Sköpun - Ritröð um grunnþætti menntunar
SKÖPUN 46 bundið nám. Byggt er á hugsmíðahyggju í anda Johns Dewey, námsnálgun í anda Mariu Montessori og athygli beint að náttúru og umhverfi í anda Loris Malaguzzi í Reggio Emilia. Í skólanum er skapandi list- og verkgreinanámi gert hátt undir höfði og í tónmenntakennslunni er byggt að nokkru á námsnálgunum Carls Orff. Í Norðlingaskóla er lögð rík áhersla á list- og verkgreinar í svonefndum smiðj- um. Þar eru margar námsgreinar þættar saman um ýmis viðfangsefni sem endur- spegla áhugasvið og hugðarefni nemenda. Dæmi um smiðjur eru fjallasmiðja, grænfánasmiðja, hollusta og hreyfing, hljóðsögugerð, hugvekjusmiðja, pitsu- smiðja, skuggaleikhússmiðja og ættfræðismiðja. 39 Rými skólans, handhæg tjöld eða skilrúm og færanlegur búnaður af ýmsu tagi bjóða upp á mikinn sveigjanleika. Hægt er að vinna í stórum hópum með teymi kennara, hópum af hefðbundinni bekkjarstærð og smærri hópum allt eftir þörfum. List- og verkgreinar eru í miklu nábýli og auðvelt að beita þeim jöfnum höndum við úrlausn ýmissa verkefna sem geta tekið til margra greinasviða. Leikskóli deilir húsakynnum með grunnskólan- um og útikennslu er beitt meira en almennt gerist. Þess er líka gætt að stundatafla gefi gott svigrúm fyrir innlifun og flæði. Við hönnun á húsi og skólalóð var leitað samráðs við nemendur og marga fleiri sem koma að skólastarfinu. Ýmsir skólar aðrir búa við hefðbundnara námsumhverfi en tekst samt að standa fyrir skapandi starfi, stundum með kraftmiklu framtaki einstakra kennara og nemenda, stundum í góðri samvinnu margra kennara, stundum með þema- vinnu eða þróunarverkefnum þvert á greinar, stundum með öflugum stuðningi kennsluráðgjafa, skólasafns, upplýsingavers eða gagnasmiðu, stundum í samstarfi á milli skóla, landshluta og landa. Í öllum tilvikum skiptir afstaða og framlag stjórnenda miklu. Með því að leggja áherslu á faglega nálgun, samráð og heildar- sýn er stuðlað að þróun og staðfestu á breiðum grundvelli. Hlutverk skólastjórnandans í skapandi skólaumhverfi er margháttað. Hann hvetur til samtals og samvinnu og leitast við að skapa sameiginlega sýn á skóla- menningu. Hann er lunkinn við að finna leiðir til samstarfs í nærumhverfinu og tekur jafnvel áhættu til að auka veg sköpunar og tilrauna. Skapandi skólastjórn- andi leggur áherslu á að fá alla í lið með sér, kennara, nemendur, foreldra og stjórnvöld, til þess að allir skilji hvernig ætlunin er að gera skólastarfið fram- sæknara og áhugaverðara.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=