Sköpun - Ritröð um grunnþætti menntunar

Grunnþættir menntunar 53 máli gegnir um hljóðvinnslu og tónmennt. Samvinna um texta og skrif er líka auðveldari en áður. Myndir, hljóð og texta má svo setja fram í alls konar sam- setningum og með gagnvirkum notendaskilum. Nemendur á öllum aldri ættu að fá margvísleg tækifæri til að spreyta sig á nýmiðlun, myndgerð og hljóðvinnslu í bland við eldri og hefðbundnari aðferðir þar sem þeir vinna beint í áþreifanlegan efnivið. Þótt auðvelt geti verið að leita upplýsinga, beita tölvu á skapandi hátt og eiga samskipti heimshorna á milli þarf að vanda til verka og finna gott jafnvægi milli nýrrar tækni og annarra leiða sem hafa verið notaðar í skapandi skólastarfi um langan aldur. Áhugasamir starfsmenn við leikskólann Iðavöll á Akureyri höfðu snemma vakandi auga með ýmiss konar tækjabúnaði og sýndu hugkvæmni við að nýta hann. Börnin fengu að kynnast tækninni í rólegheitum, gátu sökkt sér í leik, látið hugmyndaflugið ráða ferðinni og notað ýmsan búnað til að safna myndum, um- hverfishljóðum, leikhljóðum og myndskeiðum. Raða mátti litfögrum hlutum á varpa og skanna, syngja og leika frammi fyrir tökuvél eða leika sér á skapandi hátt að ræmum úr pappírstætaranum. Stafræn smásjá kom að miklu gagni en hana má nota til að grípa bæði kyrrmyndir og myndskeið af alls konar lífverum. Sumt af afrakstrinum hefur verið birt á vefsíðum og skólinn hlotið fyrir alþjóðleg verðlaun. Langholtsskóli hefur vakið athygli fyrir gagnasmiðju þar sem nemendur og kenn- arar geta fengið bæði faglegan stuðning og tækjabúnað til að fást við ýmiss konar nýmiðlun. Nemendur kvikmynda fornsögur úti í náttúrunni, útbúa teiknimynda- Þegar maður er að labba fram hjá rekkunum í Hagkaup, þá sér maður eitthvað sniðugt. – Já, þetta gæti ég notað! ... Við eigum svolítið af tækjum, maður fær hugmyndir og einfaldlega bægir þeim ekkert frá sér heldur leyfir þeim aðeins að malla. ... Það kemur enginn til þín og er að selja þennan kassa með þessu öllu í, nú ætlum við að tæknivæða þennan skóla! ... Við erum bara svolítið dugleg að skoða hlutina í kringum okkur og nota hugmyndaflugið. ... Við segjum fólki að láta það sem það ekki getur ekki þvælast fyrir því sem það getur. Arnar Yngvason, leikskólakennari 46

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=