Sköpun - Ritröð um grunnþætti menntunar

SKÖPUN 56 verða leikur einn og opnar nýja sýn á tækni og manngert umhverfi. Í nýsköpunar- mennt er leitast við að efla siðvit og frumkvæði í gegnum skapandi starf með skipulegum aðferðum þar sem nemendur útfæra hugmyndir frá fyrstu hugdettu til lokaafurðar. Í smíðakennslu, textílmennt og víðar eru tækni og nýsköpun líka í forgrunni. Á öllum skólastigum og öllum greinasviðum má grípa tækifæri sem gefast til að beina sérstakri athygli að hvers konar tækni, nýsköpun og hagnýtingu þekkingar. Mat Í huga sumra snýst námsmat um verkefni eða próf þar sem svör eru ýmist rétt eða röng. Og vissulega eru slíkar þrautir ekki fjarri því að vera daglegt brauð í skólakerfinu og mikil áhersla lögð á ýmsa hæfni sem auðvelt er að mæla. Í hug- Þegar nemendur búa til gagnvirkar sögur, hreyfimyndir, leiki, tónlist og myndefni byggt á myndrænni forritun fyrir börn læra þeir margt í senn. Þeir fást við stærðfræði og rök, þeir átta sig á ýmsum grunnatriðum í forritun og glíma við hnitakerfi, breytur og handahófstölur. Þeir fást við þessa hluti í merkingarbæru og hvetjandi samhengi og læra margt um ferli hönnunar. Venjulega verður til frumgerð sem þeir bæta eftir villuleit og tilraunir, viðbrögð og álit annarra. Þeir fá hugmynd, búa eitthvað til sem kveikir nýjar hugmyndir og þannig koll af kolli. Þeir hugsa á skapandi hátt, þurfa að greina vanda, skýra hugmyndir sínar og læra að vinna með öðrum. Um leið verða þeir handgengnari tækni og þeirri hugsun sem þar liggur að baki, verða læsari á stafræna tækni. Byggt á skrifum Mitchel Resnick og vefsetri Scratch við MIT Media lab 51 Í myndlist erum við öll að gera rétt. Mitt „rétt“ er bara öðruvísi en einhvers annars. Og það eflir einstaklingseðlið. Varðandi skólana finnst mér að það ætti ekki að vera svona mikil áhersla á próf. Viðhorfið virðist vera að ef þér gengur vel í stærðfræði þá verði framtíðin björt en ef þú átt erfitt með að læra eða ert lesblindur, og ert góður í listgreinum þá sé það ekki jafn mikilvægt. Mér finnst asnalegt að leggja svona mikla áherslu á akademískt nám af því það hentar bara ekkert öllum. 15 ára myndlistar- og menntaskólanemi

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=