Sköpun - Ritröð um grunnþætti menntunar

Grunnþættir menntunar 41 Á síðustu árum hefur Myndlistaskólinn í Reykjavík efnt til samstarfs við leik- og grunnskóla. 35 Þar hefur heilum árgöngum eða hópum nemenda verið boðið að vinna í skólanum heila skólaviku eða í nokkur skipti ásamt bekkjarkennurum sínum og hópstjórum. Verkefnin hafa gengið út á að samþætta ýmsar greinar eins og stærðfræði, hreyfimyndagerð og litafræði, byggingarlist og dýrafræði. Í nafn- lausu mati meðal kennara kom í ljós að margir þeirra lærðu ýmislegt nýtt ekkert síður en nemendur þeirra. Eitt árið unnu saman um 300 börn af landsbyggðinni, kennarar Myndlistaskól- ans og grunnskólakennarar barnanna ásamt 16 listamönnum og hönnuðum að viðamiklum listviðburði á Listasafni Íslands. Börnin byggðu örsmá skjól fyrir dýr og listamönnum var boðið að vinna eigin verk út frá þessum smáu en ríkulegu heimum. Í tengslum við Norræna loftslagsdaginn 11. nóvember var á liðnu ári haldin norræn matreiðslukeppni meðal eldri nemenda grunnskóla og fyrstu bekkja framhaldsskóla. Keppt var um skyndibita úr nærsamfélaginu og stig gefin fyrir hversu frumleg uppskriftin var, hversu stutt þurfti að sækja hráefnið og hversu listilega framreiddur rétturinn var. Meðal rétta sem hlutu viðurkenningu voru fiskihamborgar og hundasúruís frá Íslandi og gulrófuflögur frá Grænlandi. Með því að taka þátt í samkeppni sem þessari þurfa nemendur að kynna sér þá möguleika sem búa í umhverfi þeirra, hvað er þegar framleitt og hvernig hægt er að nálgast hugtök eins og vistspor og sjálfbærni í matreiðslu. Sjá nánar á vefsetrinu Nordisk klimadag 34 Ég lærði nýjar leiðir, að vera ekki of upptekin af niðurstöðunni og geta frekar horft á ferlið sem skiptir líka miklu. Eins lærði ég mikið á að fylgjast með nemendum mínum í nýju umhverfi. Nemendurnir komu mér á óvart. Til dæmis náðu margir sem glíma við athyglisbrest meiri einbeitingu en ég á að venjast í skólastofunni. Í kjölfar þessa samstarfs fórum við að reyna ýmislegt nýtt inni í skólanum. Grunnskólakennari

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=