Sköpun - Ritröð um grunnþætti menntunar

SKÖPUN 38 sinnt sem skyldi. Hlúa þarf sérstaklega að einstaklingsframtaki, samvinnu og þró- unarstarfi þar sem sköpun og opin nálgun eru í brennidepli. Ný námskrá og innleiðing sex grunnþátta í íslenskt menntakerfi kallar á sam- vinnu og nýja nálgun, samvinnu milli kennara, milli nemenda, milli skóla og milli skóla og samfélags. Unnið er að rannsókn á starfsháttum í grunnskólum á Ís- landi 32 og þar kemur fram margt athyglisvert. Fjölbreyttar kennsluaðferðir verk- og listgreinakennara mætti nýta betur með aukinni samvinnu þeirra og annarra kennara, skólasafnið getur lagt mikið af mörkum og margar leiðir eru færar í skipulagi. Samvinna er jarðvegur fyrir þróun og nýbreytni. Það sama má segja um samvinnu á öðrum skólastigum. Sveiganlegt skipulag eykur möguleika á samstarfi kennara og skólastjórnendur þurfa að auðvelda og ýta undir slíkt samstarf. Huga má að samstarfi við aðila utan skóla, leita samvinnu við listamenn og aðra sem ásamt kennurum geta ýtt undir og stutt við skapandi skólastarf. Ný nálgun getur líka kallað á aukna sérþekkingu í hópi starfsmanna innan veggja skólanna sjálfra. Það er þekking og fjölþætt reynsla kennara sem ber uppi skólastarf. Í úttekt á list- og menningarfræðslu á Íslandi sem gerð var á vegum mennta- og menningarmálaráðuneytisins voru niðurstöður í heild jákvæðar. Eitt af því sem bent var á til að auka gæði listnáms var að bæta mætti samstarf skóla sín á milli og á milli skólastiga, svo og samstarf skóla og samfélags. Einnig var dregið fram að nemendur í íslenskum skólum skortir þjálfun í að greina og túlka efni tengt listum og menningu. Þá mættu kennarar og skólar gera meira af því að láta nemendur koma fram, kynna og sýna eigin verk. 33 Leikræn tjáning er einn af mikilvægum þáttum skólastarfs sem skólum ber að sinna vel á eigin vélarafli þó að stundum megi einnig fá stuðning annars staðar frá. Þjóðleikur er leiklistarhátíð ungs fólks sem haldin hefur verið á landsbyggðinni. Þekkt íslensk leikskáld skrifa krefjandi og spennandi verk fyrir 13–20 ára leikara sem svo eru sett upp vítt og breitt um landið. Á námskeiðum sem Þjóðleikhúsið býður leiðbeinendum er lögð áhersla á skapandi hugsun og hugmyndavinnu. Margt ungt fólk gerir sér ágæta grein fyrir þeim vandamálum sem blasa við samfélagi okkar. Umhverfismál, jafnréttisbaráttan og ýmiss konar misrétti eru þeim hugleikin. Mikilvægt er að nemendur fái tækifæri til að mynda sér sjálfstæðar skoðanir á þessum málum innan skólans. Í háskólum hefur skipulagi víða verið

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=