Sköpun - Ritröð um grunnþætti menntunar

Grunnþættir menntunar 37 SKAPANDI SKÓLASTARF Sköpun þrífst vel þar sem straumar mætast eða fræðigreinar skarast. Þetta má glöggt sjá þegar listasagan er skoðuð. Helstu suðupottar menningarsögunnar hafa kraumað þar sem ólíkir menningarheimar mæta hver öðrum. Í smækkaðri mynd innan skólans má segja að sköpun þrífist með sama hætti þegar tækifæri bjóðast til samvinnu milli ólíkra greina, kennara og nemenda með ýmsan bakgrunn. Kenn- arar hafa þá svigrúm til að þróa verkefni í sameiningu, finna í samvinnu leiðir til að taka næsta skref og ræða sín á milli þær leiðir sem farnar voru. Mannauður og fjölmenning bjóða upp á breidd og dýpt í skólastarfi. Samvinna er lykilatriði í skólastarfi og hefur aukist hröðum skrefum á seinni árum. Hún getur verið mjög náin svo nánast allt starfið er unnið í teymum eða stærri hópum, kennslan skipulögð í samvinnu yfir aldurshópa og á milli greina- sviða. Kennarar grípa oftar en áður inn í kennslu hver hjá öðrum og bregðast við óvæntum uppákomum í samráði hver við annan. Mat á námsárangri og skólastarfi er líka unnið í meira samstarfi en oft áður. Þessu er misjafnt farið eftir kennurum, greinasviðum og skólum en samvinna litar allt skólastarf og teygir sig út fyrir veggi skólans. Samt má alltaf gera betur og öllum þáttum skólastarfs er ekki alltaf 4 Þrír grunnskólar taka þátt í verkefni um stuttmyndagerð með nemendum í níunda bekk. Íslenskukennarar skólanna vinna saman og kenna handritsgerð. Sumir skólar fá líka leiðsögn annars staðar frá, til dæmis hjálpaði frístundamiðstöðin krökkunum með framsögn. Kennarar fá hjálp héðan úr myndverinu en annars er verkefnið alfarið í höndum grunnskólanna sjálfra sem eiga að sinna vel leikrænni tjáningu og miðlun. Almennt heyri ég á kennurum hvað þeim finnst nemendur taka út mikinn þroska í svona verkefnum, þeir finna til ábyrgðar, leysa margs konar innbyrðis vandamál og þjálfast í sjálfstæðum vinnubrögðum. Kennarar taka heila viku í verkefnið en því lýkur með sýningu í alvöru bíóhúsi þar sem veittar verða viðurkenningar í ýmsum flokkum. Við ætlum að fá foreldra í hverfinu, til að mynda þá sem eru með bakgrunn eða kunnáttu í faginu, til að vera í dómnefnd og til að aðstoða krakkana eins og kostur er. Erla Stefánsdóttir, verkefnastjóri í Myndveri grunnskóla Reykjavíkur

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=