Sköpun - Ritröð um grunnþætti menntunar

SKÖPUN 40 Við Menntaskólann á Akureyri hefur verið í mótun þverfaglegur áfangi fyrir nema á fyrsta ári þar sem um tylft kennara á nokkrum greinasviðum tekur þátt. Þar er athyglinni beint að náttúru og samfélagi á Íslandi í deiglu nýrra tíma. Áfang- inn á sér langan aðdraganda í þróunarvinnu innan skólans og byggist á mikilli samvinnu milli námsgreina enda felur hann í sér róttæka breytingu á skólastarfinu. Nær helmingur af námi nema á fyrsta ári er helgaður áfanganum sem á að skerpa sýn og auka skilning á landi, þjóð og tungu. Þó að sköpun eigi að fléttast inn í allt skólastarf, alltaf, geta ýmiss konar uppbrot líka leitt til nýjunga og verið til gagns, til dæmis þátttaka í ýmsum viðburðum. Mörg dæmi mætti nefna um þetta, mót og keppni af ýmsu tagi, kynningar, leik- listarviðburði, samsöng, tónleika og sýningarhald. Nemendur geta séð verk sín í stærra samhengi eða lært að vinna saman að tilteknu markmiði þar sem sameigin- leg sköpun er útgangspunkturinn. Auðvelda þarf skólum, kennurum og nemend- um að eiga þess konar samstarf og gæta þess að áhugi og vinna, sem nemendur leggja af mörkum í slíkum verkefnum, séu metin að verðleikum, haldið á lofti og reynt að fella hvort tveggja að skólastarfinu eins og unnt er. Skólinn leggur mikið til samfélagsins og getur líka haft gagn af góðum tengslum við aðila á borð við tómstundastarf, hljómsveitir og leikhópa, safnahús, listaskóla, atvinnufyrirtæki og einstaklinga sem búa yfir sérstakri þekkingu. Flestar opinberar listastofnanir bera ríka fræðsluskyldu og leggja metnað í að bjóða upp á tækifæri til sköpunar og listskilnings. Með samvinnu út fyrir veggi skólans víkkar sjóndeildarhringurinn og nemendur komast í beina snertingu við verkefni sem um er fjallað í námi og kennslu. Námið fer fram utan skólans sem innan og nemendur sækja sér fróðleik og gögn á fjölbreyttan hátt. Byggt er á stórum samvinnuverkefnum þar sem nemendur þjálfast öðrum þræði í að sýna tillitsemi, lýðræði og ábyrgð. Kallað er eftir virkni og hugkvæmni og nemendum gefinn kostur á að ráða nokkru um verkefnalausnir, ítarefni og skil. Við notum leiðsagnarmat og eflum nemendur í að leggja raunhæft mat á eigin getu. Í stuttu máli má segja að Íslandsáfanginn gangi út á að örva sjálfstæð vinnubrögð, hvetja nemendur til frumkvæðis og skapandi vinnu. Anna Sigríður Davíðsdóttir, framhaldsskólakennari

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=