Sköpun - Ritröð um grunnþætti menntunar

SKÖPUN 60 LOKAORÐ Nemendur fara margar leiðir til að læra og þróa hugmyndir sínar. Þeir þurfa að fá tækifæri til að kynnast margs konar umhverfi, kringumstæðum, aðferðum og efniviði til að finna þá leið sem hentar þeim. Sum okkar vilja skipuleggja verk í þaula áður en hafist er handa. Öðrum lætur best að vinda sér beint í verkið og leyfa fingrunum að leiða sig áfram. Einn sér tónverk fyrir sér sem þrívítt form og vill fyrst teikna mynd áður en nótur eru settar á blað. Annar raular innra með sér atburði eða dregur upp í huganum persónur í fullum skrúða áður en saga er skráð á skjáinn. Sum okkar skilja veröldina betur í gegnum líkamann og hreyfingu heldur en orð eða myndir. Sum okkar vinna best ein og aðrir hjálpast að. Nemandinn þarf að finna til öryggis og geta treyst því að verk hans séu skoð- uð og rædd af virðingu og sanngirni. Margt getur orðið til þess að nemandi fyllist óöryggi og velji því alltaf leið sem hann þekkir og veit að skilar viðunandi niður- stöðu, án þess að hann sé í raun að læra neitt nýtt. Hann gerir það sem ætlast er til af honum og innan þeirra marka sem hann veit að allir samþykkja. Þá lærir hann ekki að treysta innsæi sínu og tilfinningu og ögrar ekki sjálfum sér við verkin. Mikilvægt er að nemendur fái stuðning og leiðsögn við að flétta saman og finna jafnvægi milli þess ósjálfráða og kvika í sköpuninni og þess yfirvegaða og gagn- rýna, svo hvorki tilfinningarnar né skynsemin, óreiðan né skipulagið, taki alveg völdin. Báðir þættir eru mikilvægir og þurfa sitt rými og sinn tíma. Langur tími í stuttum eða lengri lotum gefur möguleika á dýpt í vinnubrögð- um og nemandinn fær svigrúm til að ræða og ígrunda eigin sköpun. En tækifærin búa líka í óvæntum spurningum eða augnablikum sem kveikja áhuga og fá nem- endur til að hugsa hlutina á annan hátt, hvort sem brjóta þarf upp sundtíma eða geitungur truflar kennslustund; hvernig synda kolkrabbar, hvernig sjá geitungar? Alls staðar eru tilefni til heilabrota sem geta leitt til skemmtilegrar hugmynda- vinnu, skapandi leikja eða upplýsandi samræðu. Einu gildir hvaða starf við tökum okkur fyrir hendur. Ef hægt er að bæta verkið með innsæi og ímyndunarafli er unnt að vinna að því á skapandi hátt. Það 5

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=