Sköpun - Ritröð um grunnþætti menntunar
SKÖPUN 54 sögur, gera teiknimyndir sem lýsa starfsemi mannslíkamans eða náttúrufyrir- brigðum, búa til smáforrit og sviðsetja bráðskemmtilegar hreyfimyndir þar sem leirkarlar og fleira dót kemur við sögu. Í skólanum er líka lítið en notadrjúgt hljóðver sem hljómsveitir og nemendur í miðlunarverkefnum nýta óspart. Svig- rúm til þessara vinnubragða er að hluta skapað með því að færa tölvukennslu á hendur allra kennara og leggja áherslu á að gripið sé til upplýsingatækni þegar við á í öllum námsgreinum. 47 Í grunnskólum víða um land eru unnin verkefni af svipuðum toga. Einn þeirra er unglingaskólinn Laugarlækjaskóli þar sem starf á skólasafni hvílir á traustum grunni. Safnið ásamt rýmum fyrir tölvukennslu er nefnt upplýsingaver . Þar leiða safnkennari og kennari í upplýsingatækni þemavinnu í samvinnu við aðra kennara og njóta við það dyggilegs stuðnings skólastjórnenda. Nemendur miðla niðurstöðum með stafrænum kynningum, ritgerðum, bæklingum, hugarkortum, efnisvefjum og kvikmyndum en líka sýningum og lifandi flutningi fyrir foreldra. 48 Kennarar taka margir tækninni opnum örmum en þurfa tíma, svigrúm og stuðn- ing til að laga skólastarfið að henni. Sífellt spretta fram ný tól og verkfæri, forrit og netlausnir með nýja möguleika og áleitnar spurningar. Tækninni fleygir fram og þótt ungt fólk sé oft fljótt að tileinka sér hana er engan veginn sjálfgefið að nemendur séu henni handgengnir eða kunni til annars en einföldustu verka. Stundum er gott að láta bara vaða, stundum þarf meira til. Í tengslum við fyrstu tónleika Bjarkar í tónleikahúsinu Hörpu var börnum og unglingum boðið að kynnast vísindum og rafrænni tónlist. Vísindamenn kynntu þeim kristalla og DNA-keðjur á lifandi hátt og fjölluðu um hugtök á borð við takt, skala eða brotna hljóma í því ljósi. Að því loknu fengu krakkarnir að spreyta sig á lagasmíðum með hjálp myndrænna smáforrita. Þeir voru fljótir að átta sig og komust strax á flug, sömdu og sömdu. Eftir að við fórum að nota tölvur í meiri mæli í skólastarfinu hef ég búið til myndskeið með leiðbeiningum. Þar hef ég til dæmis útskýrt vel og vandlega helstu málfræðihugtök og sett á YouTube . Þessa myndbúta geta krakkarnir alltaf horft á heima hjá sér eða í skólanum. Ég held ég noti 90% minni tíma til að útskýra málfræðihugtök en ég gerði fyrir ári síðan. Ég nota tímann í annað. Ragnar Þór Pétursson, grunnskólakennari
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=