvað aðgreinir hástafinn I frá lágstafnum l (ell). Í þessari umræðu er gott að leggja áherslu á mikilvægi þess að temja sér frá upphafi að nota tengikrókana á lágstöfunum þegar það á við. Einnig er mikilvægt að leggja áherslu á að aldrei er settur depill yfir hástafinn I.

37 Þjálfunaræfing Nemendur mega krota frjálst inn í rammann. Það getur verið gott að prófa að krota hægt og rólega til að byrja með og auka síðan hraðann á krotinu smám saman. Þessa æfingu er tilvalið að endurtaka á autt blað, sérstaklega með nemendum sem eiga erfitt með að ná réttum tökum á blýantsgripi, skrifa fast og/ eða eiga í erfiðleikum með fínhreyfingar. Sjálfsmat (sjá inngang) Skrift 1a - kennsluleiðbeiningar

38 Þjálfunaræfing Nemendur draga línu í gegnum völundarhúsið án þess að lyfta blýantinum og reyna að snerta ekki veggina. Hljóðavinna Nemendur hlusta eftir síðasta hljóðinu í orðunum og skrifa viðeigandi bókstafi inn í stafa- húsin fyrir neðan myndirnar. Myndir: risi, sól, órói og róla.

39 Skrift 1a - kennsluleiðbeiningar Meistaralína (sjá inngang)

40 Hugtök: broddstafur, broddur, hástafur, lágstafur, krókur, yfirlína, grunnlína og miðlína. Innlögn Stafur sýndur í stafahúsi og rætt um hvernig hástafurinn nær upp í ris á meðan lág- stafurinn er á hæðinni. Stafdráttur er sýndur og útskýrður á töflu. Mikilvægt er að nota hugtök yfir hjálpar- línur sem bókstafirnir snerta: yfirlína, miðlína og grunnlína. Vekja skal athygli nemenda á að bókstafurinn Úú er broddstafur og leggja áherslu á að byrja neðst á broddinum og draga hann upp frá bókstafnum. Þar sem hástafurinn Ú hefur svo til eins form og lágstafur- inn þá er gott að leggja áherslu á að aldrei er tengt úr stórum staf í lítinn. Nemendur þurfa að gera góðan greinarmun á hástafnum Ú og lágstafnum ú þegar skrifað er og passa að setja ekki krók á hástafinn.

41 Þjálfunaræfing Sjálfsmat (sjá inngang) Skrift 1a - kennsluleiðbeiningar

42 Þjálfunaræfing Hljóðavinna Nemendur draga hring utan um myndirnar sem hafa hljóðið ú. Myndir: úlfaldi, úr, lús, sól, ugla og útvarp. Í tengslum við þessa vinnu er gott að koma með fleiri dæmi um orð og fá nemendur til að hlusta eftir hvort þeir heyri hljóð bókstafsins ú í orðunum sem kennarinn nefnir. Í allri hljóðavinnu er líka gott að spyrja nemendur eftir orðum sem þeir þekkja sem hafa hljóðið sem unnið er með hverju sinni.

43 Skrift 1a - kennsluleiðbeiningar Meistaralína (sjá inngang)

44 Hugtök: hástafur, lágstafur, krókur, yfirlína, grunnlína og miðlína. Innlögn Stafur sýndur í stafahúsi og rætt um hvernig hástafurinn nær upp í ris á meðan lág- stafurinn er á hæðinni. Stafdráttur er sýndur og útskýrður á töflu. Mikilvægt er að nota hugtök yfir hjálpar- línur sem bókstafirnir snerta: yfirlína, miðlína og grunnlína.

45 Þjálfunaræfing Nemendur teikna hár á lukku- tröllin með krákustígum án þess að lyfta blýantinum. Sjálfsmat (sjá inngang) Skrift 1a - kennsluleiðbeiningar

46 Þjálfunaræfing Hljóðavinna Nemendur æfa sig í lestri einfaldra orða og tengja saman orð og myndir.

47 Skrift 1a - kennsluleiðbeiningar Meistaralína (sjá inngang)

48 Hugtök: hástafur, lágstafur, krókur, yfirlína, grunnlína og miðlína. Innlögn Stafur sýndur í stafahúsi og rætt um hvernig hástafurinn nær upp í ris á meðan lág- stafurinn er á hæðinni. Stafdráttur er sýndur og útskýrður á töflu. Mikilvægt er að nota hugtök yfir hjálpar- línur sem bókstafirnir snerta: yfirlína, miðlína og grunnlína. Þar sem hástafurinn U hefur svo til eins form og lágstafurinn þá er gott að leggja áherslu á að aldrei er tengt úr stórum staf í lítinn. Nemendur þurfa að gera góðan greinarmun á hástafnum U og lágstafnum u þegar skrifað er og passa að setja ekki krók á hástafinn. Áminning um að nota grunnlínu og miðlínu í tengslum við sjálfsmat.

