Sköpun - Ritröð um grunnþætti menntunar

SKÖPUN 42 Börnin veltu fyrir sér hvernig dýrin byggju og hvernig þeim semdi. Heimar dýra og manna runnu saman, mörðurinn var með öryggismyndavélar á sínu húsi og furðudýrið munkur spratt úr einu hugarfylgsni. Hundur og ugla urðu vinir og um þann vinskap samdi Megas lagið og textann Uglundur þar sem segir á einum stað að betra sé samanið en sundrið! Margt áhuga- vert um framlag listamannanna og þetta verkefni má finna í myndum, texta og hljóði á vefsetrinu Dyndi- lyndi: ... verði gjafa gagnstreymi . 36 Skapandi kennari Kennarinn gegnir lykilhlutverki í að efla sköpun í skólastarfi. Hér skipta við- horf, þekking og fagvitund meginmáli. Kennari leiðir starfið, er hvatamaður að skapandi verkum en getur líka brugðist við áhugaverðum augnablikum þegar þau Hvar verður fundin slíkra kosta byggð að lundin sér finni allt af öllu og ekki lítið snjöllu Hátt flýgur örninn í himna víðum sal hærra fljúga börnin í björtum djúpum dal Það kostar nostur og nákvæma smíði slíkur húsakostur og híbýlaprýði Megas á vefnum Dyndilyndi: ... verði gjafa gagnstreymi Allir reyndir kennarar hafa þurft að þjálfa með sér getu til að „leika af fingrum fram“ eða „spila eftir eyranu“ því sífellt eru að koma upp óvænt atvik í kennslustofunni þar sem slík hæfni ræður úrslitum um farsæld í starfi. Þess háttar fagmennska felst í að geta tekið út stöðuna og vitað hvenær eigi að halda sig til hlés og hvenær þurfi að gera eitthvað. Það er engin formúla eða endanleg uppskrift ... Loris Malaguzzi ... hefur eins og fleiri bent á öll þau hlutverk eða hami sem kennari þarf að grípa til í starfi þegar leggja á áherslu á sköpun. Kennarinn geti stundum verið í hlutverki leikstjórans, stundum sviðshönnuðarins, búningahönnuðarins eða hvíslarans. Kennarinn þurfi bæði að vera strangur og ljúfur, að vera stundum rafvirkinn eða málarinn. Jafnvel áhorfandinn sem klappar eða þegir, er stundum sá sem er uppfullur af tilfinningum eða efasemdum. Carlina Renaldi, skólafrömuður í Reggio Emilia 37

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=