Sköpun - Ritröð um grunnþætti menntunar
SKÖPUN 58 Hefur nemandinn nýtt margar og ólíkar leiðir við að rannsaka viðfangsefni sitt? Sýnir hann úthald og fer ekki eingöngu að beinum fyrirmælum kennara? Er nemandi leitandi og opinn? Gerir nemandi tilraunir með þær hugmyndir, efni og aðferðir sem kennari leggur upp? Nýtir hann þær til að þróa verkefnið og finna að lokum áhugaverðar og óvæntar lausnir? Tekst honum að dýpka og víkka út verkefni kennara? Finnur nemandi hugmyndir, fyrirmyndir eða verklag sem geta hjálpað honum við verkið? Getur nemandinn sett verk sín í samhengi við verk annarra? Kemur nemandinn auga á eigin styrk, sérstöðu eða veikleika? Getur hann gert grein fyrir því hvernig hann vann verkið og hvers vegna tiltekinni niðurstöðu var náð? Getur hann rætt um verk samnemenda sinna og sett sig í þeirra spor? Þessi atriði eða önnur hliðstæð er sjálfsagt að kynna fyrir nemendum í upphafi, til dæmis í kennsluáætlun eða verklýsingu svo þeir átti sig á hvað skiptir máli í tengslum við þau verkefni sem vinna á og hvernig verk þeirra verði metin. Gera þarf kröfur, einfaldar í fyrstu, með hliðsjón af aldri og viðfangsefni. Nemendur Við þróuðum kerfi þar sem nemendur skrifa niður helstu punkta úr umræðum á meðan verk samnemenda þeirra eru skoðuð og rædd. Nemendur skiptast á að vera ritarar hver fyrir annan. Kennaranum eru svo sendir punktarnir og hann metur hvort nemandinn hafi í raun skýra sýn á eigin vinnu, hvort eitthvað vanti eða einhverju sé ofaukið. Við höfum fundið að nemendur eru meira vakandi í umræðum og yfirferð eftir að við tókum þetta kerfi upp, þeir sýna hver öðrum meiri virðingu og eru nákvæmari í orðavali. Einnig fáum við betri tilfinningu fyrir sjónarmiðum nemenda, hvernig þeir hlusta, hvað vekur athygli þeirra, hvaða orð þeir nota um ákveðin fyrirbæri og hvað þeir eru kannski að misskilja. Í þessu kerfi gefa nemendur sér sjálfir einkunn í lok hvers áfanga. Ef miklu munar á einkunn nemandans og kennarans er það tilefni til samtals. Ég held að svona kerfi gæti virkað miklu víðar í skólakerfinu. Þetta sparar tíma, virkjar nemendur og skilar nákvæmara mati. Ian Pirie, aðstoðarrektor Edinborgarháskóla og fyrrum aðstoðarrektor Listaháskólans í Edinborg
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=