49 Þjálfunaræfing Nemendur draga hring utan um orðin í orðasúpunni eða lita þau. Sjálfsmat (sjá inngang) Skrift 1a - kennsluleiðbeiningar

50 Þjálfunaræfing Hljóðavinna Nemendur greina hljóð bókstafsins u í orðum og draga hring utan um myndir sem hafa hljóðið. Myndir: ugla, róla, fluga, ormur, snuð og önd. Í tengslum við þessa vinnu er gott að koma með fleiri dæmi um orð og fá nemendur til að hlusta eftir hvort þeir heyri hljóð bókstafsins u í orðunum sem kennarinn nefnir. Í allri hljóðavinnu er líka gott að spyrja nemendur eftir orðum sem þeir þekkja og hafa hljóðið sem unnið er með hverju sinni.

51 Skrift 1a - kennsluleiðbeiningar Meistaralína (sjá inngang)

52 Hugtök: hástafur, lágstafur, yfirlína, grunnlína og miðlína. Innlögn Stafur sýndur í stafahúsi og rætt um hvernig hástafurinn nær upp í ris á meðan lág- stafurinn er á hæðinni. Stafdráttur er sýndur og útskýrður á töflu. Mikilvægt er að nota hugtök yfir hjálpar- línur sem bókstafirnir snerta: yfirlína, miðlína og grunnlína.

53 Þjálfunaræfing Nemendur æfa sig í hringlaga skriftarhreyfingum með því að spora ofan í kúlurnar á diskinum og teikna fleiri kúlur. Sjálfsmat (sjá inngang) Skrift 1a - kennsluleiðbeiningar

54 Þjálfunaræfing Hljóðavinna Nemendur æfa sig að klappa og telja samstöfur/atkvæði. Skrá skal eitt strik fyrir hvert klapp. Til að bæta við æfinguna er hægt að nota hluti í um- hverfinu, t.d. það sem er á borði nemandans, beint fyrir framan hann í stofunni eða hluti sem eru á ákveðnum stað í stofunni.

55 Skrift 1a - kennsluleiðbeiningar Meistaralína (sjá inngang)

56 Hugtök: hástafur, lágstafur, yfirlína, grunnlína og miðlína. Innlögn Stafur sýndur í stafahúsi og rætt um hvernig hástafurinn nær upp í ris á meðan lág- stafurinn er á hæðinni. Stafdráttur er sýndur og útskýrður á töflu. Mikilvægt er að nota hugtök yfir hjálpar- línur sem bókstafirnir snerta: yfirlína, miðlína og grunnlína. Áminning um rétt blýantsgrip í tengslum við sjálfsmat.

57 Þjálfunaræfing Sjálfsmat (sjá inngang) Skrift 1a - kennsluleiðbeiningar

58 Þjálfunaræfing Nemendur draga línur á milli punkta. Hvert og eitt barn ræður hversu oft það dregur línu í hvern punkt. Hljóðavinna Nemendur hlusta eftir fyrsta hljóðinu í orðunum og skrifa viðeigandi bókstafi inn í stafa- húsin við hliðina á myndunum. Myndir: epli, úlfaldi, vasi og lás.

59 Skrift 1a - kennsluleiðbeiningar Meistaralína (sjá inngang)

60 Hugtök: hástafur, lágstafur, yfirlína, grunnlína og miðlína. Innlögn Stafur sýndur í stafahúsi og rætt um hvernig hástafurinn nær upp í ris á meðan lág- stafurinn er á hæðinni. Stafdráttur er sýndur og útskýrður á töflu. Mikilvægt er að nota hugtök yfir hjálpar- línur sem bókstafirnir snerta: yfirlína, miðlína og grunnlína.

61 Þjálfunaræfing Nemendur klára að teikna andlitin. Þar sem verið er að vinna með stafinn o er upplagt að hvetja nemendur til að nota hringlaga form þegar augu, munnur og nef eru teiknuð. Sjálfsmat (sjá inngang) Skrift 1a - kennsluleiðbeiningar

62 Þjálfunaræfing Hljóðavinna Hér er tilvalið að æfa einnig rím annarra orða og jafnvel bullorða.

63 Skrift 1a - kennsluleiðbeiningar Meistaralína (sjá inngang)

64 Hugtök: hástafur, lágstafur, krókur, yfirlína, grunnlína og miðlína. Innlögn Stafur sýndur í stafahúsi og rætt um hvernig hástafurinn nær upp í ris á meðan lág- stafurinn er á hæðinni. Stafdráttur er sýndur og útskýrður á töflu. Mikilvægt er að nota hugtök yfir hjálpar- línur sem bókstafirnir snerta: yfirlína, miðlína og grunnlína. Áminning um að nota grunnlínu og miðlínu í tengslum við sjálfsmat.

