Sköpun - Ritröð um grunnþætti menntunar

Grunnþættir menntunar 43 myndast í kennslustofunni. Að vera óhræddur og treysta sjálfum sér og nem- endum í leiðangra og beita vinnubrögðum sem ekki er alltaf ljóst hvert leiða er mikilvægt veganesti í skapandi kennslu. Jafnframt að hvetja nemendur til að bera ábyrgð á eigin námi, gera þeim kleift að velja viðfangsefni og ýta undir sjálfstæði þeirra. Fagmennska kennara byggist á traustri þekkingu og hæfni til þess að beita henni með nemendum á skapandi hátt. Það sem einkennir skapandi kennara er í raun það sama og einkennir alla góða kennara. Hann hefur trú og áhuga á nemendum sínum, gerir kröfur en er sann- gjarn, er sífellt að leita nýrra leiða í kennslu, hefur ódrepandi áhuga og veit að það sem hann er að miðla skiptir nemandann raunverulega máli. Hann sér leiðir til að vinna með öðrum og er óhræddur við að tengja sína grein eða greinar við aðrar. Skapandi kennari notar fjölbreyttar kennsluaðferðir, ýmist með hópum eða Fyrir jólin var börnunum í 3. og 4. bekk boðið upp á valsmiðjur í tónlist. Markið var sett hátt, hver og einn átti að fá að semja jólalag. Leiðin að settu marki reyndist hins vegar ofur einföld. Eftir að hafa hlustað á nokkur jólalög frá mismunandi stöðum og tímum settust börnin niður í litlum hópum og skrifuðu stutt jólaljóð. Hver hópur valdi sér síðan eitt slagverkshljóðfæri og samdi með hjálp þess lag við ljóðið sitt. Í lok smiðjunnar fluttu hóparnir svo lögin sín hver fyrir annan. Þegar upp var staðið átti hvert barn í þessum tveimur árgöngum hlut í splunkunýju jólalagi. Eitt laganna reyndist vera sannkallaður jólasmellur sem höfundarnir þreyttust ekki á að flytja fyrir samnemendur sína og kennara. Og allir sungu með. Guðrún Árnadóttir, tónlistarkennari ... við höldum kannski að fýlulegir sextán ára unglingar vilji bara sitja og horfa á myndbönd en þeim finnst í raun jafn gaman að leika sér og sex ára börnum. Sérhver skapandi athöfn er mikils virði vegna þess að hún gerir nemendum fært að sökkva sér ofan í einföld verkefni sem hjálpa þeim að skilja hvað felst í því að vera mannlegur. Kennslustundin fylgir þeim þá lengur. Ég vísa oft til líkans af heilanum sem ég bjó til úr beyglu, sælgæti og brokkólí ... Úr bókinni Nám í skóla um hamingju og velferð – Að sitja fíl eftir Ian Morris í þýðingu Erlu Kristjánsdóttur 38

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=