Sköpun - Ritröð um grunnþætti menntunar

Grunnþættir menntunar 51 Mikilvægt er að dreifa ábyrgð á skipulagi, framkvæmd og mati, og veita sem flest tækifæri til að koma fram, sýna og kynna. Jafnframt þarf að sýna alúð við gagnrýnið mat á námi, reynslu og þroska. Huga þarf vel að samþættingu námsgreina og skap- andi nálgun í námi og kennslu, og gæta þess vandlega að öll börn njóti listfræðslu. 43 Skóli þarf að setja sér skýr markmið um listnám og þróa leiðir til að meta nám og kennslu á því sviði. Útfæra þarf af nákvæmni hvernig standa á að mati og koma því á framfæri. Örva má umræðu og vekja skilning á gildi þess að auka þátt lista og skapandi iðju í skólastarfinu. Innan skólanna, jafnt leik-, grunn- og framhalds- skóla, þarf að vera í boði nám á sviði sjónlista og handverks, tónlistar, dans og Hér í Fossvogsskóla skiptast nemendur á að vera með skemmtun á sal inni á safni. Í hverri viku skipuleggur ákveðinn hópur áhugaverða dagskrá. Einn eða tveir taka að sér að vera kynnar á meðan hinir finna eitthvað skemmtilegt sem þeir geta deilt með hópnum. Hver og einn fær að blómstra á sínum forsendum. Nemendur koma með margs konar verkefni, leikna brandara, spurningakeppni, tískusýningar, dans eða ljóðaupplestur. Stundum koma nemendur fram sem eru að læra á hljóðfæri og fyrir stuttu tróðu hér upp þrjár stelpur sem eru í hljómsveit. Það kveikir hugmyndir í kolli nemenda þegar þeir sjá flinkar stelpur troða upp og spila af kunnáttu, metnaði og gleði. Nemendur sjá að það er ýmislegt hægt. Árni Freyr Sigurlaugsson, aðstoðarskólastjóri Ef við gerum bóklegum greinum umtalsvert hærra undir höfði en list- og verkgreinum og gefum þannig til kynna að þær síðarnefndu séu ekki jafn nauðsynlegar þá beinum við nemendum frá ákveðnum sviðum samfélagsins. Við sviptum þá þeim sjálfsagða rétti að kynnast ólíkum þáttum samfélags og menningar og þeim fjölmörgu tækifærum sem þar felast. ... [Elliot Eisner] talar um nauðsyn þess að vera sveigjanlegur en hafa þó ákveðna stefnu svo hægt sé að skapa aðstæður sem henta stað og stund. Þetta er hollt fyrir okkur að hafa í huga þegar við skipuleggjum skólastarf og leggjum þar með grunninn að lífi ungmenna. Við eigum ekki að steypa þau í fyrirfram ákveðið mót heldur hjálpa þeim og treysta til að skapa sitt eigið líf. Þorgerður Hlöðversdóttir, listgreinakennari í grunnskóla 44

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=