65 Þjálfunaræfing Nemendur spora í strengina á hörpunni og teikna síðan fleiri strengi. Hér er um að gera að hvetja nemendur til að draga eins beinar línur og þeir geta. Sjálfsmat (sjá inngang) Skrift 1a - kennsluleiðbeiningar

66 Þjálfunaræfing Hljóðavinna Nemendur hlusta eftir hvort þeir heyri hljóð bókstafsins n fremst, inni í orði eða aftast og merkja í viðeigandi reiti fyrir neðan myndirnar eftir því hvar í orðinu þeir heyra hljóðið. Myndir: kanína, máni, næla, einn, fáni og panna. Tilvalið er að gefa nemendum fleiri orð til að æfa sig enn frekar, annaðhvort með því að nefna orð eða með því að sýna þeim ýmiss konar hluti og fá þá til að hlusta eftir hvar hljóð bókstafsins n er staðsett í orðunum.

67 Skrift 1a - kennsluleiðbeiningar Meistaralína (sjá inngang)

68 Hugtök: hástafur, lágstafur, yfirlína, grunnlína, miðlína og belgur. Innlögn Stafur sýndur í stafahúsi og rætt um hvernig hástafurinn nær upp í ris á meðan lág- stafurinn er á hæðinni. Stafdráttur er sýndur og útskýrður á töflu. Mikilvægt er að nota hugtök yfir hjálparlínur sem bókstafirnir snerta: yfirlína, miðlína og grunnlína. Gott er að benda á að hér renna a og e saman í einn staf, bók- stafurinn æ tekur form frá bæði a og e. Þegar nemendur fara að tengja seinna meir er tengt úr belg e í næsta staf.

69 Hljóðavinna Orð í krossgátu: lás, ís, mús, risi. Hægt er að lesa lausnarorð lóðrétt sem nemendur eiga að skrá á línuna fyrir neðan krossgátuna. Lausnarorðið er sími. Sjálfsmat (sjá inngang) Nemendur hafa í huga áminningu um að byrja stafdráttinn efst og strika undir fallegustu bókstafina. Síðan telja nemendur hvað þeir merktu við marga fallega stafi og skrá niðurstöður sínar. Skrift 1a - kennsluleiðbeiningar

70 Þjálfunaræfing Í þessari æfingu eru hring- hreyfingar æfðar og eiga nemendur að teikna fleiri bláber í krukkuna, telja þau og skrá. Hljóðavinna Nemendur greina hljóð bókstafsins æ í orðum og draga hring utan um myndir sem hafa hljóðið. Myndir: ærsla- belgur, næla, skólataska, skæri, sæhestur og úlfaldi. Í tengslum við þessa vinnu er gott að koma með fleiri dæmi um orð og fá nemendur til að hlusta eftir hvort þeir heyri hljóð bókstafsins æ í orðunum sem kennarinn nefnir. Í allri hljóðavinnu er líka gott að spyrja nemendur eftir orðum sem þeir þekkja og hafa hljóðið sem unnið er með hverju sinni.

71 Skrift 1a - kennsluleiðbeiningar Meistaralína (sjá inngang)

72 Hugtök: hástafur, lágstafur, undirleggur. depill, yfirlína, grunnlína, miðlína og undirlína. Innlögn Stafur sýndur í stafahúsi og rætt um hvernig hástafurinn nær upp í ris á meðan lág- stafurinn nær niður í kjallara. Stafdráttur er sýndur og útskýrður á töflu. Mikilvægt er að nota hugtök yfir hjálpar- línur sem bókstafirnir snerta: yfirlína, miðlína, grunnlína og undirlína. Hér er unnið með fyrsta bókstafinn sem fer niður fyrir grunnlínu. Leiðbeina skal nemendum um hvar á að staðsetja depil yfir lágstafinn og leggja jafnframt áherslu á að það er ekki settur depill yfir hástafinn J. Áminning um að nota hjálparlínur í tengslum við sjálfsmat á hægri síðu.

73 Sjálfsmat (sjá inngang) Hljóðavinna Nemendur lita felumynd af jólatré. Lita þarf myndina til að sjá jólatréð. Hver hluti myndarinnar er merktur með bókstaf og á að lita hvern hluta samkvæmt leið- beiningum: j – grænn, æ – brúnn, v – blár. Skrift 1a - kennsluleiðbeiningar

74 Þjálfunaræfing Hljóðavinna Nemendur hlusta eftir síðasta hljóðinu í orðunum og skrifa viðeigandi bókstafi inn í stafahúsin. Myndir: jójó, máni, panna og lás.

75 Skrift 1a - kennsluleiðbeiningar Meistaralína (sjá inngang)

76 Hugtök: hástafur, lágstafur, yfirlína, grunnlína, miðlína, undirlína og þverstrik. Innlögn Stafur sýndur í stafahúsi og rætt um hvernig hástafurinn nær upp í ris á meðan lág- stafurinn fer bæði upp í ris og niður í kjallara. Segja mætti nemendum að lágstafurinn f sé svolítið „forvitinn“, hann vilji vera á öllum hæðum. Vekja skal sérstaka athygli á því hvernig þverstrikið á lágstafnum fylgir miðlínunni. Stafdráttur er sýndur og útskýrður á töflu. Mikilvægt er að nota hugtök yfir hjálpar- línur sem bókstafirnir snerta: yfirlína, miðlína, grunnlína og undirlína. Áminning um að nota hjálparlínur í tengslum við sjálfsmat.

