Sköpun - Ritröð um grunnþætti menntunar

SKÖPUN 52 leiklistar, og nemendur ættu að eiga þess kost að sækja listnám út fyrir skólann sinn óski þeir þess. Sköpun og ný tækni Hvernig á skapandi skólastarf að endurspegla þær breytingar sem verða með nýrri tækni, upplýsingaöflun og miðlun? Á að leggja jafnmikla áherslu á skrift og stafsetningu nú þegar slá má inn texta og láta verkfærin leiðrétta hann? Getur ný tækni sparað kennurum tíma sem nýta má til skapandi verka? Mætti verja meiri tíma í að lesa áhugaverðar bókmenntir eða einfaldlega skrifa sögur, setja upp leikrit og halda ljóðaslamm? Tæknin getur líka leitt til ófrjórra vinnubragða eða kallað á tímafreka þjálfun svo að hér þarf grípa tækifærin og forðast keldurnar. Á svipstundu getum við rýnt í smæstu eindir, kallað fram tónlist og kvik- myndir, heimsótt listasöfn eða afskekktar byggðir jarðar og skoðað tunglið í bak og fyrir. Leiðbeiningar og kennsla um teikningu, matargerð, textílvinnu, hljóð- færaleik eða önnur efni eru líka í boði og þær má hæglega búa til. Netið hefur opnað okkur gátt út í heim. Skólastofuna má víkka og dýpka með áhugaverðum tólum og stafrænum gögnum en til þess þarf kunnáttu og leiðsögn, gott aðgengi, svigrúm og tíma. Sumt af því sem tekur áralanga þjálfun að búa til með gömlu lagi má láta tölvu kalla fram á einu augabragði. Stafræn verkfæri bjóða upp á ótal leiðir í teikningu, myndvinnslu og grafískri hönnun auk kvikmynda- og teiknimyndagerðar. Sama Nemendur frá 25 Evrópulöndum, 15 til 18 ára, fengu sólarhring í fjölþjóðlegum hópum til að koma með nýjar hugmyndir að nútímalegu skólaumhverfi sem efldi frumkvæði og áhuga. Sigurhugmyndin fólst í að nýta samskiptasíður á borð við Facebook og YouTube í skólastarfinu, nokkurs konar FaceSchool og YouSchool . Aðrir mikilvægir þættir sem unga fólkið nefndi var að í skapandi skólastarfi færi námið fram fyrir utan kennslustofurnar þar sem nemendur kynntust fjölbreytileika heimsins. Einnig áttu nemendur að fá raunveruleg verkefni til úrlausnar. Nám fælist ekki bara í því að lesa um hlutina heldur líka að kynnast þeim með tilraunum og þátttöku. Byggt á vefsetri um Evrópuár sköpunar og nýsköpunar 45

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=