Sköpun - Ritröð um grunnþætti menntunar
Grunnþættir menntunar 59 læra smám saman að átta sig á þeim þáttum sem reynir á við úrlausn skapandi verkefna og þjálfast í að leggja mat á árangur sinn og möguleika. Áhuga á að mæla sköpun má bæði sjá innan skólakerfisins og úti í sam- félaginu. Á meðan náttúruauðlindir ganga til þurrðar víða á jörðinni hafa margir fyllst efasemdum um að aukin landsframleiðsla eða hagvöxtur sé í raun réttmætur mælikvarði á framfarir og velsæld þjóða til lengri tíma litið. Nýir mælikvarðar hafa verið búnir til þar sem sköpun er mikilvægur þáttur. Einn slíkur er Nýsköpunar- stuðull Evrópu (e. European Innovation Scoreboard ). Stuðullinn tekur mið af ýmsum óhefðbundnum þáttum eins og þeim hversu opið og sveigjanlegt samfélagið er og stöðu skapandi greina. Einnig skiptir máli hversu mörgum stundum er varið í list- og menningartengda kennslu í skólakerfinu, fjöldi listaskóla og fjöldi nemenda á háskólastigi í listum. Í PISA-rannsókninni má einnig sjá vilja til að mæla sköpun en þar hefur verið bætt við prófþáttum sem ganga þvert á fög og tengjast getu til að leysa ýmsar þrautir sem margir tengja skapandi starfi. Þegar ýta á undir sköpun í skólastarfi er mikilvægt að þróa námsmat í takt við breytingar. Gott skólastarf – þar sem lögð er áhersla á að flétta saman náms- greinar, ýtt undir samstarf og skapandi nálgun með svo góðum árangri að allt starf verður heildstæðara og nemendum líður betur – getur liðið fyrir námsmat ef það endurspeglar ekki þennan árangur. Taka þarf tillit til samræmdra prófa og gæta þess eins og unnt er að þau taki mið af skapandi starfi. Ef sköpun á að dafna innan skólanna þarf námsmat að vera margbreytilegt og nemendur að fá skýr skilaboð um að skapandi starf skipti máli, sé sýnilegt og hluti af raunverulegu námsmati.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=