77 Hljóðavinna Nemendur leysa stafaruglið og skrifa orðin rétt fyrir neðan hverja mynd. Sjálfsmat (sjá inngang) Skrift 1b - kennsluleiðbeiningar

78 Þjálfunaræfing Hljóðavinna Nemendur hlusta eftir fyrsta hljóðinu í orðunum og skrifa viðeigandi bókstafi inn í stafa- húsin. Myndir: fáni, ormur, næla og jójó.

79 Skrift 1b - kennsluleiðbeiningar Meistaralína (sjá inngang)

80 Hugtök: broddstafur, broddur, hástafur, lágstafur, yfirlína, grunnlína og miðlína. Innlögn Stafur sýndur í stafahúsi og rætt um hvernig hástafurinn nær upp í ris á meðan lág- stafurinn er á hæðinni. Stafdráttur er sýndur og útskýrður á töflu. Mikilvægt er að nota hugtök yfir hjálpar- línur sem bókstafirnir snerta: yfirlína, miðlína og grunnlína. Vekja skal athygli nemenda á að bókstafurinn Éé er broddstafur og leggja áherslu á að byrja neðst á broddinum og draga hann upp frá bókstafnum.

81 Þjálfunaræfing Nemendur finna orðin í orðasúpunni og draga hring utan um þau eða lita. Sjálfsmat (sjá inngang) Skrift 1b - kennsluleiðbeiningar

82 Þjálfunaræfing Hljóðavinna

83 Skrift 1b - kennsluleiðbeiningar Meistaralína (sjá inngang)

84 Hugtök: hástafur, lágstafur, krókur, yfirlína, grunnlína, miðlína og yfirleggur. Áminning í tengslum við sjálfsmat á hægri síðu. Innlögn Stafur sýndur í stafahúsi og rætt um hvernig hástafur og yfirleggur lágstafsins ná upp í ris. Stafdráttur er sýndur og útskýrður á töflu. Mikilvægt er að nota hugtök yfir hjálpar- línur sem bókstafirnir snerta: yfirlína, miðlína og grunnlína.

85 Þjálfunaræfing Nemendur draga hring utan um öll h í stafasúpunni Hér er einnig um að gera að hvetja nemendur til að hlusta eftir h í orðum sem kennari nefnir. Sjálfsmat (sjá inngang) Skrift 1b - kennsluleiðbeiningar

86 Þjálfunaræfing Nemendur draga línu í gegnum völundarhúsið án þess að lyfta blýantinum og reyna að snerta ekki veggina. Hljóðavinna

87 Skrift 1b - kennsluleiðbeiningar Meistaralína (sjá inngang)

88 Hugtök: hástafur, lágstafur, yfirlína, grunnlína, miðlína, þverstrik og yfirleggur. Innlögn Stafur sýndur í stafahúsi og rætt um hvernig hástafurinn nær upp í ris á meðan lágstafurinn er með stuttan yfirlegg sem nær mitt á milli miðlínu og yfirlínu. Vekja skal sérstaka athygli á því hvernig þverstrikið á lágstafnum fylgir miðlínunni. Stafdráttur er sýndur og útskýrður á töflu. Mikilvægt er að nota hugtök yfir hjálparlínur sem bókstafirnir snerta: yfirlína, miðlína og grunnlína. Áminning um að nota hjálparlínur í tengslum við sjálfsmat.

89 Hljóðavinna Nemendur æfa sig að klappa og telja samstöfur/atkvæði. Skrá skal eitt strik fyrir hvert klapp. Til að bæta við æfinguna er hægt að nota hluti í umhverfinu, t.d. það sem er á borði nemandans, beint fyrir framan hann í stofunni eða hluti sem eru á ákveðnum stað í stofunni. Sjálfsmat (sjá inngang) Nemendur strika undir fallegustu bókstafina í verkefninu hér fyrir ofan. Síðan telja nemendur hvað þeir merktu við marga fallega stafi og skrá niðurstöður sínar. Skrift 1b - kennsluleiðbeiningar

90 Þjálfunaræfing Hljóðavinna Nemendur eiga að hlusta eftir hvort þeir heyri hljóð bók- stafsins t fremst, inni í orði eða aftast og merkja í við- eigandi reiti fyrir neðan myndirnar eftir því hvar í orðinu þeir heyra hljóðið: tjald, net, skólataska, tala, grjót, tá. Tilvalið er að gefa nemendum fleiri orð til að æfa sig enn frekar, annað hvort með því að nefna orð eða með því að sýna þeim ýmiss konar hluti og fá þá til að hlusta eftir hvar hljóð bókstafsins t er staðsett í orðunum.

