Sköpun - Ritröð um grunnþætti menntunar

Grunnþættir menntunar 47 Til umhugsunar – Hvernig vinn ég að því að vera skapandi skólastjórnandi? t Ýti ég undir opin og leitandi vinnubrögð innan skólans? Leita ég lausna af kappi og með opnum huga? Greiði ég fyrir þróunarstarfi, finn áhugaverðum verkefnum farveg og fæ kennara til að vinna saman? t Legg ég áherslu á skipulag þar sem allir geta lagt sitt af mörkum og nýtt tækifæri til samstarfs og teymisvinnu þvert á greinar og aldurshópa? t Vaki ég yfir samstarfsmöguleikum og hvet bæði kennara og nemendur til þátttöku í verkefnum innan og utan skólans? Sýni ég áhuga og gæti þess að taka þátt í viðburðum og dagskrám á vegum skólans? t Styð ég við frumkvæði starfsmanna í kennslu og á öðrum sviðum skólastarfsins? Fæ ég foreldra til þátttöku og nýti þá krafta sem þar liggja? t Leita ég eftir góðum kennurum og öðru fagfólki til starfa við skólann með sköpun og skapandi nám í huga? Býð ég gestum úr hópi listamanna að heimsækja skólann? t Nýti ég framtak og krafta nemenda, t.d. hljómsveitir, hljóðfæraleikara, söngfólk, dansara, íþróttafólk, graffara, prjónafólk, teiknara, skákmenn, áhugafólk um tækni, grúskara, áhugafólk um matreiðslu og fleira? t Legg ég kapp á að menning, hlutskipti og framlag allra nemenda komi fram í verkefnavinnu sem er til sýnis innan skóla og utan? Stend ég vaktina gegn þröngum staðalímyndum, fordómum og vanahugsun og læt alla njóta jafnréttis? Hef ég vökult auga með því að inntak og skipulag náms höfði til beggja kynja og nemenda með ólíkan bakgrunn? t Stuðla ég, innan dyra og utan, að kringumstæðum sem bjóða upp á notalega samveru, söng, leikflutning, spjall, upplestur, spil, hvíldarstundir, yndislestur, fjör og skapandi leiki? Leitast ég við að halda uppi öflugu menningarlífi í skólanum með sýn til margra átta? t Gæti ég að möguleikum til hvers konar efnisleitar og nýmiðlunar með hjálp nýrrar tækni? Veiti ég starfsfólki á skólasafni eða í upplýsingaveri öflugan stuðning og á gott samstarf við leiðandi kennara í upplýsingatækni og miðlun? Hvet ég til samstarfs og faglegrar stefnumótunar á þessu sviði skólastarfsins?

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=