Sköpun - Ritröð um grunnþætti menntunar
Grunnþættir menntunar 49 Veita nemendum sem hafa sérstakan áhuga og hæfileika á ákveðnum sviðum tækifæri til þess að leggja rækt við það. Nýta hvers konar tækifæri sem felast í nýrri tækni og gætu orðið til framdráttar í skapandi skólastarfi. Þróa tengslanet við nærumhverfið og fá skapandi einstaklinga til samstarfs. Þróa tengsl við fjarlægari staði og út fyrir landsteinana, svo sem með styrkjum og tengslanetum innan Norðurlanda og Evrópu. Listir og sköpun Til að auka sköpun í skólastarfi eru tvær meginleiðir sem helst þurfa að fléttast saman og hægt er að styðja með ýmsu móti. Kenna þarf öll fög á skapandi hátt og nota til þess margs konar aðferðir eins og víða hefur komið fram hér að framan. Fjölbreyttar kennsluaðferðir og hugkvæmni kennara eru lykilatriði. Jafnframt þarf að sinna af alúð skapandi listnámi og auka þekkingu og skilning á menn- ingarsögu. Í gegnum listnám og menningarstarf getur einstaklingurinn skilið samtíma sinn og um leið sjálfan sig, hann áttar sig á sérstöðu sinni og finnur um leið til samkenndar með öðrum. Benda má á að tónlist, dans, myndlist og íþróttir utan skóla leika stórt hlutverk í lífi margra barna og unglinga á Íslandi. Þetta starf skilar sér gjarnan inn í skóla- kerfið með einstaklingum sem oft búa yfir miklu sjálfstrausti, metn- aði og áhuga á sinni grein. Nem- endurnir taka þátt í margs konar skapandi starfi innan skólanna, tónlistarviðburðum, hæfileika- Leikskólinn Sæborg við Starhaga hefur lagt áherslu á skapandi starf og á í samstarfi við fleiri leikskóla um þróun kennsluhátta í anda leikskólanna í Reggio Emilia á Ítalíu. Börnin taka þátt í hugmyndavinnu um skipulag verkefna og gaumgæfa bæði náttúrulegt og manngert umhverfi í nágrenni skólans. Þau fá að taka viðfangsefnin listrænum tökum og móta bæði þekkingu sína og skilning í margvíslegan efnivið. Í listasmiðju hefur verið boðið upp á stuðning við listsköpun og á torgi innan skólaveggja má standa saman að ýmiss konar túlkun og deila með öðrum. Lagt er kapp á þróun áætlana og leitast við að skrá verk og þroskaferil barnanna á fjölbreytilegan hátt. Byggt á skýrslum á vefsetri Sæborgar 40
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=