91 Meistaralína (sjá inngang) Skrift 1b - kennsluleiðbeiningar

92 Hugtök: hástafur, lágstafur, yfirlína, grunnlína, miðlína, undirlína, belgur og undirleggur. Innlögn Stafur sýndur í stafahúsi og rætt um hvernig hástafurinn nær upp í ris á meðan belgur lágstafsins situr á grunnlínu en undirleggurinn nær niður í kjallara. Stafdráttur er sýndur og útskýrður á töflu. Mikilvægt er að nota hugtök yfir hjálpar- línur sem bókstafirnir snerta: yfirlína, miðlína, grunnlína og undirlína.

93 Sjálfsmat (sjá inngang) Hljóðavinna Nemendur greina hljóð bókstafsins g í orðum og draga hring utan um myndir sem hafa hljóðið: öngull, fluga, gormur, snuð, ugla, fiðrildi. Í tengslum við þessa vinnu er gott að koma með fleiri dæmi um orð og fá nemendur til að hlusta eftir hvort þeir heyri hljóð bókstafsins g í orðunum sem kennarinn nefnir. Í allri hljóðavinnu er líka gott að spyrja nemendur eftir orðum sem þeir þekkja og hafa hljóðið sem unnið er með hverju sinni. Skrift 1b - kennsluleiðbeiningar

94 Þjálfunaræfing Hljóðavinna Nemendur skrifa orð við myndir og lesa síðan það sem þeir skrifuðu: róla, næla, hús, tá, mús, rós.

95 Meistaralína (sjá inngang) Skrift 1b - kennsluleiðbeiningar

96 Hugtök: hástafur, lágstafur, yfirlína, grunnlína, miðlína, þverstrik og yfirleggur. Innlögn Stafur sýndur í stafahúsi og rætt um hvernig hástafurinn nær upp í ris á meðan lágstafur- inn er á hæðinni en teygir yfirlegginn hálfa leiðina upp í yfirlínuna. Vekja skal athygli á að þverstrikið hallar upp á við til hægri. Stafdráttur er sýndur og útskýrður á töflu. Mikilvægt er að nota hugtök yfir hjálparlínur sem bókstafirnir snerta: yfirlína, miðlína og grunnlína. Áminning um að nota hjálparlínur í tengslum við sjálfsmat.

97 Sjálfsmat (sjá inngang) Nemendur strika undir fallegustu bókstafina í verkefninu hér fyrir ofan. Síðan telja nemendur hvað þeir merktu við marga fallega stafi og skrá niðurstöður sínar. Þjálfunaræfing Nemendur finna orðin í orðasúpunni og draga hring utan um þau eða lita. Skrift 1b - kennsluleiðbeiningar

98 Þjálfunaræfing Hljóðavinna Nemendur hlusta eftir síðasta hljóðinu í orðunum og skrifa viðeigandi bókstafi inn í stafahúsin við myndirnar: skólataska, bál, páfagaukur, snuð.

99 Meistaralína (sjá inngang) Skrift 1b - kennsluleiðbeiningar

100 Hugtök: hástafur, lágstafur, yfirlína, grunnlína, miðlína, deplar. Innlögn Stafur sýndur í stafahúsi og rætt um hvernig hástafurinn nær upp í ris á meðan lág- stafurinn er á hæðinni. Stafdráttur er sýndur og útskýrður á töflu. Mikilvægt er að nota hugtök yfir hjálpar- línur sem bókstafirnir snerta: yfirlína, miðlína og grunnlína. Vekja skal athygli nemenda á að punktarnir yfir bókstafnum nefnast deplar og að staðsetja þarf þá rétt.

101 Hljóðavinna Nemendur tengja saman myndir sem ríma og spora í orð og skrifa: dós – rós, máni – fáni, ól – sól. Hér er tilvalið að æfa einnig rím annarra orða og jafnvel bullorða. Sjálfsmat (sjá inngang) Skrift 1b - kennsluleiðbeiningar

102 Þjálfunaræfing Nemendur æfa hringhreyfingar með því að spora í spírala og halda áfram með sína eigin. Hljóðavinna Nemendur hlusta eftir fyrsta hljóðinu í orðunum og skrifa viðeigandi bókstafi inn í stafahúsin: ærslabelgur, ör, él, gormur.

103 Skrift 1b - kennsluleiðbeiningar Meistaralína (sjá inngang)

104 Hugtök: hástafur, lágstafur, yfirlína, grunnlína, miðlína, belgur og yfirleggur. Innlögn Stafur sýndur í stafahúsi og rætt um hvernig hástafurinn nær upp í ris á meðan belgur lágstafsins er á hæðinni en yfirleggur hans nær upp í ris. Belgur í b er eins og bumba, snýr í áttina sem við lesum. Stafdráttur er sýndur og útskýrður á töflu. Mikilvægt er að nota hugtök yfir hjálpar- línur sem bókstafirnir snerta: yfirlína, miðlína og grunnlína.

