Sköpun - Ritröð um grunnþætti menntunar
Grunnþættir menntunar 7 Hvað einkennir skapandi skólastarf? t Stuðst er við fjölbreyttar kennsluaðferðir og vinnubrögð. Skipulag er opið og sveigjanlegt. List- og verkgreinar gegna mikilvægu hlutverki í skólastarfinu. t Skipulagið stuðlar að samstarfi milli greina, aldurshópa og jafnvel skólastiga, verkefnum sem spanna yfir lengra tímabil, náms- og vettvangsferðum. t Nemendur geta oft tekið sjálfir af skarið og haft um það að segja hvernig þeir leysa verkefni. t Nemendur hafa tækifæri til að hafa áhrif á skólastarfið; námsefni, skipulag, námsmat, mötuneytismál, skemmtanir og margt fleira. t Ýtt er undir forvitni, spurningar og heilabrot. Þekkingarleit og sköpunarferli eru ekki síður mikilvæg en svör og niðurstöður. t Skólinn er staður þar sem nemendum líður vel og þeir eru hvattir til að gera margvíslegar tilraunir. Litið er á mistök sem tækifæri til að læra af reynslu. t Nýir miðlar og ný tækni eru nýtt á áhugaverðan og skapandi hátt. Nýjungum á því sviði er tekið opnum örmum. t Verk nemenda eru sýnileg og geta orðið öðrum nemendum og kennurum innblástur og hvatning. Þetta geta verið verk af öllu tagi; eðlisfræðitilraunir, ljóðaslamm, sýningar á niðurstöðum verkefnavinnu í náttúrufræði eða samfélagsgreinum, skapandi skrif, nýsköpunarverkefni, myndlistarsýningar, stuttmyndir um valin efni, hljóðupptökur, tónsmíðakeppni, matarboð undirbúið af nemendum, tískuhönnun eða keppni í matreiðslu. t Nemendur fást við fjölbreytilegan efnivið og eiga val um ólíkar leiðir til að vinna úr hugmyndum sínum. Þeir geta gripið til prentgagna, tökuvéla, töflureikna, hljóðvinnslu, leirgerðar, myndavéla, smíða, margs konar teikniverkfæra, lita af ýmsum gerðum, hljóðfæra, búninga og leiktjalda svo að eitthvað sé nefnt. t Skólinn býður upp á rými til upptöku, yndislesturs, tónlistaræfinga, upplesturs, tónleika, ígrundunar, samkomuhalds, myndlistarsýninga eða leiksýninga og gætir vel að möguleikum til að sýna og kynna verk allra nemenda. t Skólinn er ekki bundinn innan fjögurra veggja – náttúrulegt umhverfi, söfn og menningarstofnanir, verkstæði og atvinnufyrirtæki eru staðir þangað sem sækja má fróðleik, hugmyndir og innblástur í tengslum við ýmis viðfangsefni. Lögð er áhersla á vettvangsheimsóknir og útinám.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=