Sköpun - Ritröð um grunnþætti menntunar

Grunnþættir menntunar 57 um einhverra kann fyrirmyndarnemandinn einmitt að vera sá sem hefur alltaf svör á reiðum höndum. Ungt fólk ber sig sumt saman við nemendur sem rata í spurningakeppni þar sem svörin reyna á þekkingu á ákveðnum staðreyndum en sjaldnar hæfileikann til að sjá margar hliðar á einu máli eða spyrja áhugaverðra og óvæntra spurninga. Raunin er sú að á hverjum degi vinna nemendur líka annars konar verkefni sem reyna á marga þætti; ritgerðir, ljóð, hreyfimyndir, smásögur, teiknimynda- sögur, leikrit eða myndverk. Kennarar leggja mat á þessa vinnu með ýmsu móti en vel má vera að okkur vanti fjölbreyttari verkfæri og skýrari viðmið til að meta slík verkefni í skólastarfinu. Er hægt að mæla hvort einhver sé skapandi, bera tvo eða fleiri einstaklinga saman og halda því fram með rökum að einhver hafi tekið framförum í skapandi starfi? Um þetta eru skiptar skoðanir. Í stefnumótandi skýrslu um list- og menningarfræðslu á Íslandi er bent á að þróa þurfi aðferðir við námsmat í listgreinum, þær séu takmarkaðar hér á landi. Einnig að koma þurfi á einföldum aðferðum við að meta gæði listfræðslu. 52 Þótt í þessu riti sé horft á sköpun með víðari hætti en í skýrslunni má líta til þessara ábendinga. Ekki er nóg að leysa verkefni sem reyna á skapandi þætti og túlka afstöðu eða til- finningar. Það er vissulega mikilvægt en til að ná lengra þarf nemandi að geta rætt um afraksturinn og skoðað hvernig dýpka má verkefnið eða bæta. Með því að geta sagt á skýran hátt hvað skiptir máli við úrlausn verkefna sem reyna á skapandi hæfni færumst við fjær þeirri klisju að allt sem telja má til sköpunar sé sjálfkrafa gott. Stundum er horft á fjóra þætti í sköpunarferlinu; 53 rannsóknarþátt þar sem nem- andinn leitar að því sem vekur áhuga, rannsakar möguleika til úrlausnar og leitar ögrandi leiða innan gefins ramma, dýpkunarþátt þar sem nemandinn gerir tilraunir með efni, aðferðir og hugmyndir og uppgötvar á þann hátt marga fleti á verkefni sínu, samhengisþátt þar sem nemandinn finnur tengingar og fyrirmyndir sem nýtast honum til að ná betri tökum á verkefninu, og loks umræðuþátt þar sem nemandinn veltir fyrir sér niðurstöðunni og ræðir um verk sín við aðra. Ef gengið er út frá þessum fjórum þáttum má meta framfarir í skapandi námi með því að leita svara við eftirfarandi spurningum:

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=