105 Hljóðavinna Nemendur tengja saman myndir sem ríma, spora í orð og skrifa: fíll – bíll, hús – lús, ás – lás. Hér er tilvalið að æfa einnig rím annarra orða og jafnvel bullorða. Sjálfsmat (sjá inngang) Skrift 1b - kennsluleiðbeiningar

106 Þjálfunaræfing Nemendur spora í teinana og halda áfram að draga línur. Hljóðavinna Nemendur leysa stafaruglið við hverja mynd og skrifa orðin rétt fyrir neðan.

107 Skrift 1b - kennsluleiðbeiningar Meistaralína (sjá inngang)

108 Hugtök: hástafur, lágstafur, yfirlína, grunnlína, miðlína, undirlína og undirleggur. Innlögn Stafur sýndur í stafahúsi og rætt um hvernig hástafurinn nær upp í ris á meðan lágstafurinn situr á hæðinni en teygir undirlegginn niður í kjallara. Stafdráttur er sýndur og útskýrður á töflu. Mikilvægt er að nota hugtök yfir hjálpar- línur sem bókstafirnir snerta: yfirlína, miðlína, grunnlína og undirlína. Áminning um grunnlínu og miðlínu.

109 Hugtök: hástafur, lágstafur, yfirlína, grunnlína, miðlína, broddstafur, broddur, undirlína og undirleggur. Innlögn Stafur sýndur í stafahúsi og rætt um hvernig hástafurinn nær upp í ris á meðan lágstafurinn situr á hæðinni en teygir undirlegginn niður í kjallara. Stafdráttur er sýndur og útskýrður á töflu. Mikilvægt er að nota hugtök yfir hjálpar- línur sem bókstafirnir snerta: yfirlína, miðlína, grunnlína og undirlína. Vekja skal athygli nemenda á að bókstafurinn Ýý er broddstafur og leggja áherslu á að byrja neðst á broddinum og draga hann upp frá bókstafnum. Skrift 1b - kennsluleiðbeiningar

110 Þjálfunaræfing Nemendur spora í teinana og halda áfram að draga línur. Hljóðavinna Nemendur skrifa sjálfstætt stutta málsgrein sem passar við myndina.

111 Meistaralína (sjá inngang) Skrift 1b - kennsluleiðbeiningar

112 Hugtök: hástafur, lágstafur, belgur, yfirlína, grunnlína, miðlína, undirlína, yfirleggur og undirleggur. Innlögn Stafur sýndur í stafahúsi og rætt um hvernig hástafurinn nær upp í ris á meðan lág- stafurinn situr á grunnlínunni en yfirleggur hans nær upp í ris og undirleggurinn niður í kjallara. Segja mætti nem- endum að lágstafurinn þ sé mjög „forvitinn“, hann vilji vera á öllum hæðum. Stafdráttur er sýndur og útskýrður á töflu. Mikilvægt er að nota hugtök yfir hjálpar- línur sem bókstafirnir snerta: yfirlína, miðlína, grunnlína og undirlína. Áminning um hjálparlínur í tengslum við sjálfsmat.

113 Sjálfsmat (sjá inngang) Nemendur einbeita sér sérstaklega að því að nota hjálparlínurnar rétt og nákvæmlega. Að æfingu lokinni meta nemendur frammistöðu sína út frá áminningunni með því að strika undir fallegustu bókstafina. Síðan telja nemendur hvað þeir merktu við marga fallega stafi og skrá niðurstöður sínar. Þjálfunaræfing Skrift 1b - kennsluleiðbeiningar

114 Þjálfunaræfing Hljóðavinna

115 Skrift 1b - kennsluleiðbeiningar Meistaralína (sjá inngang)

116 Hugtök: hástafur, lágstafur, krókur, yfirlína, grunnlína, miðlína, belgur og yfirleggur. Innlögn Stafur sýndur í stafahúsi og rætt um hvernig bæði hástaf- urinn nær upp í ris á meðan lágstafurinn stendur á grunn- línu, belgur hans nær upp í miðlínu og aðeins yfirleggurinn nær upp í ris. Stafdráttur er sýndur og útskýrður á töflu. Mikilvægt er að nota hugtök yfir hjálpar- línur sem bókstafirnir snerta: yfirlína, miðlína og grunnlína. Áminning um hjálparlínur í tengslum við sjálfsmat.

117 Hljóðavinna Nemendur greina í hvaða orðum þeir heyra hljóð bókstafanna k og g. Tengja á bókstafina í viðeigandi myndir: kex, kaka, kanína, gríma, fluga, gormur, öngull, ugla. Sjálfsmat (sjá inngang) Nemendur einbeita sér sérstaklega að því að nota hjálparlínurnar rétt og nákvæmlega. Að æfingu lokinni meta nemendur frammistöðu sína út frá áminningunni með því að strika undir fallegustu bókstafina. Skrift 1b - kennsluleiðbeiningar

118 Þjálfunaræfing Hljóðavinna Nemendur skrifa sjálfstætt stutta málsgrein sem passar við myndina.

