Sköpun - Ritröð um grunnþætti menntunar

SKÖPUN 6 INNGANGUR Daglega sjáum við hugtakið sköpun sett í ýmiss konar samhengi. Talað er um ný- sköpun, athafnaskáld, skapandi vísindi, listsköpun barna, skapandi listamenn, upp- finningar og skáksnillinga. Eðli og inntak sköpunar hefur líka verið rannsakað frá ótal sjónarhornum og sá áhugi vex með ári hverju. Þetta rit er engin fræðileg úttekt á þeim rannsóknum en fjallað er um sköpun frá ýmsum hliðum í þeirri von að allir kennarar, sama hvar í skólakerfinu þeir kenna, geti nýtt sér þá umfjöllun til að móta betur sínar eigin hugmyndir um sköp- un í skólastarfi. Sköpun sem grunnþáttur menntunar á að stuðla að ígrundun og andríki, persónulegum þroska og sveigjanleika í námi, frumkvæði og nýsköpun. Ritið er hugvekja um sköpun og geymir ýmis tilfallandi dæmi og raddir einstak- linga úr ýmsum áttum. Þar er ýmist talað um skapandi hugsun eða sköpun í verki og litið svo á að leggja þurfi ríka rækt við hvort tveggja í skólastarfi. Til þess að mæta nýrri og aukinni áherslu á sköpun í menntun á öllum skóla- stigum þurfa kennarar og raunar nemendur einnig að hjálpast að, gefa sér tíma til að ræða málin og vera óhræddir við að leita nýrra leiða, losa um og láta reyna á óvænt og áhugaverð vinnubrögð. Í öllum skólum fer fram skapandi starf og trúlega miklu víðar í skólastarfi en mörgum er ljóst. Stundum þarf heldur ekki mikið til að þróa það sem fyrir er eða taka mörg skref til að ýta undir og efla sköpun. Í öðrum tilvikum þarf meiri umbreytingu, jafnvel fræðslu og þjálfun í nýjum vinnubrögðum og bætta þekkingu á því hvernig skapandi starf fer fram. Kennsla er list og á að vera list. Hún færir sömu unun og lífsfyllingu og öll önnur list. Hún krefst sömu atorku, hugmyndaauðgi og hæfni til að hrífa aðra og hvetja þá til sköpunar. Þetta hafa menn ekki skilið. Magnús Pálsson, myndlistarmaður 1

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=