Sköpun - Ritröð um grunnþætti menntunar

Grunnþættir menntunar 55 Þarna var sem sagt verið að vinna með þá hugmynd að það sé hægt að byrja strax að skapa, án þess að hafa til þess margra ára nám, eins og tónlistarnám hefur gjarnan gengið út á. Krökkum er eðlislægt að skapa og búa til en svo erum við fullorðna fólkið voða gjörn á að brjóta niður þessa leikgleði og tilraunamennsku, segja þeim að þau megi gera svona en ekki hinsegin. Curver Thoroddsen, tónlistarmaður og smiðjustjóri 49 Í þessu tilviki voru nemendur eins og fiskar í vatni. Í öðrum tilvikum þarf að fara vel yfir aðferð og vinnulag þegar tæknin er annars vegar. Hefðbundna tölvu- kennslu má samt setja í nýtt og skapandi samhengi rétt eins og aðra kennslu. Útbreiddan og öflugan búnað sem nemendur þekkja lítið þarf að kynna en leyfa um leið þekkingu nemenda og annarra á nýjum lausnum að njóta sín. Samskipta- miðlar og farumhverfi hafa eflst mikið á seinni árum og skólar eiga fullt í fangi að laga sig að þeirri þróun. Svo þarf að huga að tækninni sjálfri, vekja til vitundar um eðli tækninnar og tækniþróun, auka skilning á því sem þar býr að baki. Tæknin mótar umhverfi okkar í daglegu lífi og er ríkur þáttur í atvinnulífi en innviðir hennar fá oft litla athygli í skólastarfi. Einföld forritun og ýmiss konar samsetning íhluta og tækjabúnaðar eru tilvalin viðfangsefni fyrir áhugasama og skapandi huga á öllum aldri en hafa ekki náð mikilli fótfestu í skólum. Opinn hugbúnaður og opinn vélbúnaður opna nýja möguleika í þeim efnum. Ýmiss konar teikning og miðlun í þrívídd er líka að Ýmsir grunnskólar á Íslandi hafa um nokkurra ára skeið keppt í þrautum fyrir forritanlega þjarka sem keppnisliðin byggja úr kubbum frá Lego. Hugmyndin að baki keppninni er ekki síst að vekja áhuga á vísindum og tækni en einnig að nemendur læri að vinna saman að nýsköpun. Á hverju ári er keppninni valið þema þar sem athygli er beint að samfélagslegu viðfangsefni á borð við öldrun, fæðu manna eða vernd hafsins. Keppnin krefst mikils undirbúnings og þykir byggja upp sjálfstraust og leikni í samstarfi. Auk smíði á þjarki og forritun fást nemendur við rannsóknarverkefni, dagbók eða ferilskráningu og flutning á skemmtiatriði. Sigurlið á þess kost að keppa í útlöndum. Um 200 þúsund börn á aldrinum 9 til 16 ára eru skráð í undankeppnir víða um heim. Byggt á vefsetrum FIRST Lego League 50

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=