119 Skrift 1b - kennsluleiðbeiningar Meistaralína (sjá inngang)

120 Hugtök: hástafur, lágstafur, krókur, yfirlína, grunnlína, miðlína, belgur og yfirleggur. Innlögn Stafur sýndur í stafahúsi og rætt um hvernig hástafurinn nær upp í ris á meðan lágstafurinn stendur á hæðinni, belgur hans nær upp í miðlínu og yfirleggur upp í ris. Benda mætti nemendum á að belgur- inn snúi í öfuga lestrarátt. Stafdráttur er sýndur og útskýrður á töflu. Mikilvægt er að nota hugtök yfir hjálpar- línur sem bókstafirnir snerta: yfirlína, miðlína og grunnlína. Áminning um hjálparlínur í tengslum við sjálfsmat.

121 Hljóðavinna Orð í krossgátu: sími, net, rós, tala, kaka, yddari. Hægt er að lesa lausnarorð lóðrétt sem nemendur eiga að skrá á línuna fyrir neðan krossgátuna: Stólar. Sjálfsmat (sjá inngang) Nemendur einbeita sér sérstaklega að því að nota hjálparlínurnar rétt og nákvæmlega. Að æfingu lokinni meta nemendur frammistöðu sína út frá áminningunni með því að strika undir fallegustu bókstafina. Skrift 1b - kennsluleiðbeiningar

122 Þjálfunaræfing Hljóðavinna Nemendur eiga að hlusta eftir hvort þeir heyri hljóð bók- stafsins d fremst, inni í orði eða aftast og merkja í viðeigandi reiti fyrir neðan myndirnar eftir því hvar í orðinu þeir heyra hljóðið: diskur, fiðrildi, dós, tjald, Ísland, skjalbaka. Tilvalið er að gefa nemendum flleiri orð til að æfa sig enn frekar, annað hvort með því að nefna orð eða með því að sýna þeim ýmiss konar hluti og fá þá til að hlusta eftir hvar hljóð bókstafsins d er staðsett í orðunum.

123 Meistaralína (sjá inngang) Skrift 1b - kennsluleiðbeiningar

124 Hugtök: hástafur, lágstafur, krókur, yfirlína, grunnlína og miðlína. Innlögn Tvíhljóð sýnd í stafahúsi. Hér er um að ræða upprifjun í stafdráttum sem nemendur hafa þegar lært. Mikilvægt að rifja upp hvernig hástafurinn A og lágstafirnir a og u passa inn í stafahúsið. Stafdráttur er sýndur og útskýrður á töflu. Mikilvægt er að nota hugtök yfir hjálpar- línur sem bókstafirnir snerta: yfirlína, miðlína og grunnlína. Áminning um grunnlínu og miðlínu í tengslum við sjálfsmat. Hljóðavinna Nemendur skrifa orð við hlið myndanna: ausa, lauf, saumavél.

125 Sjálfsmat (sjá inngang) Hljóðavinna Nemendur finna orðin í orðasúpunni og draga hring utan um þau eða lita. Skrift 1b - kennsluleiðbeiningar

126 Þjálfunaræfing Hljóðavinna Nemendur skrifa sjálfstætt stutta málsgrein sem passar við myndina.

127 Meistaralína (sjá inngang) Skrift 1b - kennsluleiðbeiningar

128 Hugtök: hástafur, lágstafur, yfirlína, grunnlína, miðlína, undirlína, belgur og undirleggur. Innlögn Stafur sýndur í stafahúsi og rætt um hvernig hástafurinn nær upp í ris á meðan lágstafurinn er á hæðinni en undirleggurinn nær niður í kjallara. Stafdráttur er sýndur og útskýrður á töflu. Mikilvægt er að nota hugtök yfir hjálpar- línur sem bókstafirnir snerta: yfirlína, miðlína, grunnlína og undirlína. Áminning um grunnlínu og miðlínu í tengslum við sjálfsmat.

129 Hljóðavinna Nemendur hlusta eftir hvort þeir heyri hljóð bókstafsins p fremst, inni í orði eða aftast og merkja í viðeigandi reiti fyrir neðan myndirnar eftir því hvar í orðinu þeir heyra hljóðið: skip, sápa, pakki, útvarp, api, páfagaukur. Tilvalið er að gefa nemendum fleiri orð til að æfa sig enn frekar, annað hvort með því að nefna orð eða með því að sýna þeim ýmiss konar hluti og fá þá til að hlusta eftir hvar hljóð bókstafsins p er staðsett í orðunum. Sjálfsmat (sjá inngang) Skrift 1b - kennsluleiðbeiningar

130 Hljóðavinna

131 Meistaralína (sjá inngang) Skrift 1b - kennsluleiðbeiningar

132 Hugtök: hástafur, lágstafur, krókur, yfirlína, grunnlína, miðlína, undirlína og undirleggur. Innlögn Tvíhljóð sýnd í stafahúsi. Hér er um að ræða upprifjun á stafdráttum sem nemendur hafa þegar lært. Mikilvægt að rifja upp hvernig hástafurinn E og lágstafirnir e, i og y passa inn í stafahúsið. Stafdráttur er sýndur og útskýrður á töflu. Mikilvægt er að nota hugtök yfir hjálpar- línur sem bókstafirnir snerta: yfirlína, miðlína, grunnlína og undirlína. Áminning um grunnlínu og miðlínu í tengslum við sjálfsmat.

133 Skrift 1b - kennsluleiðbeiningar Hljóðavinna Nemendur greina í hvaða orðum þeir heyra hljóð tví- hljóðanna au og ei/ey. Tengja á bókstafina í viðeigandi myndir: auga, eyra, bein, saumavél, ausa, lauf. Sjálfsmat (sjá inngang) Nemendur einbeita sér sérstaklega að því að nota grunnlínu og miðlínu rétt og nákvæmlega. Að æfingu lokinni meta nemendur frammistöðu sína út frá áminningunni með því að strika undir fallegustu bókstafina.

134 Hljóðavinna Nemendur æfa sig að klappa og telja samstöfur/atkvæði. Skrá skal eitt strik fyrir hvert klapp. Til að bæta við æfinguna er hægt að nota hluti í umhverfinu, t.d. það sem er á borði nemand- ans, beint fyrir framan hann í stofunni eða hluti sem eru á ákveðnum stað í stofunni.

135 Meistaralína (sjá inngang) Skrift 1b - kennsluleiðbeiningar

136 Innlögn Stafur sýndur í stafahúsi og rætt um hvernig hástafurinn nær upp í ris á meðan lág- stafurinn er á hæðinni. Stafdráttur er sýndur og útskýrður á töflu. Mikilvægt er að nota hugtök yfir hjálpar- línur sem bókstafirnir snerta: yfirlína, miðlína og grunnlína. Hugtök: hástafur, lágstafur, krókur, yfirlína, grunnlína og miðlína.

137 Hljóðavinna Sjálfsmat (sjá inngang) Skrift 1b - kennsluleiðbeiningar

138 Þjálfunaræfing Nemendur tengja saman myndir sem ríma og spora í orð og skrifa: skór – kór, panna – kanna, bál – kál. Hér er tilvalið að æfa einnig rím annarra orða og jafnvel bullorða.

139 Meistaralína (sjá inngang) Ritun Nemendur skrifa sjálfstætt tvær til þrjár málsgreinar um sjálfa sig. Skrift 1b - kennsluleiðbeiningar

140 Hugtök: hástafur, lágstafur, yfirlína, grunnlína og miðlína. Innlögn Stafur sýndur í stafahúsi og rætt um hvernig hástafurinn nær upp í ris á meðan lág- stafurinn er á hæðinni. Stafdráttur er sýndur og útskýrður á töflu. Mikilvægt er að nota hugtök yfir hjálpar- línur sem bókstafirnir snerta: yfirlína, miðlína og grunnlína.

141 Hugtök: hástafur, lágstafur, yfirlína, grunnlína og miðlína. Innlögn Stafur sýndur í stafahúsi og rætt um hvernig hástafurinn nær upp í ris á meðan lág- stafurinn er á hæðinni. Stafdráttur er sýndur og útskýrður á töflu. Mikilvægt er að nota hugtök yfir hjálpar- línur sem bókstafirnir snerta: yfirlína, miðlína og grunnlína. Skrift 1b - kennsluleiðbeiningar

142 Hugtök: hástafur, lágstafur, yfirlína, grunnlína og miðlína. Innlögn Stafur sýndur í stafahúsi og rætt um hvernig hástafurinn nær upp í ris á meðan lágstaf- urinn er nær niður í kjallara. Stafdráttur er sýndur og útskýrður á töflu. Mikilvægt er að nota hugtök yfir hjálpar- línur sem bókstafirnir snerta: yfirlína, miðlína og grunnlína. Áminning um að nota grunnlínu og miðlínu.

143 Hugtök: hástafur, lágstafur, yfirlína, grunnlína, miðlína, undirlína, undirleggur og þverstrik. Innlögn Stafur sýndur í stafahúsi og rætt um hvernig hástafurinn nær upp í ris á meðan lág- stafurinn er nær niður í kjallara. Stafdráttur er sýndur og útskýrður á töflu. Mikilvægt er að nota hugtök yfir hjálpar- línur sem bókstafirnir snerta: Yfirlína, miðlína, grunnlína og undirlína. Skrift 1b - kennsluleiðbeiningar

40727

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=